Fundust samt klósett í vélunum?

Þetta er það flugfélag sem fékk neitun hjá Boeing um að láta fjarlægja klósettin í flugvélum sínum. Flugfélagið sagði að ekki væri þörf á klósettum. Þess í stað ætlaði það að bæta við fleiri farþegasætum og auka þannig payload. Boeing var alls ekki sátt við það.

Þetta flugfélag hafði líka sem hæst í að gagnrýna flugmálayfirvöld í Evrópu fyrir að banna blindflug vegna öskunnar. Taldi að askan væri nánast ímyndun ein og viðbrögð flugmálayfirvalda bæru vott um móðursýki. Töldu þau að yfirvöld ættu að bæta þeim skaðann.

Núna eru komnar nýjar forsendur: Kannski að Boeing leyfi þeim að sleppa klósettunum til þess að hafa pláss fyrir ösku í hreyflunum.

www.aviafilms.com www.aviafilms.com
Myndir: www.aviafilms.com

Shocking


mbl.is Aska fannst í hreyflum þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var þetta ekki bara flugstjórinn að reykja vindil og aska út um gluggann?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2010 kl. 15:23

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sennilega því hann gat ekki laumað sér inná klósett til að reykja því það var búið að fjarlægja þau úr flugvélinni.

Sumarliði Einar Daðason, 10.5.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá, þarna tókst þér að fara í heilan hring með djókið. Snilld!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband