Færsluflokkur: Löggæsla

Netlögga Íslands mun ráðleggja National Security Agency USA

Varðandi aukið eftirlit með netnotkun þá vil ég taka fram að þetta getur aldrei orðið að veruleika enda ekki hægt að framfylgja þessu tæknilega. NSA (National Security Agency - USA) gæti það ekki einu sinni.
 
Þetta væri kannski hægt með því hreinlega slökkva á Internetinu á Íslandi. En þá færi allt samfélagið á hliðina varðandi opinberar stofnanir, banka, fyrirtæki, símasamskipti, ferðaþjónustu, sjúkrahús o.s.frv.
 
Þetta er bara enn eitt polítíska dellumálið sem marg oft er búið að skoða.
 
Það væri hreinlega ódýrara fyrir dómsmálaráðuneytið að gefa "rétthöfum" t.d. 300 milljarða á ári til að vega upp á móti samfélagslegu tjóni að slökkva á Internetinu. Ég held að íslenskir "rétthafar" hafi ímyndað sér að þeir þurfi bara einn milljarð til þess að verða sáttir. Ef það er til tími og peningar þá ætti að stofna sérstaka lögregludeild sem fylgist með að "rétthafar" og "söluaðilar" skili höfundalaunum til íslenskra höfunda. En þá á auðvita eftir að friða erlenda "rétthafa".
 
Ég er sjálfur listamaður og ég hvet alla til þess að virða höfundarétt. Það er fljótt að fréttast út ef einhver er að dreifa einhverju ólöglega - sérstaklega hér á Íslandi. En við ráðum ekki við restina af heiminum.
 
Ef það má auka við netlögguna þá vona ég svo sannarlega að það verði sérstaklega nýtt til þess að rannsaka barnaníð, fíkniefnasölu, hatursglæpi, tölvuárásir o.s.frv. Það myndi nýtast venjulegu löggunni mjög vel til þess upplýsa glæpi sem eru á hennar könnu.
 
Smá húmor í lokin um öfgana. Þetta spilast beint frá All 4, Channel 4 í gegnum Facebook server (er ekki stolið eða vistað á blog.is og er opið almenningi á milli flestra landa).
 

mbl.is Ólöglegt og ómögulegt neteftirlit?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg niðurstaða Fjallabyggðar og lögreglu

Það er auðvita nauðsynlegt að fá svona mál á hreint og lögreglan má ekkert ákveða einhliða hvað á að rukka hverju sinni. Þetta er bara prinsipp mál.

„Fjalla­byggð mun ekki greiða um­rædd­an lög­gæslu­kostnað nema að æðra stjórn­vald eða dóm­stól­ar ákveði að Fjalla­byggð beri að greiða þenn­an kostnað. Fjalla­byggð mun eðli­lega hlíta þeim úr­sk­urði,“ seg­ir á vefsíðu Fjalla­byggðar.


mbl.is Síldarævintýrið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fara svo "löggu" peningarnir?

Ég skrifa þetta blogg bara til þess að vekja umræðu um stöðu lögreglunnar. Ég er hlynntur öflugri löggæslu á landinu öllu og ég tel að lögreglan sé alvarlega fjársvelt miðað við það öryggis- og þjónustuhlutverki sem henni er ætlað að sinna.

Mér skilst að standart gjald fyrir hátíðir sé um 600.000 kr. en hvert fer peningurinn? Er hann eyrnamerktur lögreglunni? Hver ákveður gjaldið? Fer hann í ríkissjóð þar sem hann hverfur í skúffuverkefni stjórnmálamanna?

Ég er á því að lögregluembætti megi ekki hagnast á sektum, gjöldum eða neinu slíku. Það bara má ekki flækja því saman. Þá verða þeir efnameiri betur settir með löggæslu heldur en þeir "fátæku".

Hvað um þá sem ætla að mótmæla við Alþingi? Mega þeir ekki lengur mótmæla nema borga lögreglunni?

Er þetta ekki ávísun á opinbera spillingu?

Hvað með aukningu erlendra ferðamanna til landsins? Má ekki leggja "öryggisgjald" á þá? Þeir valda mjög miklu álagi á lögreglu.

Fyrirvari: Þó ég tali um lögreglu, erlenda ferðamenn, spillingu o.s.frv. þá er ég ekki að draga einn eða neinn í dilka né að saka einn eða neinn um neitt.


mbl.is Verður ævintýrið haldið í óleyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sú eina sem lærir af mistökum?

Í framhaldi af síðasta pistli og það sem er búið að gerast á þessu ári varðandi samskipti borgara við lögreglu. Þá hef ég tekið eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að taka sig alvarlega.

Þetta er ekki bara vinna á milli 18:00 og 06:00 -> heldur markmið að gera lífið betra fyrir alla.

Ég á vin sem er alltaf að rakka lögregluna niður og það finnst mér ósanngjarnt. Það eru ekki allir lögreglumenn glæpamenn. Ég held að 97,9837% lögreglumanna séu meiri lögreglumenn heldur en lögreglan sjálf.

Hins vegar er alltaf erfitt fyrir alla að líta vel út þegar einhver þarf að fást við fjölmiðla og fjölda fólks - sérstaklega á sama tíma. Jafnvel í rauntíma þegar það eru slys, áflog eða ótímabær andlát í heimahúsum.

Hins vegar ætti á milli stríða að gefast góður tími til þess að rækta tengslin við "viðskiptavini".

Ég tók hér nokkur dæmi hvernig sum lögregluembætti nálgast samfélagið í gegnum Facebook. Lögreglan í Reykjavík byggir sína nálgun á fræðslu og samfélag en hin á ótta og yfirburði lögreglu (með byggingum og tækjakosti).

 Facbook lögga


Ríkislögreglustjóri skipi undirmenn sína

Ég rakst á greinina "Ríkislögreglustjóri skipi undirmenn sína" í Viðskiptablaðinu (http://www.vb.is/frettir/95362/) sem fjallar um það að Noregur hefur ákveðið að láta ríkislögreglustjóra sjá um að skipa lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra sína. Landssamband norskra lögreglumanna hefur kallað eftir þessari breytingu um áratugaskeið.

Hér á Íslandi er það Innanríkisráðherra (áður Dómsmálaráðherra) sem skipar í þessi störf. Innanríkisráðherra er auðvita pólitískt embætti og þar getur endað hver sem er, sem á annað borð getur boðið sig fram til Alþingis.

Þar fyrir utan eru íslenskir stjórnmálamenn ekki þekktir fyrir að taka ábyrgð á einu eða neinu. Ekki einu sinni ráðherrar.

Þess vegna getur komið upp sú staða að siðlaus, ábyrgðarlaus og reynslulaus ráðherra skipi í starf sem krefst mikillar ábyrgðar, þekkingar og reynslu. Hingað til, að ég held, höfum við sloppið við að lenda í þessari stöðu með ráðningu á lögreglustjórum.

En hvort ætli sé betra?

Að láta ábyrgðalausa stjórnmálamenn ákveða hverjir verða lögreglustjórar í landinu eða ríkislögreglustjóra sem þarf að standa og falla með starfi sínu?

Hér á Íslandi þarftu eiginlega bara að vera í "rétta" flokknum til þess að verða lögreglustjóri eða aðstoðarlögreglustjóri. Þess vegna eiga sumir mjög góðir lögreglumenn aldrei séns á því að vinna sig upp í starfi.

Það getur oft verið gott að fá "nýtt blóð" í annars íhaldssöm störf. Til að mynda finnst mér vel hafa tekist með Stefán Eiríksson, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Honum, ásamt starfsfólkinu sínu, hefur tekist vel að tengja saman borgara og lögreglu - sérstaklega samvinnu þar á milli.

Starf lögreglumannsins er nefnilega ekki alltaf dans á rósum. Lögreglan þarf oft að sinna dekkstu hliðum samfélagsins, sem flestir sjá bara í bíómyndum eða lesa um í bókum, sem og að sinna öllum slysaútköllum. Svo auðvita að sinna öðrum embættisskyldum eins og að brosa við hátíðlegar athafnir, aðstoða fólk og dýr, ganga erinda sýslumanna, fræða börn um umferðina og fleira í þeim dúr. Með alla þessa flóru er mjög auðvelt að brenna upp í starfi og verða beiskur, þrátt fyrir að sumt bætir annað upp.


Stjórnvöld þurfa að vakna af værum blundi

Það líður varla sá dagur að maður sér í fréttum að lögreglan geti ekki sinnt sínu hlutverki vegna fjárskorts. Það er ótrúlegt að ítrekað skuli lögreglan þurfa að vega og meta hvaða verkefni kunni að vera mikilvægast. Oftar en ekki þarf hún að byggja þá ákvörðun af orðavali og ákveðni þess sem hringir inn og biður um aðstoð. Ástandið er orðið slæmt nú þegar og á sennilega eftir að versna miðað við sinnuleysi stjórnvalda.

Lögreglan á Íslandi er undirmönnuð. Það vantar hátt í 400 lögreglumenn á landsvísu. Samt gera stjórnvöld lítið sem ekkert til þess að laga það ástand.

Á sama tíma eru stjórnvöld að keyra meðvitað upp ferðamannastraum til Íslands sem eykur álag á lögreglu og aðra nauðsynlega þjónustu eins og sjúkrahús. Þó Landsbjörg sé gott starf þá mega stjórnmálamenn ekki stóla endalaust á þeirra sjálfboðavinnu - sem lögregla og landhelgisgæsla ættu að öllu jöfnu að sinna.

Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgara sinna. Síðan reisa minnisvarða um sig, fara í veislur og utanlandsferðir á kostnað ríkisins.


mbl.is Þurftu að fara í annað útkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lögreglan gengin af göflunum?

Ég vil byrja að nefna það að ég þekki til hvorugra málanna sem virðast mest áberandi í fjölmiðlum í dag og eflaust eru margar hliðar á því.

Fyrst les maður um sérsveit sem handtekur 17 ára gamla meri og svo að hátt í tugur lögreglumanna handjárni tvær þrettán ára stelpur eftir háskalegan eltingarleik sem endar með slysi.

Það er sagt mismunandi frá þessu í flestum fjölmiðlum en bæði þessi mál vekja óneitanlega upp spurningar um hvort viðbrögð lögreglunnar hafi verið með viðeigandi hætti.

Í tilfelli hestamannsins með stafinn fyrir utan Stjórnarráðuneyti. Hefði ekki verið hægt að skoða manninn með sjónauka úr fjarlægð? Eða öryggismyndavél? Svo einfaldlega labba til hans og benda honum á að það væri illa séð að vera með hest og staf á þessum stað? Ef það myndi ekki ganga upp þá kalla til lögreglu? Ef venjuleg lögregla myndi ekki ráða við 17 ára gamla merina og bóndann með göngustafinn, þá yrði kölluð til sérsveit?

Í dæmi stúlknanna sem voru handjárnaðar. Hefði ekki bara verið hægt að veita þeim rólega eftirför þar til þær yrðu orkulausar, annað hvort þær sjálfar eða þegar hjólið væri orðið rafmagns- eða bensínlaust?

Þegar ég var krakki þá beitti lögreglan öðrum aðferðum við að ná til okkar. Ef maður "ók" til dæmis um á ljóslausu reiðhjóli þá var maður ekki eltur uppi heldur minntur á slysahættuna næst þegar náðist til manns og sagt frá slysum sem af því kunna hljótast. En maður var ekki settur í handjárn. Hér er ég í kaldhæðni að benda á öfga í þessu máli. Það er auðvita munur á því að vera á ljóslausu reiðhjóli og vera að reiða einhvern á vespu og jafnframt sinna ekki stöðvunarskyldu lögreglu. En þær eru langt frá því að teljast hættulegir meðlimir Hells Angels.

Lögreglan á að vera sérstaklega þjálfuð í því að bregðast við mismunandi aðstæðum og aldrei beita harðara úrræði en nauðsyn krefur. Það er kennt að bregðast öðruvísi við ógn frá 13 ára stúlkubarni eða sturluðum þrekvöxnum þekktum glæpamanni í dópvímu. Þetta er lykilatriði í starfi lögreglumannsins.

Það má segja að háttarlag lögreglunnar hafi hún stofnað lífi stúlknanna í hættu og það er mildi að ekki fór verr. Það má ekki gleyma því að sumir krakkar eru einfaldlega hræddir við lögregluna. Það rekst kannski á fréttir um lögregluofbeldi, bæði hérlendis og erlendis, eða sér í bíómyndum þar sem lögreglan er skúrkurinn. Sumir krakkar eru því kannski með ímyndaðan ótta gagnvart lögreglu.

Enn og aftur vil ég ítreka að ég þekki alls ekki til málanna og tengist þeim á engan hátt. Ég var bara hissa þegar ég las um þetta í fjölmiðlum og umsagnir á Internetinu. Eflaust er þetta litað með einhverjum hætti í fjölmiðlum og Internetið er auðvita bara eins og það er.

En ljósmyndirnar af handjárnuðum stúlkunum og öllum lögreglumönnunum ljúga ekki. Hún ein og sér er afar slæm fyrir ímynd lögreglunnar hér á Íslandi. Tali maður ekki um sálræna þáttinn í þessu fyrir stúlkurnar sem eru auðvita rétt að mótast fyrir komandi lífstíð. Bóndinn ætti hins vegar að vera ýmsu vanur, sem og 17 ára gamla merin.

Mun vægari mál hafa vakið athygli heimspressunnar.


mbl.is Börn veittust að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að stinga höfðinu í sand

Ég persónulega er búinn að fá leið á því að ný frjálsir fangar geti bara valsað um frjálsir og hótað mér og fjölskyldu minni. Það er vitað mál að fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri. Dópdreifing í fangelsum er ekkert minni en í miðbæ Reykjavíkur og net- og símanotkun (til þess að taka þátt í fyrri hegðun) er algengari en krakkar í grunnskólum komast upp með (ég er að benda á að aginn er meiri í grunnskólum).

Það líða oft misseri áður en glæpamenn eru vistaðir í fangelsum hér á landi frá því að þeir voru dæmdir. Á undan því þá voru kannski mál þeirra að velkjast um í kerfinu næstum því út fyrningarfrest á lögbrotinu.

Ég er ekki afbrotasérfræðingur en ég veit það allavega að fangelsiskerfið hér á Íslandi hefur engan fælingarmátt varðandi glæpamenn sem almenningur á að fá frið fyrir.

Auðvita eru sumir sem þurfa að taka út refsinguna sína samkvæmt lögum og læra af því. Ég er ekki að halla á þá einstaklinga.

En svo eru það hinir sem eru reglulegir fastagestir og fyrir þeim er þetta bara frí. Fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri og stjórnvöld bera ábyrgð á því. Það væri ágætis byrjun á því að banna fíkniefni í fangelsum og banna notkun nets og farsíma. Ef fangelsisstofnun tækist það bara í tvo daga eða svo þá myndu sumir fangar kannski upplifa fangelsi sem ávísun á að það væri kominn tími til þess að hugsa sín mál.

Ég get ómögulega talist blóðþyrstur því ég hef oft verið tekinn fyrir sem lögreglumaður af "ný-frjálsum" föngum þar sem á ekki bara að berja mig í tætlur heldur líka nauðga dóttur minni: og ég sem er ekki einu sinni lögreglumaður né á dóttir!

Hvernig er eiginlega lífið hjá raunverulegum lögreglumönnum?


mbl.is „Gegnsýrt af hatri og heift“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ólíðandi staða

Lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og tryggir öryggi okkar eftir fremsta megni. Lögreglan kemur yfirleitt fyrst að slysum, hjálpar fólki í neyð og aðstoðar ógæfufólk að finna réttan farveg.

Miðað við ríkisfjárlög undanfarin 10 ár þá hafa framlög til lögreglu minnkað hvert einasta ár að raunvirði. Þessi niðurskurður tengist kreppunni ekkert. Að nafnvirði hafa framlög verið nokkurn vegin þau sömu ár eftir ár.

Á sama tíma hefur samfélagið breyst og það er orðin meiri harka í samfélaginu og það er mun meiri fjölbreytni í íbúasamsetningu. Í venjulegum samfélögum á maður að sjá einn og einn lögreglumann að labba um á meðal borgara. Það var þannig hér á Íslandi áður.

Nú hefur lögreglan engan tíma til neins nema sinna alvarlegum neyðarútköllum og einhverjum formlegum erindagjörðum embættismanna.

Viljum við samfélag þar sem hver og einn þarf að stóla á einkarekin öryggisfyrirtæki til þess eins að búa í þessu samfélagi?

Ég er ekki að tala um að fylla allar götur af lögreglumönnum, heldur að þjónustan sem lögreglumenn veita verði alla vega meiri en í þróunarlöndum. Þetta er allt í hendi alþingismanna og ráðherra. Það eru þeir sem forgangsraða hlutunum.


mbl.is „Þetta er vond staða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að vera eins kurteis og ég get

Okey, eigum við ekki bara að senda öll skipin okkar og flota til Zues-skurðar. Leggjum allar þyrlur og flugvélar niður líkar. Þetta skiptir engu máli. Þetta er áætlaður fórnunarkostnaður.

Þetta eru félagar mínir þarna um borð. Ef þetta klikkar þá mun ég ekki hlusta á eitthvað stjórnmálakjaftæði eða sparnað... til þess að moka pening í fólk sem eru svikarar og lygarar!


mbl.is Ægir sendur af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband