Er þá ekki næsta skref að lækka verðið?

Þessi fjárfesting er af hinu góða. Þó hún virðist ekki skila methagnaði strax í upphafi þá mun þetta reynast okkur vel. Þetta er bara spurning um að lækka verðið á þessari þjónustu þannig að fleiri aðilar geti nýtt sér þjónustuna. Eða að þau fyrirtæki sem eru stórkaupendur fái lægra verð. Þetta skilar sér í aukinni notkun.

Internetið og gagnaflutningar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Ísland væri ekki svona nútímavætt ef það væri ekki fyrir þessa sæstrengi. Það sem helst hefur staðið fyrirtækjum og stofnunum fyrir dyrum er hár flutningskostnaður um hann.

Í fyrstu var alltof hár flutningskostnaður milli landshluta hér á landi. Nú hefur sá kostnaður lækkað stórkostlega - fyrirtæki og einstaklingar blómstrað í kjölfarið.

Um leið og millilandakostnaður lækkar þá sé ég fyrir mér enn fleiri sóknarfæri. Sem þjóð dælum við út sérhæfðu menntafólki sem eru með hugmyndir í biðröðum. Það segir sig sjálft að það geta ekki allir háskólamenntaðir unnið í fiski eða hjá opinberum stofnunum. Við viljum ekki að allir flytji erlendis til að geta unnið við það sem það lærði í skóla. Með góðu gagnasambandi er hægt að vinna með fólki í rauntíma út um allan heim - alveg eins og viðkomandi væri við næsta skrifborð í sama rými.

Þar sem fjárfestar hafa lækkað eða afskrifað hlutafé sitt í félaginu þá hlýtur arðsemiskrafa þeirra hafa fallið alveg eða lækkað verulega. Þess í stað getur fyrirtækið einbeitt sér að rekstrarkostnaði og reynt að halda rekstrinum í jafnvægi: getur nú hætt að einbeitta sér að vera gullgerðarvél fyrir fjárfesta.

Lánadrottnar munu ekki vilja eyða peningum í að grafa upp sæstrenginn lendi félagið í greiðsluþrot. Hann er kominn til að vera og verður að vera í gangi, sama hver á hann.

Þetta mun alveg án vafa vera til hagsbóta fyrir Ísland (einstaklinga, fyrirtæki, skóla og hið opinbera) til framtíðar!


mbl.is Afskrifa milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband