Hryðjuverkamennirnir þrettán - íslensku jólasveinarnir

Það er núna sem innbrotahrina jólasveinanna þrettán byrjar. Þar sem þetta er skipulögð og kerfisbundin glæpastarfsemi, á maður að tilkynna þetta til Ríkislögreglustjóra eða bara svæðisbundnar lögreglu?

Já, ég veit. Ég er árlega búinn að vara við þessum hryðjuverkamönnum með því að hringja í 112 en þar er mér alltaf sagt að sérsveitin er að reyna að hnitmiða staðsetningu þeirra út með aðstoð Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar.

Á meðan aðrar þjóðir eru að glíma við sín vandamál þá erum við með langvarandi glæpagengi sem hrellir fullorðna jafnt sem börn, sem er jafnvel stýrt af mannætu sem sýður börnin okkar til áts ef við hlýðum ekki þeirra reglum.

Svo sýnist mér 13. jólasveinninn mun líklegri að vera með dýnamít heldur en kerti.

Það er augljóst að það vantar meira fjármagn til þess að finna þessa jólasveina og höfuðpaurinn - allt strandar þetta á Alþingi og fjárlaganefnd.

laughing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður! smile

Jóhann Elíasson, 11.12.2015 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband