9.4.2018 | 18:25
Smálán og verðtryggð lán - sama bölið
Það er ánægjulegt að Alþingismenn eru að vakna til lífs og sjái okrið á smálánum.
En ánægjulegra væri ef þau vöknuðu til lífs varðandi verðtryggð lán. En þar setja þau sjónaukann fyrir blinda augað og segja ekkert.
Þau hamra á fjármálalæsi en það er nánast vonlaust fyrir flesta að vita hvernig verðtryggð lán enda - enda ekki hægt - þó þú sért dúx í fjármálum, viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.
Verðtryggð lán ætti að vera fyrir löngu búið að afnema, nema til fagaðila.
Ef menn þora ekki að afnema hana á einu bretti, þá að minnsta kosti taka húsnæðisliðinn út til að byrja með. Á sama tíma festa neyslukörfuna þannig að sömu vörur/þjónusta haldi vægi sínu út tímann - en ekki sé flakkað með neyslumynstur á hverjum tíma eftir því hvað er í tísku hverju sinni.
Smálán ekkert annað en óværa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2018 | 15:25
Á lögreglan að stunda leigubílaakstur?
Samkvæmt fréttum á DV.is þá er Landhelgisgæslan farin að stunda útleigu á farakostum sínum til einkaaðila. Ekki bara að taka þátt í opinberum verkefnum erlendis. Maður spyr sig hvar mörkin liggja. Er til dæmis siðferðislega rétt að lögreglan fari að stunda leigubílaakstur fyrir almenning til þess að drýgja tekjurnar? Eða sjúkrahús að stunda hótelrekstur?
Það er kominn tími á það að stjórnmálamenn hypji upp um sig brók og fjársvelti ekki nauðsynlegar stofnanir hér á landi. Þetta er til skammar.
Myndin er DV og er beinn linkur á heimasíðu þeirra.
31.12.2017 | 17:42
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 15:54
Hvað veldur rakaskemmdum?
Ég er mjög hissa á að svona nýlegt hús skuli vera nánast ónothæft vegna rakaskemmda. Hvað er það sem veldur þessu? Er það lélegur frágangur eða léleg hönnun? Alltof mikill hraði á byggingartíma? Kannski ódýrir undirverktakar?
Ég hélt að tækniþekking í þessum geira væri það mikil að svona ætti ekki að koma upp.
Tjón á húsi OR nemur 1,7 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2016 | 17:09
ASÍ - Animal farm í hnotskurn
Fyrir þá sem fatta ekki hvað er í gangi þá mæli ég með að horfa á þessa mynd til enda.
Þessi saga er til í ótal útgáfum en þessi er streymuð beint frá YouTube.com þannig að höfundaréttarmál eru á þeirra ábyrgð.
Stríðsyfirlýsing við okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2016 | 16:58
Landsbjörg er mikilvæg - á meðan stjórnmálamenn klúðra öllu
Venjulega læt ég nægja að ausa úr skál reiði minnar á Facebook varðandi öryggismál hér á Íslandi og hvað allt er furðulegt þegar kemur að "stjórnmálamannamafíunni".
Þetta fólk (ég sagði ekki gaurar af því einhver gæti móðgast, en konur eru líka menn) er að leggja sig í svakalega lífshættu bara til þess að bjarga öðru lífi.
Ef einhver hefur S.O.S. samband við Alþingi (sem er nánast heiladautt og hugsar um framtíðarmöguleika) þá má viðkomandi segja þeim það.
Eins og ég skynja ástandið, þá er hópurinn sem er að verja Ísland í raunveruleikanum alveg að verða búið að fá nóg af þessu rugludöllum sem eru bara að bjarga eigin skinni. Það verður enginn bóndi, skipstjóri eða flugmaður - eða forstjóri, ef hann hugsar bara um eigið útgönguop eftir innsetningu ofar í líkamanum.
Umfangsmikil æfing Landsbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2016 | 02:38
Osiris REx skotið til Bennu - Heimsviðburður
Af því að Morgunblaðið hefur ekki ennþá sagt frá þessu þá má ég til með að gera það. Þann 8. september 2016 kl. 7:05 á ED tíma tókst NASA að skjóta upp Osiris REx geimflauginni á loft til móts við smástirnið Bennu þar sem ætlað er að safna sýnum sem gæti varpað ljósi á uppruna lífsins og hvernig Jörðin varð til eins og við þekkjum hana.
Skotið heppnaðist fullkomlega. Eldflaugin er mjög tæknilega vel búin í alla staði. Þekkingin kemur víða að úr heiminum þó verkinu sé stýrt af NASA.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.asteroidmission.org/
Merki hér að ofan og upplýsingar eru eign NASA.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2016 | 05:43
2016 QL44 - Loftsteinn - 17. september - Enginn heimsendir
Ég rakst á frétt á pressan.is þar sem fyrirsögnin er:
Risastór loftsteinn stefnir á jörðina QL44 er væntanlegur 17. september
Það eru margir auðtrúa og lesa bara fyrirsagnir. Gera sér svo ekki grein fyrir hvað er satt og logið í þeim efnum. Man kannski bara eftir einhverri bíómynd, fræðslumynd eða bók um hvað drap risaeðlurnar og svo framvegis. Halda kannski að þetta sé allt saman eitt stórt samsæri sem yfirvöld vilja ekki láta okkur vita um.
Ég hef sérstakan áhuga á svona hlutum. Er ekki geimvísindamaður, stjörnufræðingur eða geimverufræðingur.
Ég gerði því smá könnun á þessu með aðstoð upplýsingavefs NASA.
- Þessi loftsteinn verður næst jörðinni 17. september 2016 (í okkar parallel universe)
- Útreiknuð nálægð hans verður í kringum 0,0098 AU
- 0,0098 AU eru 1.466.059,13 km
- Fjarlægð tunglsins frá jörðu er aðeins 384.400 km (þið vitið, það tungl sem veldur flóði og fjöru á jörðinni)
- Sem sagt, þessi tiltekni loftsteinn er áætlaður í 3,81 lengri fjarlægð en tunglið er nálægt okkur.
Miðað við massa jarðar og tunglsins þá eru engar líkur á því að þetta litla grey valdið einhverjum skaða þó það kæmist til jarðar. Það falla oft loftsteinar til jarðar og ég hef verið vitni að slíku hér á Íslandi. Þeir brenna upp í gufuhvolfinu og á fáeinum sekúndum, ef það er nótt, þá lýsist upp svört nótt eins og um dag væri að ræða. Þetta gerist svo hratt að fáir verða vitni af þessu.
Rússar fengu einn til sín fyrir fáeinum árum sem olli rúðuskemmdum í byggingum. Til gamans set ég inn myndband hér að neðan þar sem það er tekið saman (það er húmor í því).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2016 | 12:51
Netlögga Íslands mun ráðleggja National Security Agency USA
Ég er sjálfur listamaður og ég hvet alla til þess að virða höfundarétt. Það er fljótt að fréttast út ef einhver er að dreifa einhverju ólöglega - sérstaklega hér á Íslandi. En við ráðum ekki við restina af heiminum.
Ef það má auka við netlögguna þá vona ég svo sannarlega að það verði sérstaklega nýtt til þess að rannsaka barnaníð, fíkniefnasölu, hatursglæpi, tölvuárásir o.s.frv. Það myndi nýtast venjulegu löggunni mjög vel til þess upplýsa glæpi sem eru á hennar könnu.
Ólöglegt og ómögulegt neteftirlit? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt 29.8.2016 kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)