Færsluflokkur: Bloggar

Mjög óheppið flugfélag

Þetta flugfélag virðist vera sérlega óheppið varðandi neikvæðar fréttir. Það er afar óheppilegt að lággjaldaflugfélag þurfi að takast á við slíkt enda oft rekstur þeirra í járnum.

Ryanair
Mynd samansett. Uppruni: www.ryanair.com og www.betty-noir.net

Kannski er eitthvað til í þeirri gagnrýni að ekki sé hægt að reka ódýrt flugfélag. Enda hef ég aldrei skilið af hverju það er ódýrara að fljúga frá Íslandi til Allicante heldur en að setja bensín á bílinn til þess að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það krefst mun meiri orku að flytja sama massa (payload) með flugi heldur en í bíl á jörðu niðri, hvað þá með skipi.

Það segir sig því sjálft að einhver villa er í þessu reikningsdæmi.


mbl.is Vél Ryanair snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundust samt klósett í vélunum?

Þetta er það flugfélag sem fékk neitun hjá Boeing um að láta fjarlægja klósettin í flugvélum sínum. Flugfélagið sagði að ekki væri þörf á klósettum. Þess í stað ætlaði það að bæta við fleiri farþegasætum og auka þannig payload. Boeing var alls ekki sátt við það.

Þetta flugfélag hafði líka sem hæst í að gagnrýna flugmálayfirvöld í Evrópu fyrir að banna blindflug vegna öskunnar. Taldi að askan væri nánast ímyndun ein og viðbrögð flugmálayfirvalda bæru vott um móðursýki. Töldu þau að yfirvöld ættu að bæta þeim skaðann.

Núna eru komnar nýjar forsendur: Kannski að Boeing leyfi þeim að sleppa klósettunum til þess að hafa pláss fyrir ösku í hreyflunum.

www.aviafilms.com www.aviafilms.com
Myndir: www.aviafilms.com

Shocking


mbl.is Aska fannst í hreyflum þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um miðnætti var þarna rosalegt sjónarspil

Ég er einn af þeim sem kíki alltaf á vefmyndavélar Mílu og Vodafone af og til. Þegar ég gerði það um miðnætti í gær þá sá ég stórar sprengingar, að mínu mati. Slíkar að ég hélt að það væri eitthvað alvarlegt að gerast. Ég náði að smella af nokkrum í gegnum tölvuna og læt þær fylgja hér með.

Elgos - Eyjafjallajökull - 9. maí 2010

Þarna voru stórir hraunmolar að skjótast upp í álíka hæð og fellu niður. Getur einhver fróður lagt mat á hvað glóandi hlutinn nær hátt upp í loft í metrum?

Elgos - Eyjafjallajökull - 9. maí 2010

Þetta er áhrifamikið sjónarspil en ég er viss um að mér liði ekki vel að búa í nálægð við þetta óútreiknalega eldfjall.


mbl.is Öskufall við Skóga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg að gera hér fyrir norðan

Ótrúlegt en satt þá verður maður ekkert svo mikið var við þessi stóru ferlíki hér á Akureyri. Að vísu er ég hlutdrægur í þessu því ég hef sérstakan áhuga á flugi, þannig að hljóð frá þessum vélum er eins og góð tónlist í mínum eyrum. Rákirnar í loftinu minna mann á að við erum hluti af alþjóðlegu umhverfi.

Það er ánægjulegt að vita af því að fjárfesting um stækkun Akureyrarflugvallar er að skila sér. Núna vantar bara stærri flugstöð svo farþegar þurfi ekki að hýrast í neyðarskýlum. Slík stækkun gæti verið atvinnuskapandi á þessum tímum. Með göng undir Vaðlaheiði líka væri búið að stytta tímann til Mývatns og Egilsstaða verulega.


mbl.is Mikil flugumferð yfir Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með öll hin fyrirtækin sem urðu fyrir framleiðslutapi?

Það er ótrúlegur hroki í viðbrögðum Landsnets í þessari frétt. Öll fyrirtæki sem voru í gangi og ekki með varaaflsstöðvar urðu fyrir framleiðslutapi. Þeir sem brugðust ekki rétt við hafa hugsanlega orðið fyrir skemmdum líka.

Tryggingar BÆTA EKKI fyrir svona tjón. Hins vegar, ef það er hægt að sanna að þetta hafi verið mannleg fyrirsjáanleg mistök þá er að sjálfsögðu hægt að gera kröfu til Landsnets.


mbl.is Röð bilana olli rafmagnsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkum áfanga náð í vörnum á byggðalínuhringnum

Dæmi hver fyrir sig:

http://landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/frettir/?NewsItemID=2668


mbl.is Eldurinn vegna bilunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega góð þjónusta hjá Landsneti - EKKI!

Það er hreint ótrúlegt að Landsnet hafi ekki gert ráð fyrir að upplýsa almenning - sem býr ekki á suðvestur horninu - um hvað var að gerast. Það voru bara þeir sem voru með vafra í símanum sínum sem fengu vitneskju um eitthvað. Þetta var stærsti hluti landsins.

Hvað eru yfirvöld að hugsa? Hvernig getur ein lítil bilun sett stærsta hluta landsins í reiðuleysi? Með óútreiknandi eldgos þarna fyrir sunnan og ekki hægt að hringja í einn eða neinn.

Enn og aftur sannaði Internetið yfirburði sína þegar það kemur að svona vá. En þetta þarf að taka til algjörrar endurskoðunar hjá yfirvöldum.

Angry


mbl.is Rafmagn ætti að koma fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er jákvætt

Þetta er jákvæð þróun. Það hins vegar kemur mér dálítið á óvart að NOVA skyldi vera á undan Símanum og Vodafone. Kannski er Síminn of upptekinn að verja sig vegna meintra samkeppnisbrota. En hvaða afsökun skyldi Vodafone hafa?

Wink


mbl.is Símkort í iPad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ennþá í afneitun

Það er hreint ótrúlegt hvað helstu stjórnendur þessa lands eru ennþá í afneitun um hvað er að gerast. Þeir eru ennþá að skara eld að sinni köku og kasta ryki í augu almennings.

Þrátt fyrir stóra hrunið hér á landi þá eru ennþá afvankaðir stjórnendur og stjórnmálamenn sem halda að við séum "bestasta" land í heimi. Á sama tíma vilja þeir ekki koma hreint að borðum og segja hvar peningarnir eru. Þetta gildir um alltof stóran hóp stjórnenda hér á Íslandi. En á milli eru til frábærir stjórnendur - þeir þekkjast á verkum sínum.

Til að minna á alvarlega stöðu Íslands má benda á að það ríkja ennþá neyðarlög hér á Íslandi! Alvarlegar afleiðingar hrunsins fyrir fyrirtæki og heimili eru fyrst að koma í ljós næsta misseri. Í kjölfarið fer boltinn að rúlla og vefur utan um sig. Með afneitun sumra aðila getur þessi kreppa orðið 10-15 ár en ekki bara fimm ár.

Samt vilja þessir stjórnendur bara sínar milljónir á mánuði fyrir að drekka ábyrgðarlaus kaffi og borða rjómatertur í vinnunni án þess að hugsa.

Pinch


mbl.is Segir gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þitt þráðlausa net opið?

Google er að gera marga góða hluti. Ég sé ekkert ólöglegt við það að skrá niður þessi þráðlausu net svo lengi sem það er ekki notað í annalegum tilgangi. Í reynd held ég að það sé bara ólöglegt í Frakklandi.

Þeir sem eru með venjulega þráðlausa ferðatölvu eða snjallsíma hafa örugglega tekið eftir því að það eru þráðlaus net (WLAN) nánast alls staðar í þéttbýli hér á landi. Það sem verra er, sumir aðilar hafa ekki netin læst. Þá er ég ekki að tala um netcafe - heldur heimili og fyrirtæki. Það er auðvelt fyrir illgjarna persónu með tölvuþekkingu að misnota þennan veika hlekk.

Hver kannast ekki við að skyndilega er erlent niðurhal komið langt yfir eðlilega notkun? Unglingnum og YouTube.com kennt um?

Þetta opna þráðlausa netsamband gæti þess vegna verið nýtt til þess að stela persónu- og bankaupplýsingum. Niðurhala og dreifa ólöglegu efni. Dreifa ólöglegum tölvupóstum og jafnvel gera árásir á stofnanir og fyrirtæki. Sá aðili sem er skráður fyrir nettengingunni gerir sér enga grein fyrir þessu en er samt sem áður ábyrgur fyrir öllu sem gert er í gegnum hans netsamband.

Til þess að gera þetta súrealískt: Segjum svo að þú ert að fara í vinnuna einn morguninn og skyndilega er götunni lokað, það safnast saman lögreglubílar og víkingasveit. Þér finnst þetta spennandi og klárar úr kaffibollanum - fylgist með. Síðan er ráðist inná þitt heimili, þú settur í yfirheyrslur því það var "einhver" að stríða CIA í gegnum þitt opna þráðlausa net. Eða þegar þú ert að versla í matinn og korti þínu er synjað - þú handtekinn á staðnum - því kortið var notað í umsvifamiklum fíkniefnaviðskiptum eða kaupum á barnaklámi. Bara af því að þráðlausa netið þitt var opið!

Alien


mbl.is Safna upplýsingum um þráðlaus net
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband