15.6.2011 | 17:23
Greiningardeild Arion banka virðist skynsamari en seðlabankinn
Það er augljóst að greiningardeild Arion banka er ekki að horfa á efnahags- og atvinnulífið með blinda auganu eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin.
Það væri óskandi að stjórnvöld tækju mark á raunverulegum tölum Hagstofunnar - og jafnvel kynni sér ástandið á heimilum og hjá fyrirtækjum.
Vona að skynsemi ráði áfram för | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 11:19
Er Seðlabanki Íslands genginn af vitinu?
Mér finnst ótrúlegt að Már Guðmundsson skuli koma með yfirlýsingar um að búast megi við vaxtahækkun á næstunni vegna verðbólguhorfa. Verðbólgan sem er framundan er fyrst og fremst vegna skattahækkana og gjaldskráhækkana ríkisstjórnar og opinberra aðila. Einnig vegna hækkandi innkaupsverðs á aðföngum. Heldur seðlabankastjórinn að hærri stýrivextir á Íslandi muni lækka heimsmarkaðsverð á olíu og hveiti?
Verðbólga á Íslandi er ekki vegna eftirspurnar. Flest öll fyrirtæki sem eru ekki í einokunarstöðu eru að reyna að halda verðinu niðri og hafa gert það í þó nokkurn tíma - þrátt fyrir að allt hafi hækkað. Í raun hefði átt að koma hér 100-200% verðbólga eftir klúður seðlabankans sem átti stóran þátt í hruninu.
Þessi litla launahækkun sem var samið um síðast nær ekki einu sinni að halda í við kaupmáttarrýrnun. Fólk er ekki fífl.
Fjárfestingar hafa dregist verulega saman undanfarið og ef stýrivextir hækka þá mun draga meira úr þeim.
Ég tel að ríkisstjórn og seðlabankinn þurfi að fara að hafa faglegt samráð um á hversu stuttum tíma þau ætla að rústa efnahagslífi þjóðarinnar. Þau eru greinilega að stefna að sama markmiði. Það væri bara sanngjarnt fyrir almenning að fá að vita hvaða dag þau ætla að vera búin að ná sínu markmiði.
Vaxtahækkun líkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2011 | 14:13
Þetta er því miður satt
Ég tek undir það sem Ragnar Árnason segir. Núverandi ríkisstjórn er svo langt frá því að vera að leiða þjóðina úr kreppu að það er sorglegt að horfa uppá það. Þeim tekst að gera allt öfugt miðað við það sem telst eðlilegt hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum við svipaðar aðstæður.
Ef núverandi ríkisstjórn ætlaði að bjarga drukknandi manni úr sjó þá myndi hún henda steðja til viðkomandi og stofna síðan nefnd til þess að ræða hvort steðjinn hefði átt að vera svartur eða grár. Umræða um björgunarhring myndi aldrei komast að.
Dýrkeypt efnahagsstefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2011 | 14:34
Munu geimverur gera innrás um leið? :-)
Ég hef alltaf gaman af heimsendaspám. Fyrir tilviljun rakst ég á fróðleik um Elenin halastjörnuna sem mun vera mjög nálægt jörðu í lok október 2011. Þá mun víst allt fara úrskeiðis hér á jörðinni (jarðskjálftar, flóð, eldgos, umpólun og þess háttar). Það fylgir ekki sögunni að geimverur muni gera innrás um leið - en hver veit?
Fyrir þá sem hafa gaman af þessu líka þá er hægt að leita eftir "Comet Elenin" á Google og þá koma allar "staðreyndir" í ljós!
Lofsteinn milli jarðar og tungls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2011 | 09:06
Skipta fáeinar krónur engu máli?!?
Mér sýnist fjármálaráðherra vera búinn að missa allt vit ef hann heldur því fram að fáeinar krónur skipta litlu máli. Stór hluti heimila á landinu er að berjast við að nýta hverja einustu krónu bara til þess að framfleyta sér. Bensínsverðið fer auk þess beint í vísitöluna sem hækkar allar verðtryggingar, t.d. húsnæðislán.
Þar að auki er þessi tekjustofn ekki nýttur nema að litlu leyti til vegamála. Að stærstum hluta er hann nýttur til þess að bjarga fjármálaóstjórn íslenska ríkisins, bæði fortíðar og nútíðar.
Ef fjármálaráðherra lítur svona niður á fáeinar krónur þá er ég ekkert hissa á því að ekkert þokast áfram í að koma efnahagsmálum á Íslandi á réttan kjöl. Hann er jú vanur því að deila 30 milljónum til einkaaðila samkvæmt svartri skýrslu ríkisendurskoðunar.
Bensínlækkun breytti litlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.4.2011 | 15:20
Segjum Nei við Icesave og kaupum frekar þyrlur
Ef ekki væri fyrir þessa Icesave vitleysu þá ætti að vera hægt að halda sig við áætlun og styrkja þessi nauðsynlegu starfsemi sem Landhelgisgæslan er. Ríkisstjórnin segir að það eru til peningar til þess að greiða fyrstu vextina af Icesave III samkomulaginu á þessu ári. Sú upphæð er mun hærri en kostar að fara í þyrlukaupin.
Ef það er sagt Nei þá ættu að vera til peningar til þess að ganga frá kaupum á þremur þyrlum samkvæmt áætlun. Jafnvel mætti hefja smíði á öðru skipi hér innanlands. Ein slík skipasmíði myndi skapa mjög mörg tækifæri fyrir iðnaðarmenn sem og reynslu fyrir möguleg verkefni.
Landhelgisgæslan hefur mjög stórt björgunarsvæði hér á Norður-Atlantshafi. Skipaumferð stórra skemmtiferðaskipa er orðin mun meiri en Landhelgisgæslan getur ráðið við miðað við núverandi stöðu. Ef neyðarástand skapast þá skiptir tíminn höfuðmáli. Það er ekki alltaf öruggt að það séu erlend björgunarskip nógu nálægt.
Ekki þarf svo að minnast á öryggi fyrir sjómenn okkar sem sjá um að afla drjúgan hlut gjaldeyris.
Svo hefur það sýnt sig að þyrlur skipta höfuðmáli til að bjarga mannslífum vegna slysa á föstu landi, t.d. umferðarslysum.
Ef við getum ekki leyft okkur þetta öryggi af því að það á eyða peningunum í pólitískan gjörning vegna Icesave - þá segir ég NEI við Icesave og styrkjum frekar Landhelgisgæsluna!
Ný þyrla kostar 6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2011 | 00:10
Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn
Ég verð bara að segja að ég er gáttaður á þessu. Ég þekki þetta ekki mál persónulega en ef þetta eru vinnubrögð hæstaréttar þá finnst mér eins og hægt sé að komast upp með allt.
Dómarar eiga að gæta réttlætis. Hvað er líklegt og hvað er ólíklegt. Þeir eiga að meta mál frá öllum hliðum. Ef það er einhver göturotta sem getur fengið svona syndalausn út af einhverjum formgalla þá held ég að við séum komin aftur á víkingaskeið: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
Sennilega styttist í það að almenningur fer að taka völdin í sínar hendur.
Á móti hverjum hrotta eins og þessum þá eru sennilega 30 gaurar á móti sem geta gripið þá upp með vinstri og löðrungað með hægri þar til viðkomandi segir satt og rétt frá.
Er það samfélag sem við viljum?
Fórnarlambi hótað margsinnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.3.2011 | 10:59
Nei eða já
Í mörg ár áður en bankarnir hrundu þá var augljóst að ríkisreksturinn og þjóðfélagið var rekið á lánum og styrkjum í stað þess að vera sjálfbært. Bankahrunið var fullkomið tækifæri til þess að endurskoða hlutina og breyta hlutunum. Einhverra hluta vegna þá var öllum hlutum í efnhagsmálum klúðrað í kjölfarið.
Íslendingar verða þekktir fyrst og fremst fyrir það að vilja ekki að takast á við vandann.
Ástandið í rekstri hins opinbera og lífeyrissjóða er MJÖG slæmt. Það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna en hún er alls ekki hæf til þess að koma okkur út úr þessu (hún ef jafn hæf og lítið barn sem nýbúið að læra að kveikja eld til þess að geyma púðurgeymslu).
Hvort sem sagt verður nei eða já þá verður róðurinn mjög erfiður framundan. ISK og ESB skipta þar litlu máli því vandinn er stjórnunarlegs eðlis (þjóðin eyðir meira en hún aflar).
Að mínu mati eru mjög miklar líkur á alvöru efnahagshruni innan fárra missera. Þjóðhagfræðilega var bankahrunið bara viðvörun. Við munum ekki geta staðið við skuldbindingar hvort sem sagt verður nei eða já.
Ég segi nei því það gefur öðrum þjóðum vísbendingu um að við viljum breytingu og takast á við vandann. Þá eru meiri líkur að það verði tekið mark á okkur eftir fáein misseri þegar við þurfum raunverulega á hjálp að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2011 | 15:48
Rústabjörgun á eigin skinni?
Ég vona að þetta verði að veruleika en það er varla mark takandi á einu eða neinu sem kemur frá ríkisstjórninni.
Sennilega kemur Steingrímur J. inn í sviðsljósið og fer að rugla um raunhækkun og nafnhækkun miðað efnahagshrun á seinnistríðsárum í fámennu héraði í Kongó. Miðað við niðursveiflu þar þá og hækkandi laun dómara á Íslandi núna þá eru hver íslendingur að meðaltali að græða umfram best settu norðurlöndin í nútíma.
Svo getur þetta líka verið rústabjörgun Jóhönnu vegna dómsins sem hún fékk.
Raunhækkun persónuafsláttar, umfram umsamin loforð, mun hafa veruleg jákvæð áhrif á efnahagskerfið. Skila sér óbeint með hækkandi tekjum í ríkissjóð vegna veltu á milli aðila. Ríkissjóður hefur nefnilega mestar tekjur af því þegar verðmæti flæða á milli einstaklinga og fyrirtækja.
Stefnt að lækkun skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2011 | 13:38
Þetta má skrifa á skattastefnu yfirvalda
Eins og kemur fram í fréttinni þá er þetta nýtt tæknifyrirtæki hér á Íslandi, sem var mikið haft fyrir að koma á laggirnar og það var alls ekki sjálfgefið að fá slíka starfsemi til landsins.
Það segir sig sjálft að starfsmenn vilja fá kjaraskerðingu bætta upp sem yfirvöld hafa valdið undanfarin ár, bæði síðasta og núverandi ríkisstjórn.
Núna auka yfirvöld skattpíningu á fyrirtækin - með beinum eða óbeinum hætti. Þar af leiðandi gefst lítið svigrúm til þess koma á móts við starfsmenn.
Svona skattaumhverfi og fjármálaóstöðugleiki fælir erlenda fjárfesta frá. Ólíkt yfirvöldum þá hugsa fyrirtæki áratugi fram í tímann - ekki einhverja mánuði eins og stjórnvöld virðast einblína á!
Þetta skrifast allt saman á yfirvöld. Þau klúðruðu efnahagsmálunum. Þegar bankahrunið átti sér stað þá vissu allir að það kæmi verulegur samdráttur og kreppa í kjölfarið. Í stað þess að búa sig undir kreppuna hækkuðu yfirvöld alla skatta og gjöld - sem er eins og að henda lóðum til drukknandi manns.
Becromal er bara eitt dæmi af mörgum fyrirtækjum. Það er bara augljóst dæmi sem birtist í fjölmiðlum þessa dagana.
Segja mikið tjón af verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)