Færsluflokkur: Bloggar

Skip frá Antigua and Barbuda?

Ég er búinn að vera að fylgjast með þessu í fréttum bæði innanlands og erlendis. Erlendis er vísað í þetta sem íslenskt skip.

Er þetta íslenskt skip? Það er skráð í Antigua and Barbuda sem er eyja á Karabíska hafi.

Eftir því sem ég best veit þá eiga íslendingar ekkert flutningaskip, þrátt fyrir að við erum eyja á Atlantshafi.


mbl.is Olíubrák hefur náð landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta útgáfan hingað til

Ég er búinn að vera að prófa IE9 beta í nokkra mánuði og það voru hnökrar á honum eins og gefur að skilja með beta útgáfur.

Hins vegar setti ég upp RC* útgáfuna í gær og hún lofar góðu. Að mínu mati besta útgáfan af IE hingað til. Það er hægt að nálgast RC útgáfuna á þessari slóð: http://www.beautyoftheweb.com/

Ég nota líka Firefox, Chrome og Opera daglega (vinn við forritun) og ég verð að segja að IE9 er kominn á þeirra stall. Microsoft hefur vandað sig við þessa útgáfu.

RC þýðir "Release Candidate" og táknar þá útgáfu af forritinu sem líklegast er til þess að vera notað í endanlegri útgáfu (fjöldadreifingu) nema að upp komi alvarlegir gallar.


mbl.is Microsoft sviptir hulunni af Internet Explorer 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsögn bæjarstjóra?

Þó einhverjir lögfræðingar segi að það er ekkert beint í lögum eða samningum sem banni ákveðna hegðun þá er það nú bara þannig að það er treyst líka á almennt siðferði og réttlætiskennd.

Í venjulegum siðmenntuðum löndum myndi bæjarstjórinn segja af sér þegar svona siðleysi og bruðl kemst upp.

Það eru meðal annars svona hlutir sem eru búnir að keyra þjóðfélagið í kaf. Þetta mál er aðeins lítið sýnishorn af misnotkun SUMRA opinberra starfsmanna á opinberu fé. Sem betur fer er meirihluti opinberra starfsmanna með hreina samvisku - en hinn siðlausi hlutinn er alltof dýr fyrir samfélagið.


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaembættið er þarna líka

Einn af þeim sjóðum sem ekki hafa skilað inn þessum gögnum er Bókasjóður forsetaembættisins að Bessastöðum. Hann hefur ekki skilað inn gögnum síðan 1988. Hann var stofnaður 1969.

Það væri frekar furðulegt ef fulltrúar sýslumannsins á Sauðárkróki bönkuðu upp á Bessastöðum.

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og því engin furða að aðrir sjóðir og fyrirtæki fylgi fordæmi forsetans.

Grin


mbl.is 280 sjóðir hafa ekki skilað ársreikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gera úlfalda úr mýflugu

Bond, Hómer BondMiðað við umfjöllunina af þessu máli þá lítur allt út fyrir að það sé verið að gera úlfalda úr mýflugu.

Svo lengi sem tölvan hefur ekki sprungið og brunnið til kaldra kola, eins og í njósnamynd, þá ætti að vera hægt að opna harða diskinn og skanna allt efni sem hefur verið á honum. Sæmilegir tölvumenn ættu að geta gert það hér innanlands. Í versta falli er hægt að senda diskinn erlendis og láta lesa diskinn þar.

Þó gögnum sé eytt af diskum og jafnvel þó diskurinn formataður mörgum sinnum þá er hægt að ná í gögn af honum mörg ár aftur í tímann. Fólk flaskar einmitt á þessu þegar það er að selja gamlar tölvur eða henda gömlum diskum.

"Góðir" tölvuþrjótar og "njósnarar" myndu eflaust nýta sér aðra veikleika til þess að komast yfir gögn ef þeir ætluðu sér það - en ekki skilja eftir hardcore sönnunargögn inná skrifstofu Alþingis.


mbl.is Fagmaður að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítum okkur nær

Ég veit af því að það má ekki minnast á þetta. En yfirvöld hér á landi virðast geta hjálpað öllum öðrum en sínum eigin. Þetta útspil er bara hégómi "yfirvalda" til þess að koma "persónum" í góðar stöður hingað og þangað í stofnunum á alþjóðavettvangi.

Það eru sennilega yfir 4.000.000.000 manns á jörðinni sem vilja fá að koma til Íslands. Það er sennilega verið að drepa og nauðga hundrað mönnum, konum og börnum í heiminum á meðan ég skrifa þetta blog.

Ef einhver frá Færeyjum sækir til Íslands af því hann er pólitískur flóttamaður - þá yrði sá sami sendur til baka á rekfleka án nestis með miða frá yfirvöldum: "Við viljum ekkert félagsmálapakk hingað til Íslands!"

Á sama tíma er ekki hægt að aðstoða fólkið í landinu sem hefur vart á milli hnífs og skeiðar. Mér dettur helst í hug orð Ingibjargar Sólrúnar: "Þið eruð ekki þjóðin" sem þýðir að mínu mati "Þið eruð ekki Sameinuðu þjóðirnar!"  ...sem reddar mér góðri stöðu hjá mikilvægari stofnun í ellinni.

Þetta lýsir einna best hvað yfirvöld eru langt frá þjóð sinni. Til hliðsjónar má nefna Kim Jong-il hagar sér líka svona gagnvart þjóð sinni.


mbl.is Flóttamenn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum ekkert með ferðaþjónustu að gera!

Það er augljóst mál, a.m.k. hjá þeim sem fylgjast með efnahagslífinu, að það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að kæfa allt niður sem mögulega getur hjálpað okkur úr kreppunni. Leggja skatta á allt sem sýnir lífsmark og getur reynst okkur vel - í stað þess að styrkja það.

Ríkið skal umfram allt fá sína mjólk þó það þurfi að slátra beljunni!

Þetta kallast að pissa í skóinn sinn.

Þar fyrir utan verða þessir peningar notaðir í allt annað en það sem þeir eru eyrnamerktir við. Sem dæmi má nefna afnotagjöld sjónvarps, framkvæmdasjóð aldraðra, iðnaðargjald, bensínskatta, áfengisskatta og svo lengi mætti telja. Hafði ákveðin markmið í upphafi en eru núna notað til að drýgja einkahól yfirvalda. Alveg eins og í Animal Farm.

Steingrímur hefur sagt það opinberlega að það komi engum við hvernig ríkið ráðstafar sínum tekjum.


mbl.is Mjólkurkúnni verði ekki slátrað með auknum gjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ljót sóun á skattfé

Ég ætla ekki að hylla þeim sem fremja lögbrot en að mínu er þetta ljót sóun á skattfé.

Níu húsleitir á Íslandi út af höfundarétti? Af hverju eru ekki 9.000 húsleitir út af efnahagshruninu hér á landi?

Það hlýtur að vera eitthvað stórt mál í gangi sem tengist íslenskum rétthöfum.


mbl.is Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð þróun

Það er jákvætt að það skuli vera stöðvað að óprúttnir aðilar skuli vera að græða á hugverkum annarra.

Næsta skref er að stöðva óréttmæta innheimtu höfundarétthafa á gjöldum sem er tekin af tómum geisladiskum, skrifurum, upptökutækjum, rafeindabúnaði o.þ.h. hér á landi.

Jafnt verður að ganga yfir alla!


mbl.is Fagna dómi yfir Pirate Bay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fáránlegt!

Við þurfum síst af öllu að draga úr störfum lögreglu. Þeir ná ekki einu sinna að sinna öllu í dag og ástandið í samfélaginu fer versnandi.

Væri ekki nær að draga úr fitu landsins (svo sem sendiráðum og óþarfa stofnunum) heldur en að vega að öryggi íbúa þessa lands? Kannski eru þetta skýr skilaboð til lögreglu að hún eigi ekki að verja Alþingishúsið við næstu mótmæli til þess að spara. Það kostar víst sitt.

Það verður bráðum engin ástæða til þess að búa hér á landi. Police


mbl.is Verður að draga saman seglin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband