Nei eða já

Í mörg ár áður en bankarnir hrundu þá var augljóst að ríkisreksturinn og þjóðfélagið var rekið á lánum og styrkjum í stað þess að vera sjálfbært. Bankahrunið var fullkomið tækifæri til þess að endurskoða hlutina og breyta hlutunum. Einhverra hluta vegna þá var öllum hlutum í efnhagsmálum klúðrað í kjölfarið.

Íslendingar verða þekktir fyrst og fremst fyrir það að vilja ekki að takast á við vandann.

Ástandið í rekstri hins opinbera og lífeyrissjóða er MJÖG slæmt. Það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna en hún er alls ekki hæf til þess að koma okkur út úr þessu (hún ef jafn hæf og lítið barn sem nýbúið að læra að kveikja eld til þess að geyma púðurgeymslu).

Hvort sem sagt verður nei eða já þá verður róðurinn mjög erfiður framundan. ISK og ESB skipta þar litlu máli því vandinn er stjórnunarlegs eðlis (þjóðin eyðir meira en hún aflar).

Að mínu mati eru mjög miklar líkur á alvöru efnahagshruni innan fárra missera. Þjóðhagfræðilega var bankahrunið bara viðvörun. Við munum ekki geta staðið við skuldbindingar hvort sem sagt verður nei eða já.

Ég segi nei því það gefur öðrum þjóðum vísbendingu um að við viljum breytingu og takast á við vandann. Þá eru meiri líkur að það verði tekið mark á okkur eftir fáein misseri þegar við þurfum raunverulega á hjálp að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Finnar sækja um 30% þjóðartekna sinna í útflutning. Þykir styrkleika merki.  2010 var þetta 40% hér. Vextir og sparnaður reiknast ekki til þjóðartekna heldur koma af þeim. Er tekið af tekjunum sem innhalda líka það sem fer í laun til samfélgsins [Ríkis og sveitarfélaga]. 

Júlíus Björnsson, 27.3.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ef þú lítur á vöruskiptajöfnuð undanfarna áratugi þá sérðu að við höfum nánast alltaf verið með neikvæðan. Þau fáu ár sem hafa verið jákvæð ná ekkert að dekka þau neikvæðu við.

Við erum mjög háð innflutningi og allt samfélagið lamast mjög fljótt á flestum stigum ef innflutningur stoppast að einhverju ráði. Þetta var það sem AGS var fyrst og fremst að bjarga okkur með. Það voru bara nokkrir dagar af olíu og sumum lyfjum til í landinu áður en AGS lánið kom.

Sumarliði Einar Daðason, 29.3.2011 kl. 08:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frá um 1983 fóru um ræður að byrja um EES aðild á fullu og ég var spenntur fyrir Íslands hönd að fá tækifæri til spreyta sig í keppni á innri mörkuðum EU.  Hélt fyrir að öll fækkun smá fyrirtækja hér væri til að uppstæri einingum hæfari til keppni.  Það liðu ekki mörg ár eftir 1994 að mig fór gruna  hér var alls ekki sóst eftir að komast í neina gróða keppni fyrir Ísland almennt. Það var sóst eftir að komast í erlendar fjarfestingar og ódýrt vinnuafl eingöngu í þágu mikils minnihluta Íslendinga. 

Júlíus Björnsson, 29.3.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband