22.9.2010 | 15:48
Má ekki líka hafa þessi grundvallargildi á Íslandi?
Það líður varla sá dagur að það heyrast ekki fréttir af barnafjölskyldum sem missa heimilin sín hér á landi og að ekki sé til matur á borðum. Væri ekki hægt að líta sér nær og gera eitthvað í vandamálum hér á Íslandi í stað þess að gaspra um það í útlöndum?
Það virðist ekkert þokast áfram hjá stjórnvöldum hér og félagsleg vandamál eiga bara eftir að aukast næstu misseri - bara út af aðgerðar- og skilningsleysi stjórnvalda.
En kannski eru Sameinuðu þjóðirnar mikilvægari en íslenska þjóðin - alveg eins og frægt var orðið með Ingibjörgu Sólrúnu, þegar öryggisráðið var mikilvægara en að bregðast við.
Hlustum á raddir kvenna og barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2010 | 12:57
Eru þetta bara lán ríkisins?
Nýta gjaldeyrisforðann í afborgun lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2010 | 12:26
Verður útflutningurinn niðurgreiddur af skattgreiðendum?
Mér skilst að kindakjötframleiðsla sé niðurgreidd úr ríkissjóði. Má því ekki segja að skattgreiðendur eru með þessu móti að niðurgreiða munaðarvöru sem fáir hafa efni á? Sem og niðurgreiða framleiðslu til útflutnings?
Hingað til hefur alltaf verið að tala um að þessi niðurgreiðsla sé til þess að viðhalda matvælaöryggi hér á landi.
Lambakjöt mun hækka í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 17:45
Það átti að troða bensínstöð þarna niður líka
Ég held að flestir vilji fá KFC á Akureyri en eru á móti því að það átti að troða niður enn einni bensínstöðinni við hliðina á KFC samkvæmt þessari deiliskipulagstillögu. Það er meira en nóg af bensínstöðvum á Akureyri og a.m.k. tvær í sjónlínu frá þessum bletti.
Þetta er því að mínu mati klúður í þessu deiliskipulagi frekar en að Akureyringar vilji ekki KFC.
Á myndinni hér að neðan sést hvernig bensínstöðvar dreifast um Akureyri.
Það er samtals 11 bensínstöðvar á Akureyri og innan skamms verða þær orðnar 12 (sjá appelsínugula punktinn). Það er verið að reisa eina á Glerártorgi. Það eru ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu.
Tíu ár frá fyrstu umsókn KFC á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.9.2010 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.9.2010 | 15:27
Það er 50% meiri mengun á Akureyri núna!!
Það eru 365,78 µg/m3 sem er flokkað slæmt (sjá www.akureyri.is). Í Reykjavík (sjá www.reykjavik.is) er aðeins 330 µg/m3 (líka slæmt).
Bætt við: Mengunin á Akureyri er núna komin upp í 491,61 µg/m3 (sem er ekkert smá mikil hækkun frá því fyrir ca. 20 mín.).
Kl. 18:00 er mengunin komin upp í 901,81 µg/m3
Svifryk yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2010 | 10:08
Þetta er álíka kjánalegt og einkaréttur á vatni
Ég lifi og hærist í að búa til hluti og finna upp eitthvað nýtt. Ég nýti mér það sem ég sé og ég veit til þess að aðrir gera það sama.
Ég er á þeirri skoðun að enginn getur haft einkarétt á einu eða neinu. Bretar reyndu þetta gagnvart Indverjum með saltið (sumir hér á Íslandi eru að reyna að gera þetta með vatnið).
Kjarni málsins er sá að þú getur ekki haft einkarétt á skoðunum og framtakssemi annarra. Það væri eins og að banna fólki að teikna mús í framtíðinni af því að viðkomandi horfði á teiknimynd af Mikka mús í æsku.
Ef einstaklingur er góður í því sem hann er að gera þá mun það skila sér til baka á einn eða annan hátt. Annað er frekja!
Í einkaleyfamál við Apple, Facebook og Google | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 23:13
Ég er með smá sjónarhorn á þetta
Ég þekki ekki heit presta við vígslu, lækna, lögreglumanna, lögfræðinga og álíka ofan í kjölinn. Ég tel eðlilegt að þau grípi með aðgerðum inn í ef skjólstæðingur þeirra segist ætla að fremja morð, nauðga eða ræna. Hvort sem það er gert með persónulegu inngripi eða láti aðra vita.
Hins vegar, þegar verknaðurinn er þegar framinn og þau geta ekki komið í veg fyrir það sem gerðist - þá verður málið flóknara.
Það getur verið kostur fyrir alla í samfélaginu að sá sem fremur brotið finni sér huggun í því að geta leitað til einhvers sem mun ekki afhenda viðkomandi á silfurfati til yfirvalda. Heldur veiti honum styrk til þess að gefa sig fram. Oftar en ekki eru þeir sem fremja brot aðilar sem hafa ekki aðlagast því samfélagi sem þeir lifa í. Með því að skylda t.d. presta að tilkynna allt, getur komið í veg fyrir að brotvaldar leiti sér sáluhjálpar, sem annars gæti leitt til uppgjörs fyrir alla.
Með því að skylda alla til þess að tilkynna allt getur orðið til þess að minna kemur í ljós. Það er ótrúlega oft sem að vinir, fjölskylda, sálfræðingar, læknar, lögreglumenn og prestar hjálpa til með því að hlusta á og leiðbeina einstaklingum til sátta við sjálfa sig og aðra.
Svo auðvita er það hin hliðin. Að hlusta á siðlausa einstaklinga og hafa ekki heimild til þess að segja frá af ótta við að missa starf sitt. Þetta er þunn lína.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2010 | 18:13
Áfram slökkviliðsmenn!
Tilgangur með verkfalli er að stoppa þjónustu sem er veitt. Slökkviliðsmenn hafa mjög takmarkaðan rétt til þess að stöðva sína þjónustu. Einu verkfallsvopnin sem þeir hafa í dag bitnar bara á fólki sem er síst af öllu of upptekið við að kvarta. Að þeir skuli ná til almennings með þessum hætti eins og í fluginu finnst mér gott mál.
Þetta mál með slökkviliðið á Akureyri á rétt á sér og ég styð þessa aðgerð. Bara í gær las ég frétt um að bæjarstjóri Akureyrar ætlaði að flytja slökkvibíl frá Akureyri til Húsavíkur. Draga úr öryggi á Akureyri til þess að þóknast einhverju áætlunarflugi í einkageira. Sem betur fer var hætt við það.
Málið er að það fer lítið fyrir þessari stétt nema þegar þörf er á henni. Þegar við þurfum að leita til þeirra þá óskum við að þeir hafi milljón á mánuði. Þess á milli er okkur alveg sama. Þetta er starfstétt sem vinnur undir miklu álagi og þarf að halda stjórn sinni á meðan aðrir fá taugaáfall. Samt eru þeir á svipuðum launum og afgreiðslumaður á kassa í verslun. Á meðan ég og aðrir geta farið að sofa á næturnar þurfa þeir að vera með símtækið við náttborðið og viðbúnir að hlaupa af stað um miðja nótt og koma að ömurlegum aðstæðum.
Ef þeir ná að vekja athygli að sínum málum með þessum hætti þá styð ég þá heilshugar!
Hleypa farþegum ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2010 | 11:05
Getur þessi stétt ekki bara farið í verkfall?
Kirkjunni gert að spara um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2010 | 18:29
Eins og rjúpur við staur
Þeir sem þekkja til hvernig peningar og vextir vinna vita að þetta er bara sandkassaleikur hjá Seðlabanka Íslands. Einhver sýndargjörningur sem bítur lítið sem ekkert á - ekkert frekar en loforðsræða íslensks stjórnmálamanns í vínsmökkun.
Þetta bítur lítið á meðan verðtryggingin er til staðar sem og gjaldeyrishöft. Flestir í dag eru ekki að taka lán nema til þess að jafna sig eftir hrunið 2008 - sem var fyrirsjáanlegt hjá þeim sem vildu sjá!
Háir vextir eru mælikvarði á því hversu lélegur gjaldmiðillinn er. Verðtrygging er í raun "tryggingarauki" fyrir þá sem vita að það er ekki hægt að ganga að vöxtum vísum til tryggingar.
Best væri að hafa engar vísitölutryggingar og láta vaxtastig ráða ferðinni. Þá gætu þessir vextir virkað á móti verðrýrnun krónunnar. Ef það er of mikil þensla án framleiðsluaukningar í samfélaginu þá er hægt að hækka vexti og það bítur. Ef það er samdráttur þá er hægt að lækka þá niður.
Það rýrnar allt í lífinu. Það er ekki hægt að ganga að því gefnu að allt haldi verðmæti sínu. Manneskja eldist og deyr. Vatn gufar upp. Járn veðrast. Rafmagn leiðir út. Svona mætti lengi telja. Ef peningar eru ávísun á verðmæti (vinnustundir, vatn, járn eða rafmagn) þá er eðlilegt að álykta sem svo að þeir hljóti að rýrna líka. Peningar eru ekkert annað en ávísun á verðmæti sem einhver manneskja hefur látið af hendi.
Það er óöruggt að eiga peninga. Þeir byggjast alltaf á því að einhver vilji taka við þeim og geti notað þá áfram. Það halda því margir fram að ef verðtrygging verður tekin úr umferð hér á landi þá muni það bitna á lífeyrissjóðskerfinu. Það er í grundvallaratriðum rétt enda er ekkert lögmál jörðinni sem segir að allt muni endast órýrnað að eilífu. Besti lífeyrissjóður allra er yngra duglegt fólk sem heldur samfélaginu gangandi og borgar skatta.
Íslensk verðtrygging og lífeyrissjóðskerfið hér á landi er að mínu mati eitt mesta pýramídasvindl í heiminum. Það byggist á því að stöðugt er verið að greiða í það en fáir útvaldir njóta góðs af því - mest öll verðmætasöfnunin er étin upp af ákveðnum einstaklingum í rauntíma. Þessi gagnrýni mín á ekki við gegnumstreymiskerfi eða lífeyrissjóð opinberra starfsmanna.
Sammála um vaxtalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)