Færsluflokkur: Bloggar
24.8.2019 | 12:55
Hver hefur lögsögu í geimnum?
Við lestur þessarar fréttar "Nasa rannsakar fyrsta "geimglæpinn"" þá fór ég að velta því fyrir mér hver hefur lögsögu í geimnum. Það getur ekki verið einfalt mál því margir hlutir eru ekki alltaf á sama stað í geimnum miðað við Jörð. Til dæmis ef miðað væri við að það væri "loftrými" hvers ríkis upp í ákveðna fjarlægð.
Alþjóðlega geimstöðin (ISS) er til dæmis á fleygiferð umhverfis Jörðina og því væri erfitt að vita í hvaða "loftrými" viðkomandi væri að brjóta lögin - og þá, hvaða lögum ætti að fara eftir? Þetta er nógu flókið á Jörðu niðri.
Mér dettur helst í hug að það væru samtök, sambærileg UN, sem myndi annast geimgæslu.
NASA rannsakar fyrsta geimglæpinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2019 | 18:15
Falla skattaskuldir niður með skuldafangelsi?
Ég er svo blautur á bakvið eyrun að ég þekki ekki til þessa málaflokks.
Ef einhver situr inni vegna skattaskulda eins og í þessu tilfelli, fellur þá skuldin niður? Eða er þetta bara auka refsing og krafan ennþá til staðar?
Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2018 | 09:53
Hvað gera Færeyingar betur en Íslendingar?
Það vekur furðu mína að Færeyingar geta boðið betra umhverfi heldur en Íslendingar. Eru lög Íslendinga svona óhagkvæm? Er ekki betra að lækka gjöldin til þess að vera samkeppnishæf við Færeyjar? Betra að fá eitthvað heldur en ekki neitt?
Eða snýst þetta um laun starfsmanna á þessu skipum? Ef svo er bendir þá það ekki til þess að það er of dýrt að lifa hér á landi?
Það er alla vega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. Það er þó bót í máli að Eimskip skráir skip sín í Færeyjum en ekki á eitthvað land sunnar á hnettinum.
En eitthvað hlýtur að vera gallað fyrst Eimskip (og væntanlega Samskip líka) geta ekki skráð sín eigin skip í heimahöfn.
Eimskip sigla undir færeyskum fána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2018 | 11:50
Þetta er engin smá aukning á íbúum þessa lands
Þetta er engin smá aukning á íbúum þessa lands. Það er því ekki furða að það sé húsnæðisskortur. 355.620 manns.
Bara fyrir fimm árum þá vorum við 329.040 manns.
Mest af þessu eru innflytjendur, en þeir eru núna 43.430 manns. Sem er nánast tvöföldun frá 2014.
(Þetta á bara við þá sem eru löglega í landinu og eflaust má hækka þessa tölu með ólöglegum.)
Ég fagna þeim sem eru erlendis frá sem koma til landsins og vilja byggja upp með okkur. En mér sýnist ekki alltaf gert ráð fyrir þessari auknun. Einhverstaðar þurfa allir að búa.
Landsmenn orðnir rúmlega 355 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2018 | 14:26
IKEA geitin - Er um keppni að ræða?
Kannski er þetta klaufaleg fyrirsögn í fréttinni: "Markmiðið er að engin kveiki í geitinni"
Mér finnst þetta frekar vera áskorun til brennuvarga um hver getur kveikt í geitinni. Kannski er þetta dulin auglýsing og jafnvel ennþá meiri auglýsing ef kveikt verður í henni. Það er til nóg af veiku fólki sem gæti dottið það í hug að kveikja í henni bara upp á athyglina og ná þessu markmiði. Þetta gæti verið merki um öfuga sálfræði.
Ég vonast til þess að geitin standi óbrennd.
Markmiðið að engin kveiki í geitinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2018 | 14:10
Gegnumstreymissjóður er nægilegur
Gegnumstreymissjóður er nægilegur til þess að standa undir lífeyri og örorku miðað við stöðuna í dag.
Mismunurinn er eignasöfnun sem er notað til fjárfestinga til þess að mæta því að aldur sjóðfélaga er að færast upp á meðan ungu fólki fækkar.
Hins vegar er þessi eignasöfnun ávísun á góðæri í ellinni, ef öllu væri rétt skipt. Það er hins vegar ekki raunin. Ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. við síðasta hrun, þá er lífeyri lækkaður. Þannig að þá fara þau rök til lítils. Ef aldurstrénu (hækkandi aldraðra miðað við fæðingar) eru notuð sem rök þá skiptir það engu máli varðandi eignasöfnunina því lífeyri verður alltaf lækkaður eftir afkomu sjóðanna.
Þess vegna ætti lífeyrissjóðir bara að vera gegnumstreymis, þar sem þetta snýst bara um hlutfallsleg réttindi. Það myndi draga úr spillingu og misnotkun líka.
Það er gríðaleg uppsöfnun lífeyrissjóða sem er notað til þess að fjárfesta í fyrirtækjum hingað og þangað sem eru í andstöðu við fyrirtæki í samkeppni. Lífeyrissjóðir eru í beinni samkeppni við atvinnulífið og skerða samkeppnishæfni fyrirtækja eða einyrkja sem starfa á eðlilegum forsendum.
Þar fyrir utan eru þeir að safna peningum í ávaxtakröfum sem atvinnulífið nær ekki að keppa við.
Ég er á því að þetta skekkir allt eðlilegt viðskiptalíf.
Þetta er ekkert annað en skattur í skjóli yfirvalda, nema með réttindum eftir því hvað þú borgar mikið í skatt. Þess ber að geta að greiðsla í þessa sjóði er bundið með lögum og því hægt að færa fyrir því rök að það er verið að mismuna fólki eftir efnahagi samkvæmt lögum. Það er beinlínis bannað að mismuna fólki í lögum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2018 | 04:01
Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða (hvað er verið kaupa?)
Ég spyr bara spurningar hvað er verið að kaupa?
Ég reikna með að það sé verið að kaupa tæki og húsnæði. En í grunninn held ég að það sé verið að kaupa kvóta. Samkvæmt lögum þá er bannað að framselja kvóta eða selja hann því hann er eign þjóðarinnar.
Kannski geta eldri eða vitrari menn hjálpað mér að skilja hvernig hægt er að selja kvóta sem á annars að vera í opinberri eigu.
Ég hef heyrt áður að það sé verið að selja skip og báta sem eru varla færir um að veiða en hafa kvótann á bakvið sig. Með einhverjum hætti þá er skipum fargað og kvótinn fer áfram á næsta skip (Útgerð). Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ég er á því að allir mega veiða. Greiði kannski auka skatt hvað það varðar. En ég er á móti því að fáir hafi einkaleyfi (nánast ókeypis) til þess að veiða á meðan öðrum er bannað.
Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2017 | 17:42
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 15:54
Hvað veldur rakaskemmdum?
Ég er mjög hissa á að svona nýlegt hús skuli vera nánast ónothæft vegna rakaskemmda. Hvað er það sem veldur þessu? Er það lélegur frágangur eða léleg hönnun? Alltof mikill hraði á byggingartíma? Kannski ódýrir undirverktakar?
Ég hélt að tækniþekking í þessum geira væri það mikil að svona ætti ekki að koma upp.
Tjón á húsi OR nemur 1,7 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)