Færsluflokkur: Bloggar
26.8.2011 | 00:39
Þetta er hárrétt hjá Bjarna
Verðbólgan viðvarandi vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 11:35
Það er ekki tap hjá þjófi að skila ránsfeng
Nú er það ekki endilega þannig að allar lánastofnanir, ef einhverjar, hafi brotið núgildandi lög um verðtryggð lán. En það stendur skýrt í lögum að einungis eigi að reikna verðtryggingu af hverri afborgun fyrir sig - EKKI HÖFUÐSTÓLI eða vöxtum.
Ef einhverjir eru að uppreikna höfuðstólinn til þess að finna út verðtryggingu og svo að reikna vexti ofan á allt saman þá eru þeir að brjóta lög. Enn frekar versnar það ef einhverjir hafa verið að reikna verðbætur ofan á verðbættan höfuðstólinn.
Ef einhverjir hafa verið að brjóta lög og ofrukkað, þá verða þeir að sjálfsögðu að skila ránsfengnum til baka að viðbættu einhverjum skaðabótum fyrir tjónið, til dæmis í formi vaxta. Að sjálfsögðu þurfa þeir sömu að bæta brotaþola annað tjón sem gæti hafa hlotist af þessu t.d. ef eignir hafa verið boðnar upp eða ef einhver innheimtukostnaður hafi lagst ofan ólöglegar kröfur.
Það verður ekkert tap hjá þeim sem ofrukkaði og það þarf að skila "þýfinu" til eigandans. Viðkomandi græddi bara ekki á svikunum. Hins vegar getur þetta að sjálfsögðu valdið tapi ef tjónþoli fer fram á skaðabætur umfram leiðréttingu.
Gætu þurft að afskrifa milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2011 | 19:50
Þetta hlýtur að vera ólöglegt hjá Katrínu
Ég hef ávallt staðið í þeirri trú að ólöglegt sé að setja lög sem ná bara til eins aðila sérstaklega. Þarna er ekki verið að ræða um stopp á öllu flugi á landinu. Það eru mörg flugfélög sem fljúga hingað daglega. Viðskiptin færast bara til og Icelandair skapar sér skaðabótaskyldu gagnvart farþegum.
Hvað verður næst? Þeir sem eru með lögheimili fyrir norðan heiði, aka um á gömlum bláum eyðslusömum Volvo og móðga þjóðina í Kastljósi, af því þjóðin vill ekki kaupa tvinnbíla, mega ekki vera fjármálaráðherrar.
Hér er ég bara að benda á hversu allt saman er öfugsnúið í okkar þjóðfélagi.
Auðvita má ekki setja einhver neyðarlög á starfsmenn hjá einu fyrirtæki. Það eru fleiri fyrirtæki sem fljúga og sigla með farþega til og frá landinu. Í reynd þá eiga yfirvöld ekki að skipta sér af einkafyrirtækjum með þessum hætti.
Þess ber að geta að margir af stærstu lífeyrirsjóðum landsins fjárfestu í Icelandair. Skyldi lífeyrir aldraðra og öryrkja í dag rýrna með þessum verkfallsaðgerðum?
Lagasetning möguleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2011 | 12:21
Góðar eða slæmar fréttir?
Þetta eru að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir þá sem eiga allt eða að mestu leyti í fasteign sinni. 25 milljónarkróna eign er kominn upp í 27,5 milljónir. Þetta þýðir bókhaldslegan hagnað upp á 2,5 milljónir sem eru næstum árslaun hjá sumum hér á landi. Hjá sumum hærra en öðrum minna. Hjá einhverjum tap.
Þetta lækkar í fyrstu veðsetningarhlutfall margra sem eru með eignina veðsetta. Núna geta fleiri bætt við sig lánum eða þeir, sem voru með fullnýtt veðhlutfall (jafnvel vel yfir), bætt samninga sína.
Þetta styrkir einnig stöðu íbúðarlánasjóðs og bankastofnana þar sem veðlánasafn þeirra styrkist á pappírum.
Það neikvæða er að þetta endurspeglar virði krónunnar og jafnvel styrkir verðbólguvítahringinn sem þjóðhagkerfið virðist AFTUR vera fallið í. Eftir fáeina mánuði munu verðtryggð lán og samningar hækka. Skrípaleikurinn heldur áfram.
Þess ber að geta að mikil hækkun á fasteignamarkaði er yfirleitt hættumerki um þennslu og jafnvel bólur sem geta sprungið með afleiðingum sem við þekkjum öll.
Það má að sjálfsögðu deila um hvort tiltölulega fáir kaupsamningar eigi að hafa svona víðtæk áhrif á allan markaðinn og lífskjör í landinu.
Fasteignamat hækkar um 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2011 | 21:50
Er skyldulífeyrissjóður landsmanna bakábyrgð óreiðumanna?
Það er staðreynd að allir í einkageira eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð. Nú um stundir stendur til að hækka skyldugreiðslurnar upp í 15,5%. Því er haldið fram að þetta séu ekki skattar - AGS lítur þó á þetta sem skatta!
Almenna reglan er að lífeyrissjóðir í almenna kerfinu fjárfesti aðeins í bréfum sem teljast mjög örugg!
Að ætlast til þess að lífeyrissjóðir hlaupi undir bagga til þess að bjarga óreiðusveitarfélagi* hlýtur að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöllum fyrir eigendur lífeyrissjóða. Ef enginn í öllum heiminum vill lána Hafnarfjarðarbæ - af hverju ættu þá lífeyrissjóðir að leggja til þeirra fé? Til þess að skera niður lífeyri sjóðsfélaga sinna eftir tvö til þrjú ár?
* sveitarfélög sem tóku lán í erlendri mynt á meðan þau höfðu tekjur sínar í innlendri mynt er engin vorkunn.
Hafnarfjörður leitar til lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2011 | 17:23
Greiningardeild Arion banka virðist skynsamari en seðlabankinn
Það er augljóst að greiningardeild Arion banka er ekki að horfa á efnahags- og atvinnulífið með blinda auganu eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin.
Það væri óskandi að stjórnvöld tækju mark á raunverulegum tölum Hagstofunnar - og jafnvel kynni sér ástandið á heimilum og hjá fyrirtækjum.
Vona að skynsemi ráði áfram för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 11:19
Er Seðlabanki Íslands genginn af vitinu?
Mér finnst ótrúlegt að Már Guðmundsson skuli koma með yfirlýsingar um að búast megi við vaxtahækkun á næstunni vegna verðbólguhorfa. Verðbólgan sem er framundan er fyrst og fremst vegna skattahækkana og gjaldskráhækkana ríkisstjórnar og opinberra aðila. Einnig vegna hækkandi innkaupsverðs á aðföngum. Heldur seðlabankastjórinn að hærri stýrivextir á Íslandi muni lækka heimsmarkaðsverð á olíu og hveiti?
Verðbólga á Íslandi er ekki vegna eftirspurnar. Flest öll fyrirtæki sem eru ekki í einokunarstöðu eru að reyna að halda verðinu niðri og hafa gert það í þó nokkurn tíma - þrátt fyrir að allt hafi hækkað. Í raun hefði átt að koma hér 100-200% verðbólga eftir klúður seðlabankans sem átti stóran þátt í hruninu.
Þessi litla launahækkun sem var samið um síðast nær ekki einu sinni að halda í við kaupmáttarrýrnun. Fólk er ekki fífl.
Fjárfestingar hafa dregist verulega saman undanfarið og ef stýrivextir hækka þá mun draga meira úr þeim.
Ég tel að ríkisstjórn og seðlabankinn þurfi að fara að hafa faglegt samráð um á hversu stuttum tíma þau ætla að rústa efnahagslífi þjóðarinnar. Þau eru greinilega að stefna að sama markmiði. Það væri bara sanngjarnt fyrir almenning að fá að vita hvaða dag þau ætla að vera búin að ná sínu markmiði.
Vaxtahækkun líkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2011 | 14:13
Þetta er því miður satt
Ég tek undir það sem Ragnar Árnason segir. Núverandi ríkisstjórn er svo langt frá því að vera að leiða þjóðina úr kreppu að það er sorglegt að horfa uppá það. Þeim tekst að gera allt öfugt miðað við það sem telst eðlilegt hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum við svipaðar aðstæður.
Ef núverandi ríkisstjórn ætlaði að bjarga drukknandi manni úr sjó þá myndi hún henda steðja til viðkomandi og stofna síðan nefnd til þess að ræða hvort steðjinn hefði átt að vera svartur eða grár. Umræða um björgunarhring myndi aldrei komast að.
Dýrkeypt efnahagsstefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2011 | 14:34
Munu geimverur gera innrás um leið? :-)
Ég hef alltaf gaman af heimsendaspám. Fyrir tilviljun rakst ég á fróðleik um Elenin halastjörnuna sem mun vera mjög nálægt jörðu í lok október 2011. Þá mun víst allt fara úrskeiðis hér á jörðinni (jarðskjálftar, flóð, eldgos, umpólun og þess háttar). Það fylgir ekki sögunni að geimverur muni gera innrás um leið - en hver veit?
Fyrir þá sem hafa gaman af þessu líka þá er hægt að leita eftir "Comet Elenin" á Google og þá koma allar "staðreyndir" í ljós!
Lofsteinn milli jarðar og tungls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2011 | 09:06
Skipta fáeinar krónur engu máli?!?
Mér sýnist fjármálaráðherra vera búinn að missa allt vit ef hann heldur því fram að fáeinar krónur skipta litlu máli. Stór hluti heimila á landinu er að berjast við að nýta hverja einustu krónu bara til þess að framfleyta sér. Bensínsverðið fer auk þess beint í vísitöluna sem hækkar allar verðtryggingar, t.d. húsnæðislán.
Þar að auki er þessi tekjustofn ekki nýttur nema að litlu leyti til vegamála. Að stærstum hluta er hann nýttur til þess að bjarga fjármálaóstjórn íslenska ríkisins, bæði fortíðar og nútíðar.
Ef fjármálaráðherra lítur svona niður á fáeinar krónur þá er ég ekkert hissa á því að ekkert þokast áfram í að koma efnahagsmálum á Íslandi á réttan kjöl. Hann er jú vanur því að deila 30 milljónum til einkaaðila samkvæmt svartri skýrslu ríkisendurskoðunar.
Bensínlækkun breytti litlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)