Er Seðlabanki Íslands genginn af vitinu?

Mér finnst ótrúlegt að Már Guðmundsson skuli koma með yfirlýsingar um að búast megi við vaxtahækkun á næstunni vegna verðbólguhorfa. Verðbólgan sem er framundan er fyrst og fremst vegna skattahækkana og gjaldskráhækkana ríkisstjórnar og opinberra aðila. Einnig vegna hækkandi innkaupsverðs á aðföngum. Heldur seðlabankastjórinn að hærri stýrivextir á Íslandi muni lækka heimsmarkaðsverð á olíu og hveiti?

Verðbólga á Íslandi er ekki vegna eftirspurnar. Flest öll fyrirtæki sem eru ekki í einokunarstöðu eru að reyna að halda verðinu niðri og hafa gert það í þó nokkurn tíma - þrátt fyrir að allt hafi hækkað. Í raun hefði átt að koma hér 100-200% verðbólga eftir klúður seðlabankans sem átti stóran þátt í hruninu.

Þessi litla launahækkun sem var samið um síðast nær ekki einu sinni að halda í við kaupmáttarrýrnun. Fólk er ekki fífl.

Fjárfestingar hafa dregist verulega saman undanfarið og ef stýrivextir hækka þá mun draga meira úr þeim.

Ég tel að ríkisstjórn og seðlabankinn þurfi að fara að hafa faglegt samráð um á hversu stuttum tíma þau ætla að rústa efnahagslífi þjóðarinnar. Þau eru greinilega að stefna að sama markmiði. Það væri bara sanngjarnt fyrir almenning að fá að vita hvaða dag þau ætla að vera búin að ná sínu markmiði.


mbl.is Vaxtahækkun líkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

sammála

GunniS, 15.6.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband