Er jörðin virkilega flöt?

Bandaríski rapparinn Bobby Ray Simmons Jr. virðist greinilega ekki hafa ferðast með flugvél, þar sem augljóslega má sjá að jörðin er í boga og Jörðin mjög líklega hnöttótt. Einnig nægir að vera í Reykjavík og horfa á Snæfellsjökul og aka svo þangað og sjá svo Snæfellsnesið við sjólínu. Þetta eru bara dæmi og einhver ætti að bjóða honum ferð til Íslands.

Hins vegar, ef maður ferðast lítið út fyrir sitt heimasvæði eða hverfi - og fær bara vitneskju frá miðlum eins og sjónvarpi, bókum og internetinu - þá á maður auðvita ekki að trúa öllu - því þetta er allt eitt stórt samsæri. Það eru alls konar lygar í gangi. Bíómyndir gefa til dæmis mjög oft skakka mynd af raunveruleikanum. Sum staðar er hægt að grafa upp síður á internetinu þar sem það er vísindalega sannað að geimferðir eru ekki til og menn hafa aldrei komist til Tunglsins. Geimverur eru í raun ekki til, heldur eru þær íslenskir álfar sem Sigur Rós stjórnar í samstarfi við hljómplötuútgefandann NASA. ISS er bara einkaréttafélag stjórnað af Sony.

(Ég varð að láta þessa vitleysu frá mér því ég hló svo mikið af þessari frétt.)

Bætt við 27.01.2016:
Þessi kenning Bobby Ray virðist hafa vakið athygli víða um heim. Hér er áhugaverð grein um flata Jörð (á ensku):

Bad Rap: Why B.o.B Is Wrong About a Flat Earth


mbl.is Segir milljónum að jörðin sé flöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband