11.12.2010 | 17:40
Lítum okkur nær
Ég veit af því að það má ekki minnast á þetta. En yfirvöld hér á landi virðast geta hjálpað öllum öðrum en sínum eigin. Þetta útspil er bara hégómi "yfirvalda" til þess að koma "persónum" í góðar stöður hingað og þangað í stofnunum á alþjóðavettvangi.
Það eru sennilega yfir 4.000.000.000 manns á jörðinni sem vilja fá að koma til Íslands. Það er sennilega verið að drepa og nauðga hundrað mönnum, konum og börnum í heiminum á meðan ég skrifa þetta blog.
Ef einhver frá Færeyjum sækir til Íslands af því hann er pólitískur flóttamaður - þá yrði sá sami sendur til baka á rekfleka án nestis með miða frá yfirvöldum: "Við viljum ekkert félagsmálapakk hingað til Íslands!"
Á sama tíma er ekki hægt að aðstoða fólkið í landinu sem hefur vart á milli hnífs og skeiðar. Mér dettur helst í hug orð Ingibjargar Sólrúnar: "Þið eruð ekki þjóðin" sem þýðir að mínu mati "Þið eruð ekki Sameinuðu þjóðirnar!" ...sem reddar mér góðri stöðu hjá mikilvægari stofnun í ellinni.
Þetta lýsir einna best hvað yfirvöld eru langt frá þjóð sinni. Til hliðsjónar má nefna Kim Jong-il hagar sér líka svona gagnvart þjóð sinni.
Flóttamenn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2010 | 19:42
Við höfum ekkert með ferðaþjónustu að gera!
Það er augljóst mál, a.m.k. hjá þeim sem fylgjast með efnahagslífinu, að það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að kæfa allt niður sem mögulega getur hjálpað okkur úr kreppunni. Leggja skatta á allt sem sýnir lífsmark og getur reynst okkur vel - í stað þess að styrkja það.
Ríkið skal umfram allt fá sína mjólk þó það þurfi að slátra beljunni!
Þetta kallast að pissa í skóinn sinn.
Þar fyrir utan verða þessir peningar notaðir í allt annað en það sem þeir eru eyrnamerktir við. Sem dæmi má nefna afnotagjöld sjónvarps, framkvæmdasjóð aldraðra, iðnaðargjald, bensínskatta, áfengisskatta og svo lengi mætti telja. Hafði ákveðin markmið í upphafi en eru núna notað til að drýgja einkahól yfirvalda. Alveg eins og í Animal Farm.
Steingrímur hefur sagt það opinberlega að það komi engum við hvernig ríkið ráðstafar sínum tekjum.
Mjólkurkúnni verði ekki slátrað með auknum gjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2010 | 01:04
Þetta er ljót sóun á skattfé
Ég ætla ekki að hylla þeim sem fremja lögbrot en að mínu er þetta ljót sóun á skattfé.
Níu húsleitir á Íslandi út af höfundarétti? Af hverju eru ekki 9.000 húsleitir út af efnahagshruninu hér á landi?
Það hlýtur að vera eitthvað stórt mál í gangi sem tengist íslenskum rétthöfum.
Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
26.11.2010 | 16:26
Jákvæð þróun
Það er jákvætt að það skuli vera stöðvað að óprúttnir aðilar skuli vera að græða á hugverkum annarra.
Næsta skref er að stöðva óréttmæta innheimtu höfundarétthafa á gjöldum sem er tekin af tómum geisladiskum, skrifurum, upptökutækjum, rafeindabúnaði o.þ.h. hér á landi.
Jafnt verður að ganga yfir alla!
Fagna dómi yfir Pirate Bay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.11.2010 | 16:06
Þetta er fáránlegt!
Við þurfum síst af öllu að draga úr störfum lögreglu. Þeir ná ekki einu sinna að sinna öllu í dag og ástandið í samfélaginu fer versnandi.
Væri ekki nær að draga úr fitu landsins (svo sem sendiráðum og óþarfa stofnunum) heldur en að vega að öryggi íbúa þessa lands? Kannski eru þetta skýr skilaboð til lögreglu að hún eigi ekki að verja Alþingishúsið við næstu mótmæli til þess að spara. Það kostar víst sitt.
Það verður bráðum engin ástæða til þess að búa hér á landi.
Verður að draga saman seglin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 00:16
Hér er ein tillaga
Það er augljóst að það verður ekki bakkað með þessa framkvæmd úr þessu. Að mínu mati er þarna um hönnunargalla að ræða. Það átti ekki að koma neinum á óvart að það gæti komið hlaup í Markarfljót.
Hvort sem hlaup hefði orðið eða ekki þá hafa margir fræðingar og skipstjórar hér á landi ítrekað skrifað greinar um að sandburður yrði ávallt mikið vandamál tengt þessari höfn. Bandaríski herinn hætti við að reisa höfn á þessu svæði í seinni heimsstyrjöldinni bara út af þessu - samt voru þeir með úrval verkfræðinga sem reiknuðu þetta fram og aftur.
Ég tel að lausnin sé að færa sandburðinn út á meira dýpi og hafa innsiglinguna víðari. Það getur ekki verið dýrari lausn en að færa Markarfljót.
Hér setti ég inn dæmi hvernig sandburðurinn gæti færst lengra út.
Hér er annað dæmi þar sem ég er búinn að setja inn viðbótina.
Báðar myndirnar eru teknar af vef Landmælinga Íslands og þar má sjá þær óbreyttar.
Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2010 | 12:02
Aðeins 1.400 íbúar á hverja bensínstöð á Akureyri
Í dag eru samtals 12 bensínstöðvar á Akureyri. Það er ein bensínstöð á hverja 1.400 íbúa á meðan þær eru ein á hverja 2.700 íbúa í Reykjavík og ein á hverja 25.000 íbúa í Evrópu. Ef það er einhverstaðar samkeppni á milli bensínstöðva þá er það á Akureyri - eða ætti að vera það!
Ekki hefur ennþá verið samþykkt að reisa bensínstöðina þar sem fjólublái punkturinn er.
Eldsneytisverðstríð á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2010 | 23:43
Hann spilar svo illa úr þessu eins og forverar
Það fer ekki á milli mála að íslenska þjóðin var rænd - alveg eins og Bretar og Hollendingar. Íslenska þjóðin á ekki og getur ekki borið ábyrgð á starfi sem opinberir starfsmenn klúðruðu sínum eftirlitsskyldum. Það skiptir engu máli hvernig á það er litið, hver þeirra svaf á verðinum eða hver var upptekinn af öðru. Þetta lið fær borgað fyrir að fylgjast með svona hlutum.
Eitt er öruggt: Þeir sem tóku ekki þátt í þessum glæp eiga ekki að borga fyrir þetta!
Ef það væri einhver alvari í þessu máli þá væri búið að handtaka þá sem hugsanlega bera ábyrgð og leiða þá fyrir dómstóla.
Það sem mér finnst gremjulegast við þetta allt saman er að það er nóg til af eignum í þessum föllnu bönkum sem eru ábyrgir fyrir þessu. Það má bara ekki gera þessa skuld upp því þá græðir þrotabúið ekki eins mikið.
Fyrir mér lítur þetta út eins og að fá ömmu sína til þess að skrifa upp á víxil, borga hann ekki, láta selja ofan af ömmu sinni og hrósa sér svo yfir því hvað maður græddi mikið á meðan með því að borga ekki.
Það er einfaldlega eitthvað siðferðilega og andlega rangt við slíka hugsun.
En svona er víst flokkslýðræðið, það er ekki hægt að gelta á eitt tré fyrir það sem skógurinn gerir.
Aldrei spurning um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.10.2010 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 21:48
Voru þau ekki bara sofandi?
Kannski hafa þau ekki vitað hver var að halda ræðu því þau voru sofandi. Samkvæmt fréttum á Pressunni þá voru þau víst sofandi þegar Mugabe hélt ræðu:
Íslendingar gengu ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2010 | 09:30
Mjög léleg hagstjórn á Íslandi
Það er vel þekkt í hagfræði að í kreppu á að lækka skatta og stýrivexti. Einnig auka opinberar framkvæmdir.
Hér á Íslandi var þetta gert nákvæmlega öfugt: Í versta efnahagshruni heimssögunnar hjá einu þjóðfélagi eru skattar hækkaði og stýrivextir hækkaði (og ennþá haldið ótrúlega háum).
Svo er dregið úr opinberum framkvæmdum en laun og bruðl hækkað í efsta laginu í stjórnkerfinu.
Lýsa ótrúlegri vanþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)