Segjum Nei við Icesave og kaupum frekar þyrlur

Ef ekki væri fyrir þessa Icesave vitleysu þá ætti að vera hægt að halda sig við áætlun og styrkja þessi nauðsynlegu starfsemi sem Landhelgisgæslan er. Ríkisstjórnin segir að það eru til peningar til þess að greiða fyrstu vextina af Icesave III samkomulaginu á þessu ári. Sú upphæð er mun hærri en kostar að fara í þyrlukaupin.

Ef það er sagt Nei þá ættu að vera til peningar til þess að ganga frá kaupum á þremur þyrlum samkvæmt áætlun. Jafnvel mætti hefja smíði á öðru skipi hér innanlands. Ein slík skipasmíði myndi skapa mjög mörg tækifæri fyrir iðnaðarmenn sem og reynslu fyrir möguleg verkefni.

Landhelgisgæslan hefur mjög stórt björgunarsvæði hér á Norður-Atlantshafi. Skipaumferð stórra skemmtiferðaskipa er orðin mun meiri en Landhelgisgæslan getur ráðið við miðað við núverandi stöðu. Ef neyðarástand skapast þá skiptir tíminn höfuðmáli. Það er ekki alltaf öruggt að það séu erlend björgunarskip nógu nálægt.

Ekki þarf svo að minnast á öryggi fyrir sjómenn okkar sem sjá um að afla drjúgan hlut gjaldeyris.

Svo hefur það sýnt sig að þyrlur skipta höfuðmáli til að bjarga mannslífum vegna slysa á föstu landi, t.d. umferðarslysum.

Ef við getum ekki leyft okkur þetta öryggi af því að það á eyða peningunum í pólitískan gjörning vegna Icesave - þá segir ég NEI við Icesave og styrkjum frekar Landhelgisgæsluna!


mbl.is Ný þyrla kostar 6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill. Við erum að hafa þetta. Vindurinn er í seglin. Loksins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefurðu séð hvað er búið að gera við varðskipið Tý?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband