Færsluflokkur: Bloggar
17.9.2016 | 16:58
Landsbjörg er mikilvæg - á meðan stjórnmálamenn klúðra öllu
Venjulega læt ég nægja að ausa úr skál reiði minnar á Facebook varðandi öryggismál hér á Íslandi og hvað allt er furðulegt þegar kemur að "stjórnmálamannamafíunni".
Þetta fólk (ég sagði ekki gaurar af því einhver gæti móðgast, en konur eru líka menn) er að leggja sig í svakalega lífshættu bara til þess að bjarga öðru lífi.
Ef einhver hefur S.O.S. samband við Alþingi (sem er nánast heiladautt og hugsar um framtíðarmöguleika) þá má viðkomandi segja þeim það.
Eins og ég skynja ástandið, þá er hópurinn sem er að verja Ísland í raunveruleikanum alveg að verða búið að fá nóg af þessu rugludöllum sem eru bara að bjarga eigin skinni. Það verður enginn bóndi, skipstjóri eða flugmaður - eða forstjóri, ef hann hugsar bara um eigið útgönguop eftir innsetningu ofar í líkamanum.
Umfangsmikil æfing Landsbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2016 | 19:19
Blýantsteikning sem verður að tölvugrafík
Ég gaf mér smá frí í vinnu og tók blýantsteikningu sem ég gerði, skannaði hana inn, útlínaði hana í Illustrator og litaði í Photoshop. Set hana hérna inn til gamans og til þess að sýna hvernig svona myndir verða oft til. Þetta var eitthvað sem ég krotaði bara fyrir tilviljun og hefur engan tilgang.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2015 | 18:27
Reglum breytt með skömmum fyrirvara
Ég er einn af þeim sem fékk svona bréf og skyndilega hækkaði allt um 400%. Mér skilst af já.is að þetta sé bara breytt fyrirkomulag hjá þeim. Það er hægt að óska sérstaklega eftir því að vera fluttur í annan flokk (sem gerir það sama og áður) en það þurfi sérstaklega að tilkynna það. En það er hægt að leiðrétta það innan tveggja mánaða áður en símaskráin verður prentuð 2016 (sem verður í síðasta sinn sem símaskráin er prentuð). Eftir það verður allt rafrænt (og vonandi ódýrara).
Skráning hjá Já nær stórhækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2015 | 20:24
Héðinsfjarðargöng vitlaus framkvæmd
Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum um þennan mann en hér eru að minnsta kosti tveir linkar:
- http://www.mbl.is/frettir/innlent/2005/04/12/gunnar_birgisson_hedinsfjardargong_vitlaus_framkvae/
- https://www.facebook.com/lena.matthiasdottir/posts/10205245776639858?fref=nf
Verður gott að búa í Fjallabyggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2014 | 13:43
Þetta kallar maður gott öryggi
Þessi viðbrögð er það sem ég kalla gott öryggi. Við munum eftir flugvélinni í Malasíu sem fórst. Hefði viðbragðið verið betra þá væri sú flugvél ekki týnd. Ekki það að það hefði bjargað mannslífum, þó það hefði mögulega geta orðið, heldur væri að minnsta kosti hægt að finna líkin svo aðstandendur gæti tekist á við sorgina með viðeigandi hætti.
Orrustuþotu stefnt gegn þotu United Airlines | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2013 | 01:32
5,3 á Richter sem fannst vel á Akureyri um eitt leytið
Fylgjast með skjálftum í tölvunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 13:34
Þetta vekur upp ýmsar spurningar
Þyrlurnar og annar floti Landhelgisgæslunnar eru hjarta og lungu björgunarstarfs hér á Íslandi. Við búum á eyju þar sem allra veðra er von. Náttúruvá er okkar helsta ógn. Við það bætast svo við tíðar ferðir stórra skemmtiferðaskipa og mikil alþjóðleg flugumferð. Tali maður ekki um alla báta og skip sem eru á stöðugri ferð um allt land.
Floti Landhelgisgæslunnar þarf að vera hafinn yfir allan vafa og tækjabúnaður í lagi. Við höfum verið óheppin með Þór en það er vonandi allt yfirstaðið.
Það væri nær að efla Landhelgisgæsluna heldur en að dæla peningum í erlendar vaxtagreiðslur vegna klúðurs "einkaaðila" sem settu Ísland á hausinn.
Betra hefði verið að kaupa nokkrar þyrlur og skip heldur en að dæla peningum í eitthvað sem fáir skilja ... eða vita til hvers.
Mega fara út fyrir 12 mílurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 23:55
Hver ber ábyrgð á þessu klúðri?
Hvernig geta yfirvöld klúðrar jafn mikilvægu máli eins og þessu - að þyrlur Landhelgisgæslunnar mega ekki fljúga lengra en 12 mílur frá landi? Bara út af formgalla og tryggingamála.
Fyrir hvað fá þessir stjórnendur og ráðherrar eiginlega borgað?
Hvað ætla þeir að gera ef skip þarf þyrluaðstoð 13 mílur frá landi? Ætla þeir að segja í talstöðina:
"Því miður þá megum við ekki bjarga ykkur því við klúðrum skráningunni - hafið samband við Landhelgisgæsluna í Noregi!"
Þyrlubjörgun á hafi í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2011 | 22:36
Hvar skyldi nýja Landhelgisgæsluvélin okkar vera núna?
Mynd af TF-SIF á heimasíðu Langhelgisgæslunnar.
Ég skrifaði stutt blogg um nýju Landhelgisgæsluvélina okkar fyrir skömmu síðan vegna fréttar um að hún væri leigð til Afríku.
Það er upplagt að rifja það aðeins upp núna: http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1187737/
Hvað verður við lengi að kalla hana til Íslands ef þörf er á?
Engin augljós skýring á óróa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.9.2011 kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2011 | 09:55
Viðbragðstími Landhelgisgæslunnar við vá á Íslandi
Ég er einn af þeim sem dáist að hlutverki Landhelgisgæslunnar og tel hana með þeim nauðsynlegustu stofnunum hér á landi. Ég skil ekkert í yfirvöldum að vera að keyra þessa stofnun niður í fjárframlögum.
Hins vegar skil ég ekki hvað er verið að dreifa flota gæslunnar svona langt í burtu - svo langt að hún mun vera lömuð ef vá ber að dyrum hér á Íslandi.
Ef þessi tækjakostur og mannskapur skiptir ekki höfuðmáli við slíka vá - má þá ekki bara selja þessi tæki og segja upp mannskapi - og spara um leið?
Slys og náttúruhamfarir gera ekki boð á undan sér - það eitt er víst!
Gæsluvélin til Senegals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)