Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2011 | 15:20
Segjum Nei við Icesave og kaupum frekar þyrlur
Ef ekki væri fyrir þessa Icesave vitleysu þá ætti að vera hægt að halda sig við áætlun og styrkja þessi nauðsynlegu starfsemi sem Landhelgisgæslan er. Ríkisstjórnin segir að það eru til peningar til þess að greiða fyrstu vextina af Icesave III samkomulaginu á þessu ári. Sú upphæð er mun hærri en kostar að fara í þyrlukaupin.
Ef það er sagt Nei þá ættu að vera til peningar til þess að ganga frá kaupum á þremur þyrlum samkvæmt áætlun. Jafnvel mætti hefja smíði á öðru skipi hér innanlands. Ein slík skipasmíði myndi skapa mjög mörg tækifæri fyrir iðnaðarmenn sem og reynslu fyrir möguleg verkefni.
Landhelgisgæslan hefur mjög stórt björgunarsvæði hér á Norður-Atlantshafi. Skipaumferð stórra skemmtiferðaskipa er orðin mun meiri en Landhelgisgæslan getur ráðið við miðað við núverandi stöðu. Ef neyðarástand skapast þá skiptir tíminn höfuðmáli. Það er ekki alltaf öruggt að það séu erlend björgunarskip nógu nálægt.
Ekki þarf svo að minnast á öryggi fyrir sjómenn okkar sem sjá um að afla drjúgan hlut gjaldeyris.
Svo hefur það sýnt sig að þyrlur skipta höfuðmáli til að bjarga mannslífum vegna slysa á föstu landi, t.d. umferðarslysum.
Ef við getum ekki leyft okkur þetta öryggi af því að það á eyða peningunum í pólitískan gjörning vegna Icesave - þá segir ég NEI við Icesave og styrkjum frekar Landhelgisgæsluna!
Ný þyrla kostar 6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2011 | 00:10
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn
Ég verð bara að segja að ég er gáttaður á þessu. Ég þekki þetta ekki mál persónulega en ef þetta eru vinnubrögð hæstaréttar þá finnst mér eins og hægt sé að komast upp með allt.
Dómarar eiga að gæta réttlætis. Hvað er líklegt og hvað er ólíklegt. Þeir eiga að meta mál frá öllum hliðum. Ef það er einhver göturotta sem getur fengið svona syndalausn út af einhverjum formgalla þá held ég að við séum komin aftur á víkingaskeið: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Sennilega styttist í það að almenningur fer að taka völdin í sínar hendur.
Á móti hverjum hrotta eins og þessum þá eru sennilega 30 gaurar á móti sem geta gripið þá upp með vinstri og löðrungað með hægri þar til viðkomandi segir satt og rétt frá.
Er það samfélag sem við viljum?
Fórnarlambi hótað margsinnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.3.2011 | 10:59
Nei eða já
Í mörg ár áður en bankarnir hrundu þá var augljóst að ríkisreksturinn og þjóðfélagið var rekið á lánum og styrkjum í stað þess að vera sjálfbært. Bankahrunið var fullkomið tækifæri til þess að endurskoða hlutina og breyta hlutunum. Einhverra hluta vegna þá var öllum hlutum í efnhagsmálum klúðrað í kjölfarið.
Íslendingar verða þekktir fyrst og fremst fyrir það að vilja ekki að takast á við vandann.
Ástandið í rekstri hins opinbera og lífeyrissjóða er MJÖG slæmt. Það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna en hún er alls ekki hæf til þess að koma okkur út úr þessu (hún ef jafn hæf og lítið barn sem nýbúið að læra að kveikja eld til þess að geyma púðurgeymslu).
Hvort sem sagt verður nei eða já þá verður róðurinn mjög erfiður framundan. ISK og ESB skipta þar litlu máli því vandinn er stjórnunarlegs eðlis (þjóðin eyðir meira en hún aflar).
Að mínu mati eru mjög miklar líkur á alvöru efnahagshruni innan fárra missera. Þjóðhagfræðilega var bankahrunið bara viðvörun. Við munum ekki geta staðið við skuldbindingar hvort sem sagt verður nei eða já.
Ég segi nei því það gefur öðrum þjóðum vísbendingu um að við viljum breytingu og takast á við vandann. Þá eru meiri líkur að það verði tekið mark á okkur eftir fáein misseri þegar við þurfum raunverulega á hjálp að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2011 | 15:48
Rústabjörgun á eigin skinni?
Ég vona að þetta verði að veruleika en það er varla mark takandi á einu eða neinu sem kemur frá ríkisstjórninni.
Sennilega kemur Steingrímur J. inn í sviðsljósið og fer að rugla um raunhækkun og nafnhækkun miðað efnahagshrun á seinnistríðsárum í fámennu héraði í Kongó. Miðað við niðursveiflu þar þá og hækkandi laun dómara á Íslandi núna þá eru hver íslendingur að meðaltali að græða umfram best settu norðurlöndin í nútíma.
Svo getur þetta líka verið rústabjörgun Jóhönnu vegna dómsins sem hún fékk.
Raunhækkun persónuafsláttar, umfram umsamin loforð, mun hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahagskerfið. Skila sér óbeint með hækkandi tekjum í ríkissjóð vegna veltu á milli aðila. Ríkissjóður hefur nefnilega mestar tekjur af því þegar verðmæti flæða á milli einstaklinga og fyrirtækja.
Stefnt að lækkun skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2011 | 13:38
Þetta má skrifa á skattastefnu yfirvalda
Eins og kemur fram í fréttinni þá er þetta nýtt tæknifyrirtæki hér á Íslandi, sem var mikið haft fyrir að koma á laggirnar og það var alls ekki sjálfgefið að fá slíka starfsemi til landsins.
Það segir sig sjálft að starfsmenn vilja fá kjaraskerðingu bætta upp sem yfirvöld hafa valdið undanfarin ár, bæði síðasta og núverandi ríkisstjórn.
Núna auka yfirvöld skattpíningu á fyrirtækin - með beinum eða óbeinum hætti. Þar af leiðandi gefst lítið svigrúm til þess koma á móts við starfsmenn.
Svona skattaumhverfi og fjármálaóstöðugleiki fælir erlenda fjárfesta frá. Ólíkt yfirvöldum þá hugsa fyrirtæki áratugi fram í tímann - ekki einhverja mánuði eins og stjórnvöld virðast einblína á!
Þetta skrifast allt saman á yfirvöld. Þau klúðruðu efnahagsmálunum. Þegar bankahrunið átti sér stað þá vissu allir að það kæmi verulegur samdráttur og kreppa í kjölfarið. Í stað þess að búa sig undir kreppuna hækkuðu yfirvöld alla skatta og gjöld - sem er eins og að henda lóðum til drukknandi manns.
Becromal er bara eitt dæmi af mörgum fyrirtækjum. Það er bara augljóst dæmi sem birtist í fjölmiðlum þessa dagana.
Segja mikið tjón af verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 05:24
Breiðarvíkurfólkið er að svíkja út fé!
Þetta fólk sem er að biðja um bætur er að svíkja út fé. Það liggur í hlutarins eðli að þetta fólk er fégráðugt. Þetta er hópur fólks sem sækist bara eftir því að komast í spilakassa og eyða í brennivín.
Ég man sérstaklega eftir því að fulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við mig að þetta pakk skipti engu máli því það greiðir hvort eð er ekki fé í ríkissjóð (a.m.k. aumingjar skipta ekki máli!) - gott sem sjálfdautt*
* svona er svarað af fulltrúa nefndarinnar og túlkun mín frá Steingrími J.
Svo er verið að greiða einstakar bætur uppá 30 milljónir til bónda sem er ábyrgur fyrir misnotkun á barni. Sem Steingrímur ráðherra kvittaði uppá!
Sanngirnisbæturnar ræddar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2011 | 17:36
Þetta er nú hinn mesti útúrsnúningur
Á einn eða annan hátt er ríkisábyrgð á lífeyri allra landsmanna. Ríkið er skyldugt að sjá þegnum sínum fyrir grunnframfærslu - hvort viðkomandi hafi lífeyrissjóð eða ekki. Þetta vita lífeyrissjóðir. Ef þeir klikka á sínu þá vita þeir að ríkið er skyldugt að taka við.
Af hverju ekki hætta þessu rugli og viðurkenna að lífeyrissjóðir eru mafíufé sem færir fámenni klíku fé til umráða til að hagnast á persónulega?
Þeir lækka sitt framlag þegar þeir telja sig ekki greitt nógu mikið og láta ríkissjóð greiða á móti. Á móti njóta þeir verndar ríkisins til þess að innheimta fé í lífeyrissjóðina.
Eins og staðan er núna þá er meira fé að flæða inn í lífeyrissjóðina hvern dag en þeir greiða til öryrkja og ellilífeyrisþega. Allt í skjóli þess að þeir geti staðið við skuldbindingar eftir 50-60 ár. Af hverju ekki að standa við skuldbindingar í dag?
Mig langar að bæta við að eftir 50-60 ár þá verður olía af skornum skammti, sennilega munu heimsmarkaðir hrunið a.m.k. fimm sinnum, matvælaverð mun verða svimandi hátt og fleira í þeim dúr. Það sem ég er að benda á er að það er ekki hægt að níðast á fólki í dag vegna þess sem mun gerast eftir hálfa öld! Það er bara ekkert svo öruggt í veröldinni að svo sé hægt.
Vilja afnema ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.2.2011 | 08:42
Skattarnir hafa lækkað!
Ef ég þekki yfirvöld og Steingrím fjármálaráðherra rétt þá verða þau fljót að snúa þessu í skattalækkun!
Sennilega verður sagt:
- Bensínskattar að nafnvirði frá 2008 hafa dregist saman miðað við áætlað framtíðarvirði 2015
- Miðað við VLF, þar sem öll önnur framleiðsla en álframleiðsla er dregin frá, hefur hlutfall á bensínsköttum dregist saman
- Skattar á eldsneyti hafa ekki fylgt launavísitölu dómara
- Skattar á eldsneyti eru alltof lágir á Íslandi því það er til a.m.k. eitt ríki í heiminum sem er með hærri skatta
- Heildartekjur af bensíni í ríkissjóð hafa lækkað í hlutfalli við verðmætasköpun í raforkuframleiðslu á Íslandi frá árinu 1995.
- ... og svo framvegis
Þetta eru auðvita allt kjánalegar staðreyndir en svona eru yfirvöld að reyna að plata hvern og einn daglega.
Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 08:23
Af hverju eru engin fraktskip skráð á Íslandi?
Það vekur upp óneitanlega upp spurningar hjá manni af hverju Íslendingar eiga ekkert fraktskip. Ísland er eyja og það er mest allt flutt til landsins með fraktskipum.
Þar af leiðandi er ekkert fraktskip hjá Eimskip skráð á Íslandi (sjá nánar). Einnig er því haldið fram að allur skipafloti Eimskips sé skráð á skúffufyrirtæki í Færeyjum sem heitir GODA-line Ltd. - hver á það fyrirtæki?
Í fjölmiðlum hefur verið mikið talað um íslenskt skip þegar fjallað hefur verið um strandið. En er það hreinlega ekki della?
Segjum svo að íslendingar eigi einhver flutningaskip, af hverju er verið að skrá þau erlendis? Eru skattar og gjöld of hátt? Eru strangari reglur hér á landi en annars staðar? Hafa íslendingar einhverjum skyldum að gegna gagnvart erlendum skipum eins og Goðafossi?
Goðafoss dreginn á flot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 10:41
Hjá þá dómurum bara?!?
Ég hef nú ekki tekið eftir því að kaupmáttur hafi hækkað. Ég held nákvæmt heimilisbókhald að þar hefur flest allt hækkað, a.m.k. kaupmáttarrýrnun upp á 30% síðast liðna 12 mánuði.
En kannski er þetta bara leikur að tölum. Hér er kannski bara verið að miða við dómara sem fengu 100 þús.kr. launahækkun.
Kaupmáttur hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)