Færsluflokkur: Bloggar
16.11.2010 | 00:16
Hér er ein tillaga
Það er augljóst að það verður ekki bakkað með þessa framkvæmd úr þessu. Að mínu mati er þarna um hönnunargalla að ræða. Það átti ekki að koma neinum á óvart að það gæti komið hlaup í Markarfljót.
Hvort sem hlaup hefði orðið eða ekki þá hafa margir fræðingar og skipstjórar hér á landi ítrekað skrifað greinar um að sandburður yrði ávallt mikið vandamál tengt þessari höfn. Bandaríski herinn hætti við að reisa höfn á þessu svæði í seinni heimsstyrjöldinni bara út af þessu - samt voru þeir með úrval verkfræðinga sem reiknuðu þetta fram og aftur.
Ég tel að lausnin sé að færa sandburðinn út á meira dýpi og hafa innsiglinguna víðari. Það getur ekki verið dýrari lausn en að færa Markarfljót.
Hér setti ég inn dæmi hvernig sandburðurinn gæti færst lengra út.
Hér er annað dæmi þar sem ég er búinn að setja inn viðbótina.
Báðar myndirnar eru teknar af vef Landmælinga Íslands og þar má sjá þær óbreyttar.
Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2010 | 12:02
Aðeins 1.400 íbúar á hverja bensínstöð á Akureyri
Í dag eru samtals 12 bensínstöðvar á Akureyri. Það er ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu. Ef það er einhverstaðar samkeppni á milli bensínstöðva þá er það á Akureyri - eða ætti að vera það!
Ekki hefur ennþá verið samþykkt að reisa bensínstöðina þar sem fjólublái punkturinn er.
Eldsneytisverðstríð á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2010 | 23:43
Hann spilar svo illa úr þessu eins og forverar
Það fer ekki á milli mála að íslenska þjóðin var rænd - alveg eins og Bretar og Hollendingar. Íslenska þjóðin á ekki og getur ekki borið ábyrgð á starfi sem opinberir starfsmenn klúðruðu sínum eftirlitsskyldum. Það skiptir engu máli hvernig á það er litið, hver þeirra svaf á verðinum eða hver var upptekinn af öðru. Þetta lið fær borgað fyrir að fylgjast með svona hlutum.
Eitt er öruggt: Þeir sem tóku ekki þátt í þessum glæp eiga ekki að borga fyrir þetta!
Ef það væri einhver alvari í þessu máli þá væri búið að handtaka þá sem hugsanlega bera ábyrgð og leiða þá fyrir dómstóla.
Það sem mér finnst gremjulegast við þetta allt saman er að það er nóg til af eignum í þessum föllnu bönkum sem eru ábyrgir fyrir þessu. Það má bara ekki gera þessa skuld upp því þá græðir þrotabúið ekki eins mikið.
Fyrir mér lítur þetta út eins og að fá ömmu sína til þess að skrifa upp á víxil, borga hann ekki, láta selja ofan af ömmu sinni og hrósa sér svo yfir því hvað maður græddi mikið á meðan með því að borga ekki.
Það er einfaldlega eitthvað siðferðilega og andlega rangt við slíka hugsun.
En svona er víst flokkslýðræðið, það er ekki hægt að gelta á eitt tré fyrir það sem skógurinn gerir.
Aldrei spurning um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.10.2010 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 21:48
Voru þau ekki bara sofandi?
Kannski hafa þau ekki vitað hver var að halda ræðu því þau voru sofandi. Samkvæmt fréttum á Pressunni þá voru þau víst sofandi þegar Mugabe hélt ræðu:
Íslendingar gengu ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2010 | 09:30
Mjög léleg hagstjórn á Íslandi
Það er vel þekkt í hagfræði að í kreppu á að lækka skatta og stýrivexti. Einnig auka opinberar framkvæmdir.
Hér á Íslandi var þetta gert nákvæmlega öfugt: Í versta efnahagshruni heimssögunnar hjá einu þjóðfélagi eru skattar hækkaði og stýrivextir hækkaði (og ennþá haldið ótrúlega háum).
Svo er dregið úr opinberum framkvæmdum en laun og bruðl hækkað í efsta laginu í stjórnkerfinu.
Lýsa ótrúlegri vanþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2010 | 15:48
Má ekki líka hafa þessi grundvallargildi á Íslandi?
Það líður varla sá dagur að það heyrast ekki fréttir af barnafjölskyldum sem missa heimilin sín hér á landi og að ekki sé til matur á borðum. Væri ekki hægt að líta sér nær og gera eitthvað í vandamálum hér á Íslandi í stað þess að gaspra um það í útlöndum?
Það virðist ekkert þokast áfram hjá stjórnvöldum hér og félagsleg vandamál eiga bara eftir að aukast næstu misseri - bara út af aðgerðar- og skilningsleysi stjórnvalda.
En kannski eru Sameinuðu þjóðirnar mikilvægari en íslenska þjóðin - alveg eins og frægt var orðið með Ingibjörgu Sólrúnu, þegar öryggisráðið var mikilvægara en að bregðast við.
Hlustum á raddir kvenna og barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2010 | 12:57
Eru þetta bara lán ríkisins?
Nýta gjaldeyrisforðann í afborgun lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2010 | 12:26
Verður útflutningurinn niðurgreiddur af skattgreiðendum?
Mér skilst að kindakjötframleiðsla sé niðurgreidd úr ríkissjóði. Má því ekki segja að skattgreiðendur eru með þessu móti að niðurgreiða munaðarvöru sem fáir hafa efni á? Sem og niðurgreiða framleiðslu til útflutnings?
Hingað til hefur alltaf verið að tala um að þessi niðurgreiðsla sé til þess að viðhalda matvælaöryggi hér á landi.
Lambakjöt mun hækka í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 17:45
Það átti að troða bensínstöð þarna niður líka
Ég held að flestir vilji fá KFC á Akureyri en eru á móti því að það átti að troða niður enn einni bensínstöðinni við hliðina á KFC samkvæmt þessari deiliskipulagstillögu. Það er meira en nóg af bensínstöðvum á Akureyri og a.m.k. tvær í sjónlínu frá þessum bletti.
Þetta er því að mínu mati klúður í þessu deiliskipulagi frekar en að Akureyringar vilji ekki KFC.
Á myndinni hér að neðan sést hvernig bensínstöðvar dreifast um Akureyri.
Það er samtals 11 bensínstöðvar á Akureyri og innan skamms verða þær orðnar 12 (sjá appelsínugula punktinn). Það er verið að reisa eina á Glerártorgi. Það eru ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu.
Tíu ár frá fyrstu umsókn KFC á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.9.2010 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.9.2010 | 15:27
Það er 50% meiri mengun á Akureyri núna!!
Það eru 365,78 µg/m3 sem er flokkað slæmt (sjá www.akureyri.is). Í Reykjavík (sjá www.reykjavik.is) er aðeins 330 µg/m3 (líka slæmt).
Bætt við: Mengunin á Akureyri er núna komin upp í 491,61 µg/m3 (sem er ekkert smá mikil hækkun frá því fyrir ca. 20 mín.).
Kl. 18:00 er mengunin komin upp í 901,81 µg/m3
Svifryk yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)