Má ekki líka hafa þessi grundvallargildi á Íslandi?

Það líður varla sá dagur að það heyrast ekki fréttir af barnafjölskyldum sem missa heimilin sín hér á landi og að ekki sé til matur á borðum. Væri ekki hægt að líta sér nær og gera eitthvað í vandamálum hér á Íslandi í stað þess að gaspra um það í útlöndum?

Það virðist ekkert þokast áfram hjá stjórnvöldum hér og félagsleg vandamál eiga bara eftir að aukast næstu misseri - bara út af aðgerðar- og skilningsleysi stjórnvalda.

En kannski eru Sameinuðu þjóðirnar mikilvægari en íslenska þjóðin - alveg eins og frægt var orðið með Ingibjörgu Sólrúnu, þegar öryggisráðið var mikilvægara en að bregðast við.


mbl.is Hlustum á raddir kvenna og barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

já ég var að' hugsa svipað, eða aðallega um fólk á bótum sem á að lifa á sömu upphæðum og voru 2008 þó allt hafi hækkað, það vantar ekki fögur orð og hugsjónir hjá henni núna. ég er sjálfur atvinnulaus og margsinnis búin að minna alþingismenn á þann heim , og hvernig sé að eiga að lifa af 130.000 á mánuði, samt aðeins þingmenn hreyfingarinnar sem svara, eða svona oftast.

svo eru konur ekki betri menn en aðrir, þó þær greinilega haldi það.

GunniS, 22.9.2010 kl. 15:55

2 identicon

Einar heldur þú í alvörunni að einhver hér´a landi sé að svelta?

Í erfiðleikum já... en þessi vandamál eru ekki sambærileg þeim sem fátækari ríki eru að glíma við.

Ég tek þó undir að Jóhanna er ekki að standa sig í starfinu.

Geiri (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Geiri, já, ég held það í alvörunni. Það er nefnilega ekki allt sem kemst í fjölmiðla.

Sumarliði Einar Daðason, 22.9.2010 kl. 16:04

4 identicon

Eina fólkið á Íslandi sem getur fræðilega dáið úr hungri eru rónar sem vilja ekki þyggja hjálp.

Ég mun aldrei trúa því að fólk hreinlega svelti. Ef svo ólíklega færi þá hefur manneskjan ekki nýtt sér öll þau úrræði sem eru í boði.

Geiri (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:11

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Geiri, hvaða úrræði standa til boða fyrir þá sem eru ekki rónar en eiga ekki pening til að kaupa sér mat? Athugaðu að það eru ekki allir einhleypir með yfir 250 þús.kr. á mánuði. og eiga eða búa í húsnæði án endurgjalds.

Sumarliði Einar Daðason, 22.9.2010 kl. 22:54

6 identicon

Á Íslandi er alltaf hægt að redda sér með einum eða öðrum hætti, þó að það geti verið erfitt stundum fyrir suma. Það er tryggt lágmarksframfærslu á Íslandi. Þó að hún sé ekki há þá á hún samt að duga að fyrir lísnauðsynjum.

Svo eiga flestir ættingja sem myndu ekki horfa upp á mann svelta. Svo eru líka til hjálparsamtök fyrir þá sem eru í þeirri stöðu að eiga enga að.

Sá sem er að kafna í skuldum getur farið í gjaldþrot og notað peningana í nauðsynjar.

Ég er ekki að gera lítið úr stöðunni, það eru margir sem eiga erfitt, en þeir sem trúa því að fólk sé hreinlega að deyja úr hungri er ekki í tengslum við raunveruleikann. Það er hægt að gagnrýna hlutina án þess að ýkja þá.

Endilega reynið að finna eitt dæmi um einhvern sem hefur dáið úr hungri á Íslandi seinustu ár, ég bíð spenntur.

Geiri (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 13:25

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Sagði Jóhanna, að ekkert barn mætti vera heimilislaust, skorta mat og drykkjarvatn, fara á mis við skólagöngu eða þjást af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir."

Hér er Jóhanna að tala um skort og heimilisleysi. Þegar þú missir heimilið þitt á Íslandi og býrð hjá ættingja eða vini þá er það heimilisleysi. Þegar þú hefur ekki efni á því að kaupa mat hvern einasta dag þá er það skortur. Sumir geta ekki farið í framhaldsskóla vegna peningaleysis. Aðrir sleppa því að leita til læknis (sérstaklega tannlæknis) vegna peningaleysis. Allt eru þetta staðreyndi hér á landi.

Hins vegar man ég ekki eftir því sérstaklega að einhver hafi dáið beint úr hungri hér á landi. Það hafa þó einhverjir svipt sig lífi út af vonleysi varðandi atriði sem eru talin hér upp að ofan.

Sumarliði Einar Daðason, 23.9.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband