30.8.2011 | 09:55
Viðbragðstími Landhelgisgæslunnar við vá á Íslandi
Ég er einn af þeim sem dáist að hlutverki Landhelgisgæslunnar og tel hana með þeim nauðsynlegustu stofnunum hér á landi. Ég skil ekkert í yfirvöldum að vera að keyra þessa stofnun niður í fjárframlögum.
Hins vegar skil ég ekki hvað er verið að dreifa flota gæslunnar svona langt í burtu - svo langt að hún mun vera lömuð ef vá ber að dyrum hér á Íslandi.
Ef þessi tækjakostur og mannskapur skiptir ekki höfuðmáli við slíka vá - má þá ekki bara selja þessi tæki og segja upp mannskapi - og spara um leið?
Slys og náttúruhamfarir gera ekki boð á undan sér - það eitt er víst!
Gæsluvélin til Senegals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2011 | 00:39
Þetta er hárrétt hjá Bjarna
Verðbólgan viðvarandi vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 11:35
Það er ekki tap hjá þjófi að skila ránsfeng
Nú er það ekki endilega þannig að allar lánastofnanir, ef einhverjar, hafi brotið núgildandi lög um verðtryggð lán. En það stendur skýrt í lögum að einungis eigi að reikna verðtryggingu af hverri afborgun fyrir sig - EKKI HÖFUÐSTÓLI eða vöxtum.
Ef einhverjir eru að uppreikna höfuðstólinn til þess að finna út verðtryggingu og svo að reikna vexti ofan á allt saman þá eru þeir að brjóta lög. Enn frekar versnar það ef einhverjir hafa verið að reikna verðbætur ofan á verðbættan höfuðstólinn.
Ef einhverjir hafa verið að brjóta lög og ofrukkað, þá verða þeir að sjálfsögðu að skila ránsfengnum til baka að viðbættu einhverjum skaðabótum fyrir tjónið, til dæmis í formi vaxta. Að sjálfsögðu þurfa þeir sömu að bæta brotaþola annað tjón sem gæti hafa hlotist af þessu t.d. ef eignir hafa verið boðnar upp eða ef einhver innheimtukostnaður hafi lagst ofan ólöglegar kröfur.
Það verður ekkert tap hjá þeim sem ofrukkaði og það þarf að skila "þýfinu" til eigandans. Viðkomandi græddi bara ekki á svikunum. Hins vegar getur þetta að sjálfsögðu valdið tapi ef tjónþoli fer fram á skaðabætur umfram leiðréttingu.
Gætu þurft að afskrifa milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2011 | 09:04
Lækka íslenskir stýrivextir heimsmarkaðsverð?
Ég vil byrja á að fagna því að seðlabankinn er farinn að átta sig á að verðhækkanir innanlands eru ekki út af óstjórnlegri eftirspurn hér á landi - ekki núna.
Einnig er ég ánægður með það framfaraskref að þeir hafi tekið það saman greinagerð um málið og sent viðskiptaráðherra hana. Kannski að ríkisstjórnin átti sig með tíð og tíma hvernig ástandið er hér á landi. Málið er að ríkisstjórnin er ekki ennþá búin að átta sig á því að raunvirði og nafnvirði er ekki sami hluturinn og má ekki rugla saman. Fólk þarf að hafa jafn miklar tekjur eða hærri en það kostar að lifa. Þetta er ekki bara nauðsynlegt á Íslandi heldur einnig í öllum öðrum löndum í heiminum.
Hins vegar þarf seðlabankinn að taka mark á sjálfum sér og spyrja sjálfan sig hvort íslenskir stýrivextir muni draga úr heimsmarkaðsverði á hrávöru- og olíuverði.
Munu stýrivextir hafa áhrif á Fasteignamat ríkisins sem hækkar allt fasteignaverð út frá "tilfinningu"?
Munu hærri stýrivextir draga úr skattahækkunum sem hafa hækkað vöruverð?
Olíuverð ýtir upp verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2011 | 23:04
Réttari upplýsingar hjá NASA
Ég rakst á svipaða frétt hjá NASA 23. júní síðast liðinn og þar eru staðreyndirnar um Asteroid 2011 MD aðrar en í frétt Daily Telegraph.
- Talið er að fjarlægðin verði ca. 12.000 km en ekki 17.703 km.
- Þvermálið er talið 5-20 metrar en ekki 10-50 metrar.
Hins vegar er bara tiltölulega nýbúið að uppgötva þetta og menn eru ennþá að reyna að finna þetta nákvæmlega út.
Sjá nánar: http://neo.jpl.nasa.gov/news/news172.html
Hins vegar mun í október mánuði bæði Asteroid 2005 YU55 og Elenin koma "nálægt" jörðinni í stjarnfræðilegum skilningi. Sumir vilja meina það að þá verði heimsendir en NASA hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að svo verði ekki (ég man bara ekki hvar ég las hana).
Fyrir þá sem hafa gaman af svona hlutum þá er ein síða sem býður uppá að reikna út afleiðingar fyrir mann á jörðinni við árekstur svona fyrirbæra. Þar stillir maður bara forsendur og fær upplýsingar um möguleg áhrif. Slóðin er: http://www.purdue.edu/IMPACTEARTH
Svo er önnur svipuð síða hér: http://simulator.down2earth.eu/
Stærðarinnar smástirni skammt frá jörðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 26.6.2011 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2011 | 19:50
Þetta hlýtur að vera ólöglegt hjá Katrínu
Ég hef ávallt staðið í þeirri trú að ólöglegt sé að setja lög sem ná bara til eins aðila sérstaklega. Þarna er ekki verið að ræða um stopp á öllu flugi á landinu. Það eru mörg flugfélög sem fljúga hingað daglega. Viðskiptin færast bara til og Icelandair skapar sér skaðabótaskyldu gagnvart farþegum.
Hvað verður næst? Þeir sem eru með lögheimili fyrir norðan heiði, aka um á gömlum bláum eyðslusömum Volvo og móðga þjóðina í Kastljósi, af því þjóðin vill ekki kaupa tvinnbíla, mega ekki vera fjármálaráðherrar.
Hér er ég bara að benda á hversu allt saman er öfugsnúið í okkar þjóðfélagi.
Auðvita má ekki setja einhver neyðarlög á starfsmenn hjá einu fyrirtæki. Það eru fleiri fyrirtæki sem fljúga og sigla með farþega til og frá landinu. Í reynd þá eiga yfirvöld ekki að skipta sér af einkafyrirtækjum með þessum hætti.
Þess ber að geta að margir af stærstu lífeyrirsjóðum landsins fjárfestu í Icelandair. Skyldi lífeyrir aldraðra og öryrkja í dag rýrna með þessum verkfallsaðgerðum?
Lagasetning möguleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2011 | 12:21
Góðar eða slæmar fréttir?
Þetta eru að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir þá sem eiga allt eða að mestu leyti í fasteign sinni. 25 milljónarkróna eign er kominn upp í 27,5 milljónir. Þetta þýðir bókhaldslegan hagnað upp á 2,5 milljónir sem eru næstum árslaun hjá sumum hér á landi. Hjá sumum hærra en öðrum minna. Hjá einhverjum tap.
Þetta lækkar í fyrstu veðsetningarhlutfall margra sem eru með eignina veðsetta. Núna geta fleiri bætt við sig lánum eða þeir, sem voru með fullnýtt veðhlutfall (jafnvel vel yfir), bætt samninga sína.
Þetta styrkir einnig stöðu íbúðarlánasjóðs og bankastofnana þar sem veðlánasafn þeirra styrkist á pappírum.
Það neikvæða er að þetta endurspeglar virði krónunnar og jafnvel styrkir verðbólguvítahringinn sem þjóðhagkerfið virðist AFTUR vera fallið í. Eftir fáeina mánuði munu verðtryggð lán og samningar hækka. Skrípaleikurinn heldur áfram.
Þess ber að geta að mikil hækkun á fasteignamarkaði er yfirleitt hættumerki um þennslu og jafnvel bólur sem geta sprungið með afleiðingum sem við þekkjum öll.
Það má að sjálfsögðu deila um hvort tiltölulega fáir kaupsamningar eigi að hafa svona víðtæk áhrif á allan markaðinn og lífskjör í landinu.
Fasteignamat hækkar um 6,8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.6.2011 | 09:16
Smá vangaveltur um krónuna og ávöxtun
Hjá Seðlabanka Íslands er kaupgengi evru 164,53 ISK. Ef seðlabankinn er að kaupa evrurnar á genginu 210 ISK þá er þarna komin strax 27,64% ávöxtun við undirskrift. Skuldabréfin sem seðlabankinn greiðir fyrir evrurnar eru með 3,25% raunávöxtun (3,25% + verðtryggingu).
Miðað við efnahagsástandið þá er þetta býsna góð ávöxtun.
Ef framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða telur að vextirnir á skuldabréfinu mættu vera hærri þá mætti halda að hann trúir ekki nægilega vel á skuldabréfin.
Í því samhengi má nefna að skuldabréfaútgáfa seðlabanka er í raun peningaprentun. Ég bendi á góða grein eftir Jóhannes Björn sem útskýrir þetta ágætlega: http://vald.org/greinar/110618/
Í fyrsta lagi, af hverju ættu lífeyrissjóðir að vilja losna við öruggar evrur og taka á móti skuldabréfi í staðinn? Það er ekki eins og að stór skuldabréf seðlabankans séu eftirsótt í hinum stóra heimi.
Í öðru lagi, af hverju er seðlabankinn að borga svona hátt verð fyrir evrur ef hann telur að gengið eigi að vera 165 ISK?
Hefðu viljað sjá hærri vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2011 | 04:30
Til hamingju með þjóðhátíðardaginn
Að gefnu tilefni finnst mér rétt að minnast á mikilvægustu atburði sem hafa átt sér stað á þessum degi.
1915 - Fyrsta bílprófið var tekið í Reykjavík.
1925 - Á Ísafirði var tekið í notkun fullkomnasta sjúkrahús á Íslandi.
1939 - Síðasta opinbera aftakan með fallöxi fór fram í Frakklandi.
1944 - Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum.
1994 - Jóhanna Sigurðardóttir sagði: minn tími mun koma.
2008 - Hvítabjörn var skotinn á Skaga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2011 | 21:50
Er skyldulífeyrissjóður landsmanna bakábyrgð óreiðumanna?
Það er staðreynd að allir í einkageira eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð. Nú um stundir stendur til að hækka skyldugreiðslurnar upp í 15,5%. Því er haldið fram að þetta séu ekki skattar - AGS lítur þó á þetta sem skatta!
Almenna reglan er að lífeyrissjóðir í almenna kerfinu fjárfesti aðeins í bréfum sem teljast mjög örugg!
Að ætlast til þess að lífeyrissjóðir hlaupi undir bagga til þess að bjarga óreiðusveitarfélagi* hlýtur að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöllum fyrir eigendur lífeyrissjóða. Ef enginn í öllum heiminum vill lána Hafnarfjarðarbæ - af hverju ættu þá lífeyrissjóðir að leggja til þeirra fé? Til þess að skera niður lífeyri sjóðsfélaga sinna eftir tvö til þrjú ár?
* sveitarfélög sem tóku lán í erlendri mynt á meðan þau höfðu tekjur sínar í innlendri mynt er engin vorkunn.
Hafnarfjörður leitar til lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)