Fyrning á báða bóga?

Almennar kröfur fyrnast á fjögurra ára fresti nema þær séu endurnýjaðar reglulega. Það sem var gert upp fyrir fjórum árum er því fyrnt á báða bóga. Hvorki skuldari eða lánadrottinn geta því ekki gert kröfu um endurgreiðslu eða leiðréttingu.

Hins vegar má eflaust teygja lopann ef lánasamningur var ennþá í gildi eða óuppgerður innan síðast liðinna fjögurra ára. Þá tel ég að lagabrotið í heild sinni sé ekki fyrnt. En þá verða menn að vera snöggir því hver dagur telur.

Varðandi skattalegu hliðina á þessu, þá skilst mér að einungis sé hægt að gera leiðréttingar sjö ár aftur í tímann.


mbl.is Glugginn opnast fyrir nýjar kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðing: Krónan er ónothæf

Það gefur augaleið að hér er Gylfi að leggja áherslu á að það er ekki hægt að nota íslensku krónuna í lánaviðskiptum.

Í venjulegum löndum þar sem notaðir eru venjulegir peningar er hægt að lána peninga á venjulegum vöxtum að viðbættu einhverju tryggingaálagi ef þörf er á. Hér á landi er þetta ekki hægt því krónan er ekki nothæf til slíks.

Þar að auki er efnahagslegur stöðuleiki ekki til. Ríkisvaldið eitt og sér er ómagi fyrir þjóðina; er skjaldborg fyrir minnihluta hóp fólks í stað þess að þjóna öllum þegnum jafnt.

Ef ríkisstjórnin þorir ekki að nota krónuna þá tel ég að við sem þjóð þurfum alvarlega að hugsa okkar stöðu.

Ath. Venjuleg króna er annar gjaldmiðill en verðtryggð króna.


mbl.is Hagkerfið þolir ekki samningsvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugsýning endar sem bílasýning

Ég var á flugsýningunni áðan sem er líka haldin á Akureyri. Það biðu allir spenntir eftir því að sjá eina listflugvélina bruna framúr einni "bíldruslunni" í spyrnukeppni á flugbrautinni. Viti menn bíllinn hafði betur.

Mustang Saleen

Þetta breyttist því úr flugsýningu yfir í bílasýningu. Ég vil meina að þetta hafi verið skipulagsleysi hjá þeim sem héldu hátíðina - að velja einhverja 250 hestafla rellu á móti 700 hestafla afmælisútgáfu af Mustang Saleen.

Blush


mbl.is Búist við metaðsókn á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er alls ekki sérfræðingur...

..en mér líst ekki á blikuna. Ég hef lært að ef eitthvað geti ekki versnað þá muni það versna. Það er eitthvað í þessari þróun sem mér líkar alls ekki við. Ég er kannski ekki prófessor í þessum fræðum en eitthvað segir mér að þetta er óeðlilegt. Mér finnst alveg eins og jörðin sé að draga andann áður en hún hóstar almennilega. Þeir sem hafa ferðast um hálendi Íslands vita að það er EKKI hægt að semja við náttúruna.
mbl.is Stöðuvatn myndast í gígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góð byrjun á markaðsdegi Íslands ;-)

Ætli að netið keyrist niður þegar auglýsingaátakið í kjölfar eldgossins hefst rétt bráðum?


mbl.is Truflanir á netþjónustu Símans vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi – nýtt stjórnkerfi

Ég rakst á eftirfarandi grein í Fréttablaðinu í dag eftir Bárð framhaldsskólakennara:

"Íslenzka flokkakerfið ræður ekki lengur við hlutverk sitt. Það er ólýðræðislegt, selur sig hæstbjóðanda og nýtur hvorki virðingar né velvildar þjóðarinnar. Einhver háværasta krafa búsáhaldabyltingarinnar var krafan um stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá. Nú þarf að herða róðurinn að því að stjórnlagaþing verði kjörið hið allra fyrsta. Hér fer á eftir tillaga að nýrri stjórnskipan.
  1. Forseti Íslands fer með framkvæmdavaldið. Hann skal kjörinn í beinum kosningum og telst réttkjörinn hafi hann meirihluta greiddra atkvæða. Kjósa skal milli þeirra sem flest atkvæði fá ef enginn hefur tilskilinn meirihluta úr fyrri umferð. Allir atkvæðisbærir Íslendingar hafa kjörgengi en skylt er að frambjóðandi hafi stuðning minnst 5% en mest 10% kjósenda. Forseti Íslands skipar ríkisstjórn og skulu ráðherrar vera fjórir.
  2. Alþingi fer með löggjafarvaldið og skal kjörið úr einu kjördæmi og skal kjósa 30 þingmenn sem bjóða sig fram sem einstaklingar en hafa meðmælendur með framboði sínu – 1% kjósenda sem lágmark og 2% sem hámark.
  3. Dómarar skulu skipaðir til starfa – 4 ár í senn – af forseta Íslands með samþykki Alþingis.
Dómstig verði þrjú. Með því að kjósa forsetann beint er verið að sameina núverandi embætti forsætisráðherra og forseta. Mér finnst óþarfi að fara út í nánari skýringar á þörfinni fyrir þetta, en bendi fólki á að horfa um öxl til síðustu ára. Eitt af því sem einkennt hefur stjórnmálin á Íslandi undanfarin ár er oflæti, ofdramb og sýndarmennska. Lítil þjóð þarf að sníða sér stjórnkerfi eftir þörfum sínum en ekki eftir þörfum flokkanna til þess að koma klíkuvinum í óhófslifnað á kostnað almennings. Fimm manna ríkisstjórn undir forystu forseta er fullfær um að stjórna þessari smáþjóð.Sama máli gegnir um Alþingi. Það er engin þörf fyrir 63 þingmenn. Má jafnvel færa prýðileg rök fyrir því að 10-15 þingmenn dygðu ágætlega. Hins vegar er talan 30 hugsuð þannig að flest sjónarmið komi mönnum að. Gera má ráð fyrir því að þingmenn greiddu miklu fremur atkvæði samkvæmt hugsjónum eða þeim viðhorfum sem þeir hafa áður kynnt kjósendum ef þeir væru ekki bundnir á klafa klíkuveldis flokkanna.

Setja þarf inn í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn fjöldi kjósenda – t.d. 10% – geti krafizt atkvæðagreiðslu hvort heldur er í sveitarfélögum eða á landsvísu. Það er orðið miklu minna mál en áður var að hafa atkvæðagreiðslur. Þessum hugmyndum er hér varpað fram til umræðu."

Bárður G. Halldórsson (2010, 20. maí). Nýtt lýðveldi – nýtt stjórnkerfi.
Fréttablaðið, bls. 25.

Ég er sammála þessu í einu og öllu. Það vantar kannski aðeins meiri aðskilnað varðandi skipun dómara (t.d. framkvæmdavaldið útnefnir þá sem eru hæfir faglega og Alþingi kýs þar úr með leynilegri! kosningu þannig að dómarar viti ekki hver kaus þá).


Er þá ekki næsta skref að lækka verðið?

Þessi fjárfesting er af hinu góða. Þó hún virðist ekki skila methagnaði strax í upphafi þá mun þetta reynast okkur vel. Þetta er bara spurning um að lækka verðið á þessari þjónustu þannig að fleiri aðilar geti nýtt sér þjónustuna. Eða að þau fyrirtæki sem eru stórkaupendur fái lægra verð. Þetta skilar sér í aukinni notkun.

Internetið og gagnaflutningar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Ísland væri ekki svona nútímavætt ef það væri ekki fyrir þessa sæstrengi. Það sem helst hefur staðið fyrirtækjum og stofnunum fyrir dyrum er hár flutningskostnaður um hann.

Í fyrstu var alltof hár flutningskostnaður milli landshluta hér á landi. Nú hefur sá kostnaður lækkað stórkostlega - fyrirtæki og einstaklingar blómstrað í kjölfarið.

Um leið og millilandakostnaður lækkar þá sé ég fyrir mér enn fleiri sóknarfæri. Sem þjóð dælum við út sérhæfðu menntafólki sem eru með hugmyndir í biðröðum. Það segir sig sjálft að það geta ekki allir háskólamenntaðir unnið í fiski eða hjá opinberum stofnunum. Við viljum ekki að allir flytji erlendis til að geta unnið við það sem það lærði í skóla. Með góðu gagnasambandi er hægt að vinna með fólki í rauntíma út um allan heim - alveg eins og viðkomandi væri við næsta skrifborð í sama rými.

Þar sem fjárfestar hafa lækkað eða afskrifað hlutafé sitt í félaginu þá hlýtur arðsemiskrafa þeirra hafa fallið alveg eða lækkað verulega. Þess í stað getur fyrirtækið einbeitt sér að rekstrarkostnaði og reynt að halda rekstrinum í jafnvægi: getur nú hætt að einbeitta sér að vera gullgerðarvél fyrir fjárfesta.

Lánadrottnar munu ekki vilja eyða peningum í að grafa upp sæstrenginn lendi félagið í greiðsluþrot. Hann er kominn til að vera og verður að vera í gangi, sama hver á hann.

Þetta mun alveg án vafa vera til hagsbóta fyrir Ísland (einstaklinga, fyrirtæki, skóla og hið opinbera) til framtíðar!


mbl.is Afskrifa milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgðina á þessu?

Varðskipið Þór tignalegt í ChileÞað vita það flestir íslendingar að Landhelgisgæslan er ein af grunnstoðum öryggis okkar hér á Íslandi. Hlutverk hennar er mjög fjölbreytt. Allt frá reglubundnu eftirliti til björgunar mannslífa. Eitt er víst að við getum ekki án hennar verið.

Landhelgisgæslan hefur verið mjög óheppin að undanförnu. Í mínum huga eru það aðallega skemmdir á nýja skipinu okkar sem er verið að smíða í Chile. Af hverju það var ekki frekar smíðað á Íslandi er mér enn hulin ráðgáta.

Á sama tíma og henni er gert að draga úr útgjöldum þarf hún að fást við aukin verkefni. Eftirlit með strandveiðibátum er bara hluti þeirra verka sem hún þarf að sinna. Hér er hins vegar búið að skilgreina vandann. Það vantar meira fjármagn svo Landhelgisgæslan geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands gerði ekki ráð fyrir auknu álagi hjá Landhelgisgæslunni?

Ég er á þeirri skoðun að strandveiðar smábáta eiga að vera frjálsar og að Landhelgisgæslan eigi að fá aukin fjárframlög til þess að standa við lögboðið hlutverk sitt.

Mynd tekin af heimasíðu Landhelgisgæslunnar: http://www.lhg.is/starfsemi/adgerdasvid/nyttvardskipogflugvel/Vardskip/nr/1571


mbl.is Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ánægjuleg frétt

Það er ánægjulegt að ADSL verði núna aðgengilegt í Mývatnssveit.

Ég held að sumir viti ekki af því að stór hluti landsins hefur ekki hraðan aðgang að Internetinu. Vefir eins og mbl.is getur tekið margar mínútur í niðurhali bara vegna þess að auglýsingarnar eru svo þungar.

Dæmi eru um að mbl.is forsíðan hafi verið hátt í 2MB að stærð.

Þeir sem eru með ADSL eða ljósleiðara finna að sjálfsögðu ekki fyrir þessu.


mbl.is ADSL í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög óheppið flugfélag

Þetta flugfélag virðist vera sérlega óheppið varðandi neikvæðar fréttir. Það er afar óheppilegt að lággjaldaflugfélag þurfi að takast á við slíkt enda oft rekstur þeirra í járnum.

Ryanair
Mynd samansett. Uppruni: www.ryanair.com og www.betty-noir.net

Kannski er eitthvað til í þeirri gagnrýni að ekki sé hægt að reka ódýrt flugfélag. Enda hef ég aldrei skilið af hverju það er ódýrara að fljúga frá Íslandi til Allicante heldur en að setja bensín á bílinn til þess að keyra á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Það krefst mun meiri orku að flytja sama massa (payload) með flugi heldur en í bíl á jörðu niðri, hvað þá með skipi.

Það segir sig því sjálft að einhver villa er í þessu reikningsdæmi.


mbl.is Vél Ryanair snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband