Þetta má skrifa á skattastefnu yfirvalda

Eins og kemur fram í fréttinni þá er þetta nýtt tæknifyrirtæki hér á Íslandi, sem var mikið haft fyrir að koma á laggirnar og það var alls ekki sjálfgefið að fá slíka starfsemi til landsins.

Það segir sig sjálft að starfsmenn vilja fá kjaraskerðingu bætta upp sem yfirvöld hafa valdið undanfarin ár, bæði síðasta og núverandi ríkisstjórn.

Núna auka yfirvöld skattpíningu á fyrirtækin - með beinum eða óbeinum hætti. Þar af leiðandi gefst lítið svigrúm til þess koma á móts við starfsmenn.

Svona skattaumhverfi og fjármálaóstöðugleiki fælir erlenda fjárfesta frá. Ólíkt yfirvöldum þá hugsa fyrirtæki áratugi fram í tímann - ekki einhverja mánuði eins og stjórnvöld virðast einblína á!

Þetta skrifast allt saman á yfirvöld. Þau klúðruðu efnahagsmálunum. Þegar bankahrunið átti sér stað þá vissu allir að það kæmi verulegur samdráttur og kreppa í kjölfarið. Í stað þess að búa sig undir kreppuna hækkuðu yfirvöld alla skatta og gjöld - sem er eins og að henda lóðum til drukknandi manns.

Becromal er bara eitt dæmi af mörgum fyrirtækjum. Það er bara augljóst dæmi sem birtist í fjölmiðlum þessa dagana.


mbl.is Segja mikið tjón af verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband