Uppsögn bæjarstjóra?

Þó einhverjir lögfræðingar segi að það er ekkert beint í lögum eða samningum sem banni ákveðna hegðun þá er það nú bara þannig að það er treyst líka á almennt siðferði og réttlætiskennd.

Í venjulegum siðmenntuðum löndum myndi bæjarstjórinn segja af sér þegar svona siðleysi og bruðl kemst upp.

Það eru meðal annars svona hlutir sem eru búnir að keyra þjóðfélagið í kaf. Þetta mál er aðeins lítið sýnishorn af misnotkun SUMRA opinberra starfsmanna á opinberu fé. Sem betur fer er meirihluti opinberra starfsmanna með hreina samvisku - en hinn siðlausi hlutinn er alltof dýr fyrir samfélagið.


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað kemur ekkert annað en uppsögn til greina; Tímar afsakana eru löngu liðnir.
Hverju getur hún beðist afsökunnar á, engu nema því einu að hún var nöppuð.


doctore (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 09:02

2 Smámynd: Óli Jóhann Kristjánsson

til hvers var hún að nota aðra bíla úr þjónustuveri bæjarins og í hvaða tilgangi. Var það kannski af því að dóttirin var á Bæjarstjóra bílnum?  Djöfull er maður orðin orðinn þreyttur á þessu kjaftæði. 

Óli Jóhann Kristjánsson, 10.2.2011 kl. 09:14

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er satt siðferðið er brenglað, og virðist verða beinglaðara eftir því sem fólk á að vera upplýstara af menntun og  fer með meiri ábyrgð.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 09:44

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rosalega er ég þreyttur á ykkur - ÞAÐ GILDA ALLT AÐRAR REGLUR UM SAMFYLKINGARFÓLK EN ANNAÐ FÓLK.

Það má gera það sem því sýnist - OG ENGAR ÚTÁSETNINGAR - samkvæmt niðurstöðum þeirra sjálfra eru þau ekki sakhæf ( sbr. atkvæðagreiðslu í þinginu ) og hættið svo að vera með athugasemdir.

Ef þið trúið ekki mínum orðum ættu þið að spyrja Jóhönnu - hún veit þetta alltsaman -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.2.2011 kl. 10:16

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef konan segir satt um að bíllinn sé hluti af launakjörum hennar, er þessi umræða gjörsamlega út í hött.  Segjum að mat á afnotum af bíl sé eitt hundrað þúsund á mánuði, skiptir varla máli fyrir launagreiðandann hvort hann borgi milljón í laun og ofan á það bíl fyrir 100.000 eða hvort hann greiðir 1.100.000 í laun. 

Megi hún ekki ráðstafa bílnum eins og hún vill, er betra fyrir hana að skila bílnum og fá 100.000 í viðbót í launaumslagið, nota 100.000 til að reka eigin bíl og nota svo bíla bæjarins í vinnunni.  Þessi umræða er alveg út í hött og sennilega runnin undan rifjum Guðríðar sem dreymir um að verða bæjarstjóri.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.2.2011 kl. 10:39

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ætti það þá ekki að standa í ráðningasamningnum að hún megi ráðstafa bílnum að vild til fjölskyldumeðlima?

Þó svo að mér standi til boða hádegismatur hjá vinnuveitenda mínum ætti ég kannski ekki að taka það sem svo að ég mætti mæta með fjölskyldumeðlimi í mat þó svo ráðningasamningur tæki það ekki sérstaklega fram. 

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 10:57

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Kjartan, ég veit ekki einu sinni hver þessi Guðríður er og ég þekki ekkert til bæjarstjórnar Kópavogs. Ég vissi ekki einu sinni hver er bæjarstjóri Kópavogs fyrr en ég las þessa frétt.

Af hverju var þessi bæjarstjóri að afhenda dóttir sinni kort til úttektar á fjármunum bæjarins? (Bensínkortið)

Það eitt og slíkt er mjög varhugaverð varðveisla fjármuna skattgreiðenda og trúnaðarbrestur bæjarstjóra gagnvart þeim.

Sumarliði Einar Daðason, 10.2.2011 kl. 11:15

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sumt bara breitist ekki neitt og staðfestir "skammarlaust" siðblindu svo margra í eða á kerfinu og er þessi eflaust ágætis kona fín fyrirmynd þessa

hvað ungum temur, gamall nemur

Jón Snæbjörnsson, 10.2.2011 kl. 11:27

9 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sumarliði, ég þekki lítið nánast ekkert til þessarra mála, finn að vísu hvergi að dóttirin hafi verið með bensínkort bæjarins. 

Ég býst við að bæjarstjórinn telji fram til skatts samkvæmt hlunnindamati ríkisskattstjóra sem tekjur notkunina á bílnum,  ég átta mig ekki á því af hverju fóllk er látið borga skatt af notkun bíls sem vinnuveitandi skaffar, megi ekki nota hann eins og heimilisbíl.  Það er að mínu mati út í hött að borga skatt af notkun bíls ef það er nauðsynlegt að eiga bíl fyrir alla notkun sem ekki tilheyrir starfinu.

Kjartan Sigurgeirsson, 10.2.2011 kl. 12:48

10 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég sá þetta á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Þar stendur orðrétt:

Rekstur bíls bæjarstjórans er greiddur úr bæjarsjóði – þar með talið bensín sem hún hefur sérstakt bensínkort fyrir. Dóttir hennar sækir framhaldsskóla í Reykjavík og er stundum á Toyotunni. Hún getur einnig notað bensínkortið. „Ef dóttir mín hefur þurft að setja bensín á bílinn þá er það undantekningartilfelli,“ segir bæjarstjórinn.

Það er mikilvægt að greina á milli hvað eru skattskyld hlunnindi, hvað tilheyrir starfi og hvað er verið að misnota.

Ég held að almenningur sé búinn að fá leið á afsökunum eins og "ég hefði mátt vita betur", "mér var ekki kunnugt um", "óheppilegt" eða "það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á". Sérstaklega þegar um er að ræða stjórnendur.

Sumarliði Einar Daðason, 10.2.2011 kl. 13:11

11 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég tek Kjartan á þetta, það myndi enginn ykkar afþakka bíl sem hluta af sínum starfskjörum væri það í boði. 

Einnig er þetta til í nokkrum þrepum, það er reglur skattstjóra um hlunnindi, hæðsta þrepið af þessum skatt er greitt þegar viðkomandi hefur "full ummráð og ótakmarkaðan afnotrarétt" af bílnum.  Kanski er þessi ágæta kona einmitt með þann díl.. ég veit það ekki...

Veit það einhver annar hér inni...??

Eiður Ragnarsson, 10.2.2011 kl. 13:25

12 Smámynd: Skarfurinn

Kjartan: þú ert gjörspilltur og með illa mengaðan hugsunarhátt, þú hefur greinilega misnotað eitthvað álíka segi ég.

Skarfurinn, 11.2.2011 kl. 09:10

13 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Skarfur, ég hef aldrei haft nein svona hlunnindi, það er misskilningur hjá þér, en ég mundi aldrei láta bjóða mér að vera skattlagður vegna hlunninda eins og þessarra og mega ekki nota hann eftir eigin höfði. 

Ég verð að játa að fyrir nokkrum árum varð ég hneykslaður eins og þið á meintri misnotkun á bíl sem fyrirtæki skaffaði, mér var bent á að þetta væru launakjör, hlunnindaþeginn hefði eins geta farið fram á hærri laun sem nemur skattmatinu og rekið eigin bíl fyrir þann pening, honum hefði hann mátt ráðstafa að eigin vild, lána börnunum sínum hann, nágrannanum og jafnvel konunni. 

Ég tel að sinnaskipti mín á sínum tíma hafi verið réttlætanleg og ég nenni ekki núna á gamalsaldri að skipta aftur um skoðun.

Kjartan Sigurgeirsson, 11.2.2011 kl. 10:56

14 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er gerður greinamunur á því þegar bíll er hluti af launakjörum til einkanota og þegar bíl er ætlað að vera til notkunar tengt vinnu. Það segir sig sjálft að bæjarstjóri er í vinnunni 24/7 og því sanngjarnt að hann hafi bíl til umráða vegna vinnu og greiði engan skatt af því. Í því samhengi á ekki að nota bílinn til augljósra einkanota. Þetta er mjög skýrt hjá skattinum.

Kjarni málsins í þessu tilfelli er:

  • bæjarstjórinn hafði bílinn til umráða til þess að sinna sínu starfi.
  • bæjarstjórinn lánaði bílinn
  • bæjarstjórinn fékk aðra bíla lánaða frá vinnuveitanda á meðan
  • bæjarstjórinn lét óviðkomandi hafa greiðslukort á ábyrgð skattgreiðenda
  • bæjarstjórinn lét ekki af háttsemi sinni fyrr en fjallað var um málið opinberlega
  • rangtúlkun bæjarstjórans kostaði skattgreiðendur fé sem ella hefði geta farið í að borga niður leigubíl fyrir fatlaðan pilt í Kópavogi (bara eitt dæmi)

Eins og ég benti á í færslunni minni hér á ofan (ca. tveimur tímum áður en bæjarstjórinn baðst afsökunar) þá virðist málið vera dautt. Bæjarstjórinn segir orðrétt:

"Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningarsamninginn á þann veg sem ég gerði [...]"

Það er ótrúlegt hvað íslenskir stjórnmálamenn eru fyrirsjáanlegir, ábyrgðalausir og siðlausir.

Sumarliði Einar Daðason, 11.2.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband