Réttari upplýsingar hjá NASA

Ég rakst á svipaða frétt hjá NASA 23. júní síðast liðinn og þar eru staðreyndirnar um Asteroid 2011 MD aðrar en í frétt Daily Telegraph.

  • Talið er að fjarlægðin verði ca. 12.000 km en ekki 17.703 km.
  • Þvermálið er talið 5-20 metrar en ekki 10-50 metrar.

Hins vegar er bara tiltölulega nýbúið að uppgötva þetta og menn eru ennþá að reyna að finna þetta nákvæmlega út.

Sjá nánar: http://neo.jpl.nasa.gov/news/news172.html

Hins vegar mun í október mánuði bæði Asteroid 2005 YU55 og Elenin koma "nálægt" jörðinni í stjarnfræðilegum skilningi. Sumir vilja meina það að þá verði heimsendir en NASA hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að svo verði ekki (ég man bara ekki hvar ég las hana).

Fyrir þá sem hafa gaman af svona hlutum þá er ein síða sem býður uppá að reikna út afleiðingar fyrir mann á jörðinni við árekstur svona fyrirbæra. Þar stillir maður bara forsendur og fær upplýsingar um möguleg áhrif. Slóðin er: http://www.purdue.edu/IMPACTEARTH

Svo er önnur svipuð síða hér: http://simulator.down2earth.eu/


mbl.is Stærðarinnar smástirni skammt frá jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband