Að gera úlfalda úr mýflugu

Bond, Hómer BondMiðað við umfjöllunina af þessu máli þá lítur allt út fyrir að það sé verið að gera úlfalda úr mýflugu.

Svo lengi sem tölvan hefur ekki sprungið og brunnið til kaldra kola, eins og í njósnamynd, þá ætti að vera hægt að opna harða diskinn og skanna allt efni sem hefur verið á honum. Sæmilegir tölvumenn ættu að geta gert það hér innanlands. Í versta falli er hægt að senda diskinn erlendis og láta lesa diskinn þar.

Þó gögnum sé eytt af diskum og jafnvel þó diskurinn formataður mörgum sinnum þá er hægt að ná í gögn af honum mörg ár aftur í tímann. Fólk flaskar einmitt á þessu þegar það er að selja gamlar tölvur eða henda gömlum diskum.

"Góðir" tölvuþrjótar og "njósnarar" myndu eflaust nýta sér aðra veikleika til þess að komast yfir gögn ef þeir ætluðu sér það - en ekki skilja eftir hardcore sönnunargögn inná skrifstofu Alþingis.


mbl.is Fagmaður að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég giska á ónafngreindan þingvörð sem glataði myndbandsupptökum og man svo ekki neitt...

corvus corax, 20.1.2011 kl. 16:22

2 Smámynd: Björn Jónsson

Já....... Lekabytturnar eru víðar en á R.Ú.V.

Björn Jónsson, 20.1.2011 kl. 16:31

3 Smámynd: Einar Steinsson

Harði diskurinn skiptir litlu í þessu tilfelli, menn vilja vita hvað var vélin að gera meðan hún var þarna í gangi og það fer ekki fram á harða diskinum heldur í vinnslumynni, diskurinn er bara geymsla.

Hugsamlega var enginn harður diskur í vélinni heldur var henni startað upp af CD/DVD eða USB lykli sem síðan var fjarlægður eftir ræsingu og það ástæðan fyrir þessari "sjálfseyðingu" þegar slökkt var á véinni. Harður diskur er nefnilega ekki nauðsynlegur hluti tölvu heldur aukabúnaður til þæginda og til að geyma gögn.

Einar Steinsson, 20.1.2011 kl. 22:11

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er alveg rétt hjá þér Einar. Það sem þú bendir á er líka hægt að gera á öllum hinum tölvunum á Alþingi ef út í það er farið. Það eru líka ótrúlega margar aðrar leiðir sem alvöru njósnarar eða tölvuhakkarar myndu nota.

Það er einmitt kjarninn með fjölmiðlafárið í kringum þetta - alltof fyndið til að vera satt

Sumarliði Einar Daðason, 20.1.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband