Hvert fara svo "löggu" peningarnir?

Ég skrifa þetta blogg bara til þess að vekja umræðu um stöðu lögreglunnar. Ég er hlynntur öflugri löggæslu á landinu öllu og ég tel að lögreglan sé alvarlega fjársvelt miðað við það öryggis- og þjónustuhlutverki sem henni er ætlað að sinna.

Mér skilst að standart gjald fyrir hátíðir sé um 600.000 kr. en hvert fer peningurinn? Er hann eyrnamerktur lögreglunni? Hver ákveður gjaldið? Fer hann í ríkissjóð þar sem hann hverfur í skúffuverkefni stjórnmálamanna?

Ég er á því að lögregluembætti megi ekki hagnast á sektum, gjöldum eða neinu slíku. Það bara má ekki flækja því saman. Þá verða þeir efnameiri betur settir með löggæslu heldur en þeir "fátæku".

Hvað um þá sem ætla að mótmæla við Alþingi? Mega þeir ekki lengur mótmæla nema borga lögreglunni?

Er þetta ekki ávísun á opinbera spillingu?

Hvað með aukningu erlendra ferðamanna til landsins? Má ekki leggja "öryggisgjald" á þá? Þeir valda mjög miklu álagi á lögreglu.

Fyrirvari: Þó ég tali um lögreglu, erlenda ferðamenn, spillingu o.s.frv. þá er ég ekki að draga einn eða neinn í dilka né að saka einn eða neinn um neitt.


mbl.is Verður ævintýrið haldið í óleyfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband