Þetta hlýtur að vera ólöglegt hjá Katrínu

Ég hef ávallt staðið í þeirri trú að ólöglegt sé að setja lög sem ná bara til eins aðila sérstaklega. Þarna er ekki verið að ræða um stopp á öllu flugi á landinu. Það eru mörg flugfélög sem fljúga hingað daglega. Viðskiptin færast bara til og Icelandair skapar sér skaðabótaskyldu gagnvart farþegum.

Hvað verður næst? Þeir sem eru með lögheimili fyrir norðan heiði, aka um á gömlum bláum eyðslusömum Volvo og móðga þjóðina í Kastljósi, af því þjóðin vill ekki kaupa tvinnbíla, mega ekki vera fjármálaráðherrar.

Hér er ég bara að benda á hversu allt saman er öfugsnúið í okkar þjóðfélagi.

Auðvita má ekki setja einhver neyðarlög á starfsmenn hjá einu fyrirtæki. Það eru fleiri fyrirtæki sem fljúga og sigla með farþega til og frá landinu. Í reynd þá eiga yfirvöld ekki að skipta sér af einkafyrirtækjum með þessum hætti.

Þess ber að geta að margir af stærstu lífeyrirsjóðum landsins fjárfestu í Icelandair. Skyldi lífeyrir aldraðra og öryrkja í dag rýrna með þessum verkfallsaðgerðum?


mbl.is Lagasetning möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er ólöglegt að setja lög á flugmenn. Þess heldur að þeir eru ekki í verkfalli, aðeins yfirvinnubanni. Engir almannahagsmunir í húfi, bara væl frá samtökum ferðaþjónustunnar. Engin ástæða er fyrir stjórnvöld að hlaupa eftir slíku væli. ferðaþjónustan ætti bara aðeins að skoða sjálfa sig. Þeir hafa offjárfest í sinni atvinnugrein, og að auki verðlagt sig út af markaðinum með óheyrilega háu verði á gistingu og mat, svo venjulegir íslendingar hafa ekki efni á að ferðast um landið sitt. Svo ætlar þessi atvinnugrein bara að stóla á útlendinga! gáfulegt eða hitt þó heldur! Það þarf ekki nema eitthvert smáatriði til þess að ferðir útlendinga til Íslands detti niður. Ferðaþjónustunni væri nær að vinna íslenska markaðinn, t.d. með því að lækka verð fyrir íslendinga á gistingu og mat, c.a. niður í 50% lægra en útlendingar greiða. Slíkt væri sanngjarnt, og þá færu íslendingar að nota þessa þjónustu. Og ferðaþjónustan væri ekki eingöngu að treysta á útlendinga. Tvöfalt verð, þ.e. ódýrt fyrir heimamenn og dýrara fyrir útlendinga er algangt amk. hjá fátækari þjóðum.

Óli (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Samkvæmt 65. grein í sjöunda kafla í núgildandi stjórnarskrár Íslands er eftirfarandi sagt:

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."

Því er ólöglegt að setja upp mismunandi verðskrá eftir þjóðerni. Um tíma man ég eftir því að Icelandair gerði þetta með mismunandi heimasíðum en ég gæti að sjálfsögðu ekki staðfest það fyrir dómi. En það ganga sögur um það að Bláa lónið geri þetta ennþá daginn í dag, þá öfugt við Icelandair - íslendingar fá mun ódýrara heldur en útlendingar.

Auðvita eiga fyrirtæki að reka sig á faglegum og markaðslegum forsendum en ekki með íhlaupi yfirvalda. Við búum ekki í Þýskalandi árið 1938 né í Rússlandi fram eftir 19. öld.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 21:17

3 Smámynd: GunniS

það sem mér fannst sérstakt í þessari frétt, er að katrín viðurkennir að tekjur sem koma inn af þessari starfsemi séu mikilvægar, svo mér varð hugsað til þeirra staðreyndar að það koma meiri tekjur í ríkissjóð í formi skatta af að hafa fólk í vinnu en atvinnulaust.

svo mig langar að óska katrínu til hamingju með þessa hugljómun.  en auðvitað á ríkið ekki að vera að skipta sér að kjaradeilum, skilst það sé fleira sem flugmenn vilja fá inn en kauphækkun, tala þeir ekki um óeðlilegar breitingar á hvíldartíma og þeir vilja meira starfsöryggi, sem er mjög skiljanlegt.

GunniS, 24.6.2011 kl. 22:17

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst það nú síður en  svo málefnaleg umræða að heimta bara lög á flugmenn.  Það er mín afstaða að það eigi ALDREI að þurfa að setja lög á kjaradeilur það gefur skera deiluaðila bara úr snörunni og virkar bara letjandi á þá og þeir sjá enga ástæðu til að semja.  T.d er orðið nokkuð langt síðan sjómenn hafa samið en það leiðir til mikillar launalækkunar í greininn og að endingu verður það til þess að erfiðlega gengur að manna flotann.....

Jóhann Elíasson, 25.6.2011 kl. 00:14

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála ykkur hér að ofan.. en vil bæta við að það virðist vera stutt í fasismann hjá íslenskum stjórnvöldum..

Óskar Þorkelsson, 25.6.2011 kl. 09:20

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona lagasetning var flokkuð undir fasisma á fyrri hluta 20. aldarinnar, en meðlimir helferðarstjórnarinnar vita ekki hvað fasismi er, því miður.

Magnús Sigurðsson, 25.6.2011 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband