Mjög óheppið flugfélag

Þetta flugfélag virðist vera sérlega óheppið varðandi neikvæðar fréttir. Það er afar óheppilegt að lággjaldaflugfélag þurfi að takast á við slíkt enda oft rekstur þeirra í járnum.

Ryanair
Mynd samansett. Uppruni: www.ryanair.com og www.betty-noir.net

Kannski er eitthvað til í þeirri gagnrýni að ekki sé hægt að reka ódýrt flugfélag. Enda hef ég aldrei skilið af hverju það er ódýrara að fljúga frá Íslandi til Allicante heldur en að setja bensín á bílinn til þess að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það krefst mun meiri orku að flytja sama massa (payload) með flugi heldur en í bíl á jörðu niðri, hvað þá með skipi.

Það segir sig því sjálft að einhver villa er í þessu reikningsdæmi.


mbl.is Vél Ryanair snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki skrítið að RyanAir fái slæma umfjöllun, þar sem þeir gera lítið í ímyndarauglýsingum. Viðskiptavinir þeirra eru brenndir af allskonar auka-kostnaði sem oft fellur á ferðir þegar það er of seint að hætta við eða finna önnur flug, eitthvað sem var falið í smáa letrinu. Ákvörðun RyanAir að slaka á öryggiskröfum er ekki til að bæta það.

Varðandi flutning, þá kostar að sjálfsögðu meira að flytja hluti með flugi - þá er ekki hægt að bera saman ferð milli Rkv og Akureyrar og Íslands og Alicante, þú getur ekki skipt annarri vörunni út fyrir hina. Verð ræðst af framboði og eftirspurn, ekki kostnaði.

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 12:40

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vöruverð lækkar ef eftirspurnin er lítil og þar af leiðandi framboð er mikið. Það er gaman að vera neytandi við slíkar kringumstæður. Í þjónustugeira eins og flugi má slíkt ekki ráða ferðinni. Farþegaflug byggist á ímynd og öryggi. Öryggismál og viðhald hlýtur að vera skorið niður þegar flugmiðinn rétt nær að dekka eldsneytiskostnað.

Annar skilst mér að það sé ekkert mál að stofna flugfélag, þú þarft bara tölvu, síma og góðan háttsettan vin í bankanum. Nei, alveg rétt  ...það var fyrir bankahrunið.

Sumarliði Einar Daðason, 11.5.2010 kl. 13:33

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eitt sem ég kannski legg ekki nægilega mikla áherslu á í síðasta dæmi varðandi framboð og eftirspurn: Ég er að tala um farþegaflug, þar sem fólk er að versla með eigið öryggi. Fraktflutningar eru auðvita mun sveigjanlegri í því samhengi.

Sumarliði Einar Daðason, 11.5.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband