Fagleg niðurstaða Fjallabyggðar og lögreglu

Það er auðvita nauðsynlegt að fá svona mál á hreint og lögreglan má ekkert ákveða einhliða hvað á að rukka hverju sinni. Þetta er bara prinsipp mál.

„Fjalla­byggð mun ekki greiða um­rædd­an lög­gæslu­kostnað nema að æðra stjórn­vald eða dóm­stól­ar ákveði að Fjalla­byggð beri að greiða þenn­an kostnað. Fjalla­byggð mun eðli­lega hlíta þeim úr­sk­urði,“ seg­ir á vefsíðu Fjalla­byggðar.


mbl.is Síldarævintýrið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fara svo "löggu" peningarnir?

Ég skrifa þetta blogg bara til þess að vekja umræðu um stöðu lögreglunnar. Ég er hlynntur öflugri löggæslu á landinu öllu og ég tel að lögreglan sé alvarlega fjársvelt miðað við það öryggis- og þjónustuhlutverki sem henni er ætlað að sinna.

Mér skilst að standart gjald fyrir hátíðir sé um 600.000 kr. en hvert fer peningurinn? Er hann eyrnamerktur lögreglunni? Hver ákveður gjaldið? Fer hann í ríkissjóð þar sem hann hverfur í skúffuverkefni stjórnmálamanna?

Ég er á því að lögregluembætti megi ekki hagnast á sektum, gjöldum eða neinu slíku. Það bara má ekki flækja því saman. Þá verða þeir efnameiri betur settir með löggæslu heldur en þeir "fátæku".

Hvað um þá sem ætla að mótmæla við Alþingi? Mega þeir ekki lengur mótmæla nema borga lögreglunni?

Er þetta ekki ávísun á opinbera spillingu?

Hvað með aukningu erlendra ferðamanna til landsins? Má ekki leggja "öryggisgjald" á þá? Þeir valda mjög miklu álagi á lögreglu.

Fyrirvari: Þó ég tali um lögreglu, erlenda ferðamenn, spillingu o.s.frv. þá er ég ekki að draga einn eða neinn í dilka né að saka einn eða neinn um neitt.


mbl.is Verður ævintýrið haldið í óleyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blýantsteikning sem verður að tölvugrafík

Ég gaf mér smá frí í vinnu og tók blýantsteikningu sem ég gerði, skannaði hana inn, útlínaði hana í Illustrator og litaði í Photoshop. Set hana hérna inn til gamans og til þess að sýna hvernig svona myndir verða oft til. Þetta var eitthvað sem ég krotaði bara fyrir tilviljun og hefur engan tilgang.

Blýantsteikning sem verður að tölvuteikningu


Er verið að kaupa aftur hlutinn sem seldur var nýlega?

Það er ekki langt síðan útvöldum var leyft að kaupa hlut Arion banka í Símanum á undirverði þar sem kaupendur högnuðust verulega þegar Síminn var svo settur á markað.

Núna er Arion banki að kaupa aftur hlut í Símanum. Hvað er eiginlega í gangi hér? Er Arion banki að hugsa um hag eiganda sinna?


mbl.is Arion kaupir 36 milljóna hlut í Símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekkert fyrirtæki hér á Íslandi með ISO 9001 vott­un?

Mér skilst að Þór sé skilgreint sem varðskip og þurfi því ekki að bjóða út evrópska efnahagssvæðinu. Hefði ekki verið upplagt að bjóða þetta út á Íslandi og halda uppi atvinnu og spara gjaldeyri? Eru kannski ekki fyrirtæki hér á Íslandi sem hafa burði til þess að gera þetta?


mbl.is Kæra útboðið á viðgerð Þórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þau stöðva ekki fyrr en í heima­höfn"

„Þau stöðva ekki fyrr en í heima­höfn. Á meðan þau eru í sigl­ingu í er­lend­um höfn­um þá halda þau áfram allt þar til þau koma í heima­höfn,“ seg­ir Ólaf­ur og bæt­ir við að því taki um viku að stöðva öll skip­in.

Hvar er heimahöfn þessara skipa? Síðast þegar ég vissi þá er heimahöfn flestra þeirra erlendis. Getur til dæmis Goðafoss og Dettifoss bundist við bryggju í sinni heimahöfn sem er Saint John, Antigua and Barbuda?


mbl.is Tekur viku að stöðva öll skipin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er jörðin virkilega flöt?

Bandaríski rapparinn Bobby Ray Simmons Jr. virðist greinilega ekki hafa ferðast með flugvél, þar sem augljóslega má sjá að jörðin er í boga og Jörðin mjög líklega hnöttótt. Einnig nægir að vera í Reykjavík og horfa á Snæfellsjökul og aka svo þangað og sjá svo Snæfellsnesið við sjólínu. Þetta eru bara dæmi og einhver ætti að bjóða honum ferð til Íslands.

Hins vegar, ef maður ferðast lítið út fyrir sitt heimasvæði eða hverfi - og fær bara vitneskju frá miðlum eins og sjónvarpi, bókum og internetinu - þá á maður auðvita ekki að trúa öllu - því þetta er allt eitt stórt samsæri. Það eru alls konar lygar í gangi. Bíómyndir gefa til dæmis mjög oft skakka mynd af raunveruleikanum. Sum staðar er hægt að grafa upp síður á internetinu þar sem það er vísindalega sannað að geimferðir eru ekki til og menn hafa aldrei komist til Tunglsins. Geimverur eru í raun ekki til, heldur eru þær íslenskir álfar sem Sigur Rós stjórnar í samstarfi við hljómplötuútgefandann NASA. ISS er bara einkaréttafélag stjórnað af Sony.

(Ég varð að láta þessa vitleysu frá mér því ég hló svo mikið af þessari frétt.)

Bætt við 27.01.2016:
Þessi kenning Bobby Ray virðist hafa vakið athygli víða um heim. Hér er áhugaverð grein um flata Jörð (á ensku):

Bad Rap: Why B.o.B Is Wrong About a Flat Earth


mbl.is Segir milljónum að jörðin sé flöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skjaldamerki Akureyrar eitthvað minna merkilegt?

Ég teiknaði þessa mynd fyrir nokkrum vikum til þess að benda á misnotkun skjaldamerkis Akureyrar. Þetta er háðdeila á alla sem eiga að verja merkið. Myndir segja meira en 1000 orð. Skjaldamerki Akureyrar


mbl.is „Óheppileg notkun“ á skjaldarmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglum breytt með skömmum fyrirvara

Ég er einn af þeim sem fékk svona bréf og skyndilega hækkaði allt um 400%. Mér skilst af já.is að þetta sé bara breytt fyrirkomulag hjá þeim. Það er hægt að óska sérstaklega eftir því að vera fluttur í annan flokk (sem gerir það sama og áður) en það þurfi sérstaklega að tilkynna það. En það er hægt að leiðrétta það innan tveggja mánaða áður en símaskráin verður prentuð 2016 (sem verður í síðasta sinn sem símaskráin er prentuð). Eftir það verður allt rafrænt (og vonandi ódýrara).


mbl.is Skráning hjá Já nær stórhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamennirnir þrettán - íslensku jólasveinarnir

Það er núna sem innbrotahrina jólasveinanna þrettán byrjar. Þar sem þetta er skipulögð og kerfisbundin glæpastarfsemi, á maður að tilkynna þetta til Ríkislögreglustjóra eða bara svæðisbundnar lögreglu?

Já, ég veit. Ég er árlega búinn að vara við þessum hryðjuverkamönnum með því að hringja í 112 en þar er mér alltaf sagt að sérsveitin er að reyna að hnitmiða staðsetningu þeirra út með aðstoð Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar.

Á meðan aðrar þjóðir eru að glíma við sín vandamál þá erum við með langvarandi glæpagengi sem hrellir fullorðna jafnt sem börn, sem er jafnvel stýrt af mannætu sem sýður börnin okkar til áts ef við hlýðum ekki þeirra reglum.

Svo sýnist mér 13. jólasveinninn mun líklegri að vera með dýnamít heldur en kerti.

Það er augljóst að það vantar meira fjármagn til þess að finna þessa jólasveina og höfuðpaurinn - allt strandar þetta á Alþingi og fjárlaganefnd.

laughing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband