Hvað gera Færeyingar betur en Íslendingar?

Það vekur furðu mína að Færeyingar geta boðið betra umhverfi heldur en Íslendingar. Eru lög Íslendinga svona óhagkvæm? Er ekki betra að lækka gjöldin til þess að vera samkeppnishæf við Færeyjar? Betra að fá eitthvað heldur en ekki neitt?
Eða snýst þetta um laun starfsmanna á þessu skipum? Ef svo er bendir þá það ekki til þess að það er of dýrt að lifa hér á landi?

Það er alla vega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. Það er þó bót í máli að Eimskip skráir skip sín í Færeyjum en ekki á eitthvað land sunnar á hnettinum.

En eitthvað hlýtur að vera gallað fyrst Eimskip (og væntanlega Samskip líka) geta ekki skráð sín eigin skip í heimahöfn.


mbl.is Eimskip sigla undir færeyskum fána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Eimskip hefur í áraraðir skráð skip sín í skattaskjólum suðrænna eyja en eru að breyta þessu nú. Þetta fyrirtæki getur alveg risið undir því að skrá skipin á Íslandi. Hér ráða hins vegar eingöngu gróðasjónarmið. Stjórnendur fyrirtækisins gorta væntanlega af því hve þeir finna til mikillar samfélagslegrar ábyrgðar ef og þegar þeir leggjast inn á spítala hér á landi eða þurfa aðra samfélagsþjónustu. Svei þeim!

Örn Gunnlaugsson, 22.12.2018 kl. 11:29

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú býrð væntanlega hér á landi Sumarliði og ættir því að vera farinn að átta þig á umhverfinu. Hér er þjóðfélagsumræðunni stjórnað af fólki sem er svo skekkt í hugsun að það telur tilslakanir vera ríkisstyrki.

Ef skattalögum hér á landi yrði breytt til samræmis við t.d. þá löggjöf í Færeyjum, þannig að skipafélögin gætu skráð sín skip hér á landi og ríkissjóður fengi því einhverja peninga, væru allir fjölmiðlar fullir af bulli um að verið væri að "hygla" eigendum skipafélaganna með skattalækkunum. Bloggarar og "virkir í athugasemdum" færu hamförum og fjöldafundir yrðu haldnir um alla borg, til að fordæma þessa "ósvífni" stjórnvalda.

Ekkert er betra en lítið, er hugsun vinstra liðsins, sem samkvæmt fréttum síðustu daga virðist ekki hafa hundsvit á peningum!

Og þar sem kjarkur þingmanna er svona yfirleitt af skornum skammti auk þess sem sumir þeirra telji það sína heilögu skildu að fara eftir því sem fjölmiðlar búa til og "virkir" apa eftir, er ekki von til að þetta breytist í náinni framtíð.

Hitt er þó huggun harmi gegn að Færeyingar fá nú skattaskerf Eimskipa en ekki einhver eyja suður í Karíbahafi, eins og áður var.

Gunnar Heiðarsson, 22.12.2018 kl. 12:20

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég bý hér á landi og mér hef ávallt verið hissa á því af hverju skipin eru ekki skráð hér. Það ætti að vera akkur í því að skrá þau hér á landi. Enn eins og Gunnar bendir á þá getur verið að einhverjir finni að því. Ef ég myndi stjórna þá myndi ég frekar lækka skatta hér á landi heldur en að úthýsa þessum skipum - og þola smá gagnrýni.

Sumarliði Einar Daðason, 22.12.2018 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband