Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn

Ég verð bara að segja að ég er gáttaður á þessu. Ég þekki þetta ekki mál persónulega en ef þetta eru vinnubrögð hæstaréttar þá finnst mér eins og hægt sé að komast upp með allt.

Dómarar eiga að gæta réttlætis. Hvað er líklegt og hvað er ólíklegt. Þeir eiga að meta mál frá öllum hliðum. Ef það er einhver göturotta sem getur fengið svona syndalausn út af einhverjum formgalla þá held ég að við séum komin aftur á víkingaskeið: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

Sennilega styttist í það að almenningur fer að taka völdin í sínar hendur.

Á móti hverjum hrotta eins og þessum þá eru sennilega 30 gaurar á móti sem geta gripið þá upp með vinstri og löðrungað með hægri þar til viðkomandi segir satt og rétt frá.

Er það samfélag sem við viljum?


mbl.is Fórnarlambi hótað margsinnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er mjög einkennilegur dómur Hæstaréttar. Af hverju er verið að hlífa þessum þokkapiltum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.4.2011 kl. 01:22

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Kannski er þetta skýr vísbending um að það eru engin lög sem bíta í landinu. Það eru ekki þannig lög um ofbeldismenn, ekki um fjármálaglæpamenn, ekki um stjórnmálamenn, ekki um nauðgara, ekki um forstjóra, ekki um dópara, ekki um ráðherra.

Kannski eru engin lög hér á landi!

Sumarliði Einar Daðason, 2.4.2011 kl. 03:58

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var eitt sinn rændur í sundlaug Seltjarnarness..veskið mitt og bílyklar hurfu.. lögreglan fann þetta skömmu síðar.. 1-2 dagar.. og afhenti mér tómt veskið og bíllyklana.. við fórum að spjalla um málið og segir hann að lögreglan geti lítið gert því þessi ólanspiltur væri með svo marga dóma á bakinu að þetta mundi ekki breyta neinu (samt gekk hann laus) en lögreglumaðurinn gaf mér hins vegar nafnið heimilsfangið hans ef ég skildi vilja jafna um hann sjálfur.. ágætis lausn svosem :) en þettasýnir hvað dómskerfið er ömurlegt og að lögreglan er vanmátug..

Óskar Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 08:57

4 identicon

Bíðið þið bara. Nú eru Vítisenglar mættir og þeir banka ekki fólk, það einfaldlega hverfur, allavega reynslan frá hinum norðurlöndunum og hvað ætlar Íslenska réttarkerfið þá að gera, með  þessa bláeygðu lagatækna - sem ALLT vita - og sem dæma án rökhugsunar og hugsa ekki út í afleiðingarnar?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:47

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fólk hefur horfið í undirheimum íslands fyrir áratugum síðan.. og þá var ekki Hells angels á íslandi ;) hvar er Valli veira ?

Óskar Þorkelsson, 2.4.2011 kl. 15:35

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég sjálfur veit varla í hvorn fótinn á að stíga í þessu og sambærilegum málum. Ég veit hins vegar að ef þetta er svona þá er verulega illa fyrir okkur komið. Lögreglan er orðin marklaus og tilgangslaus milliliður.

Ég veit til þess að lögreglan er reyna sitt besta en hún þarf á sama tíma að hugsa um hvernig á að réttlæta bensínskostnað við öll verkefni sín. Ef til dæmis að það sé framið bankarán, þá getur lögreglan ekki sinnt umferðareftirliti það sem eftir lifir rekstrarársins. Þetta er ömurlegt ástand.

Sumarliði Einar Daðason, 2.4.2011 kl. 20:45

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hræðilegt að heyra um reynslu þína Óskar. Undir svona kringumstæðum reynir maður allt, jafnvel til örþrifaráða ef ekkert annað dugar.

Öllu verra er þegar hvítflybbagengið veður uppi og sendir okkur langt nef. Er ekki gamla Kaupþingsmafían núna að vaða uppi?

Hún tvöfaldar launin sín: ekki er nein miskunn gagnvart kröfuhöfum né kúguðum viðskiptavinum sem sitja uppi í súpunni. Er skýringin ekki nokkuð augljós að tímar öfga er runnin upp? Hells Engels, Banditos, Hvítflybbagengið?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband