Færsluflokkur: Bloggar
28.8.2010 | 10:08
Þetta er álíka kjánalegt og einkaréttur á vatni
Ég lifi og hærist í að búa til hluti og finna upp eitthvað nýtt. Ég nýti mér það sem ég sé og ég veit til þess að aðrir gera það sama.
Ég er á þeirri skoðun að enginn getur haft einkarétt á einu eða neinu. Bretar reyndu þetta gagnvart Indverjum með saltið (sumir hér á Íslandi eru að reyna að gera þetta með vatnið).
Kjarni málsins er sá að þú getur ekki haft einkarétt á skoðunum og framtakssemi annarra. Það væri eins og að banna fólki að teikna mús í framtíðinni af því að viðkomandi horfði á teiknimynd af Mikka mús í æsku.
Ef einstaklingur er góður í því sem hann er að gera þá mun það skila sér til baka á einn eða annan hátt. Annað er frekja!
Í einkaleyfamál við Apple, Facebook og Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 23:13
Ég er með smá sjónarhorn á þetta
Ég þekki ekki heit presta við vígslu, lækna, lögreglumanna, lögfræðinga og álíka ofan í kjölinn. Ég tel eðlilegt að þau grípi með aðgerðum inn í ef skjólstæðingur þeirra segist ætla að fremja morð, nauðga eða ræna. Hvort sem það er gert með persónulegu inngripi eða láti aðra vita.
Hins vegar, þegar verknaðurinn er þegar framinn og þau geta ekki komið í veg fyrir það sem gerðist - þá verður málið flóknara.
Það getur verið kostur fyrir alla í samfélaginu að sá sem fremur brotið finni sér huggun í því að geta leitað til einhvers sem mun ekki afhenda viðkomandi á silfurfati til yfirvalda. Heldur veiti honum styrk til þess að gefa sig fram. Oftar en ekki eru þeir sem fremja brot aðilar sem hafa ekki aðlagast því samfélagi sem þeir lifa í. Með því að skylda t.d. presta að tilkynna allt, getur komið í veg fyrir að brotvaldar leiti sér sáluhjálpar, sem annars gæti leitt til uppgjörs fyrir alla.
Með því að skylda alla til þess að tilkynna allt getur orðið til þess að minna kemur í ljós. Það er ótrúlega oft sem að vinir, fjölskylda, sálfræðingar, læknar, lögreglumenn og prestar hjálpa til með því að hlusta á og leiðbeina einstaklingum til sátta við sjálfa sig og aðra.
Svo auðvita er það hin hliðin. Að hlusta á siðlausa einstaklinga og hafa ekki heimild til þess að segja frá af ótta við að missa starf sitt. Þetta er þunn lína.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2010 | 18:13
Áfram slökkviliðsmenn!
Tilgangur með verkfalli er að stoppa þjónustu sem er veitt. Slökkviliðsmenn hafa mjög takmarkaðan rétt til þess að stöðva sína þjónustu. Einu verkfallsvopnin sem þeir hafa í dag bitnar bara á fólki sem er síst af öllu of upptekið við að kvarta. Að þeir skuli ná til almennings með þessum hætti eins og í fluginu finnst mér gott mál.
Þetta mál með slökkviliðið á Akureyri á rétt á sér og ég styð þessa aðgerð. Bara í gær las ég frétt um að bæjarstjóri Akureyrar ætlaði að flytja slökkvibíl frá Akureyri til Húsavíkur. Draga úr öryggi á Akureyri til þess að þóknast einhverju áætlunarflugi í einkageira. Sem betur fer var hætt við það.
Málið er að það fer lítið fyrir þessari stétt nema þegar þörf er á henni. Þegar við þurfum að leita til þeirra þá óskum við að þeir hafi milljón á mánuði. Þess á milli er okkur alveg sama. Þetta er starfstétt sem vinnur undir miklu álagi og þarf að halda stjórn sinni á meðan aðrir fá taugaáfall. Samt eru þeir á svipuðum launum og afgreiðslumaður á kassa í verslun. Á meðan ég og aðrir geta farið að sofa á næturnar þurfa þeir að vera með símtækið við náttborðið og viðbúnir að hlaupa af stað um miðja nótt og koma að ömurlegum aðstæðum.
Ef þeir ná að vekja athygli að sínum málum með þessum hætti þá styð ég þá heilshugar!
Hleypa farþegum ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2010 | 11:05
Getur þessi stétt ekki bara farið í verkfall?
Kirkjunni gert að spara um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2010 | 16:48
Þýðing: Krónan er ónothæf
Það gefur augaleið að hér er Gylfi að leggja áherslu á að það er ekki hægt að nota íslensku krónuna í lánaviðskiptum.
Í venjulegum löndum þar sem notaðir eru venjulegir peningar er hægt að lána peninga á venjulegum vöxtum að viðbættu einhverju tryggingaálagi ef þörf er á. Hér á landi er þetta ekki hægt því krónan er ekki nothæf til slíks.
Þar að auki er efnahagslegur stöðuleiki ekki til. Ríkisvaldið eitt og sér er ómagi fyrir þjóðina; er skjaldborg fyrir minnihluta hóp fólks í stað þess að þjóna öllum þegnum jafnt.
Ef ríkisstjórnin þorir ekki að nota krónuna þá tel ég að við sem þjóð þurfum alvarlega að hugsa okkar stöðu.
Ath. Venjuleg króna er annar gjaldmiðill en verðtryggð króna.
Hagkerfið þolir ekki samningsvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010 | 16:06
Flugsýning endar sem bílasýning
Ég var á flugsýningunni áðan sem er líka haldin á Akureyri. Það biðu allir spenntir eftir því að sjá eina listflugvélina bruna framúr einni "bíldruslunni" í spyrnukeppni á flugbrautinni. Viti menn bíllinn hafði betur.
Þetta breyttist því úr flugsýningu yfir í bílasýningu. Ég vil meina að þetta hafi verið skipulagsleysi hjá þeim sem héldu hátíðina - að velja einhverja 250 hestafla rellu á móti 700 hestafla afmælisútgáfu af Mustang Saleen.
Búist við metaðsókn á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 23:05
Ég er alls ekki sérfræðingur...
Stöðuvatn myndast í gígnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2010 | 12:57
Ekki góð byrjun á markaðsdegi Íslands ;-)
Ætli að netið keyrist niður þegar auglýsingaátakið í kjölfar eldgossins hefst rétt bráðum?
Truflanir á netþjónustu Símans vegna bilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 08:23
Er þá ekki næsta skref að lækka verðið?
Þessi fjárfesting er af hinu góða. Þó hún virðist ekki skila methagnaði strax í upphafi þá mun þetta reynast okkur vel. Þetta er bara spurning um að lækka verðið á þessari þjónustu þannig að fleiri aðilar geti nýtt sér þjónustuna. Eða að þau fyrirtæki sem eru stórkaupendur fái lægra verð. Þetta skilar sér í aukinni notkun.
Internetið og gagnaflutningar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Ísland væri ekki svona nútímavætt ef það væri ekki fyrir þessa sæstrengi. Það sem helst hefur staðið fyrirtækjum og stofnunum fyrir dyrum er hár flutningskostnaður um hann.
Í fyrstu var alltof hár flutningskostnaður milli landshluta hér á landi. Nú hefur sá kostnaður lækkað stórkostlega - fyrirtæki og einstaklingar blómstrað í kjölfarið.
Um leið og millilandakostnaður lækkar þá sé ég fyrir mér enn fleiri sóknarfæri. Sem þjóð dælum við út sérhæfðu menntafólki sem eru með hugmyndir í biðröðum. Það segir sig sjálft að það geta ekki allir háskólamenntaðir unnið í fiski eða hjá opinberum stofnunum. Við viljum ekki að allir flytji erlendis til að geta unnið við það sem það lærði í skóla. Með góðu gagnasambandi er hægt að vinna með fólki í rauntíma út um allan heim - alveg eins og viðkomandi væri við næsta skrifborð í sama rými.
Þar sem fjárfestar hafa lækkað eða afskrifað hlutafé sitt í félaginu þá hlýtur arðsemiskrafa þeirra hafa fallið alveg eða lækkað verulega. Þess í stað getur fyrirtækið einbeitt sér að rekstrarkostnaði og reynt að halda rekstrinum í jafnvægi: getur nú hætt að einbeitta sér að vera gullgerðarvél fyrir fjárfesta.
Lánadrottnar munu ekki vilja eyða peningum í að grafa upp sæstrenginn lendi félagið í greiðsluþrot. Hann er kominn til að vera og verður að vera í gangi, sama hver á hann.
Þetta mun alveg án vafa vera til hagsbóta fyrir Ísland (einstaklinga, fyrirtæki, skóla og hið opinbera) til framtíðar!
Afskrifa milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 16:21
Þetta er ánægjuleg frétt
Það er ánægjulegt að ADSL verði núna aðgengilegt í Mývatnssveit.
Ég held að sumir viti ekki af því að stór hluti landsins hefur ekki hraðan aðgang að Internetinu. Vefir eins og mbl.is getur tekið margar mínútur í niðurhali bara vegna þess að auglýsingarnar eru svo þungar.
Dæmi eru um að mbl.is forsíðan hafi verið hátt í 2MB að stærð.
Þeir sem eru með ADSL eða ljósleiðara finna að sjálfsögðu ekki fyrir þessu.
ADSL í Mývatnssveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)