Gegnumstreymissjóður er nægilegur

Gegnumstreymissjóður er nægilegur til þess að standa undir lífeyri og örorku miðað við stöðuna í dag.

Mismunurinn er eignasöfnun sem er notað til fjárfestinga til þess að mæta því að aldur sjóðfélaga er að færast upp á meðan ungu fólki fækkar.

Hins vegar er þessi eignasöfnun ávísun á góðæri í ellinni, ef öllu væri rétt skipt. Það er hins vegar ekki raunin. Ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. við síðasta hrun, þá er lífeyri lækkaður. Þannig að þá fara þau rök til lítils. Ef aldurstrénu (hækkandi aldraðra miðað við fæðingar) eru notuð sem rök þá skiptir það engu máli varðandi eignasöfnunina því lífeyri verður alltaf lækkaður eftir afkomu sjóðanna.

Þess vegna ætti lífeyrissjóðir bara að vera gegnumstreymis, þar sem þetta snýst bara um hlutfallsleg réttindi. Það myndi draga úr spillingu og misnotkun líka.

Það er gríðaleg uppsöfnun lífeyrissjóða sem er notað til þess að fjárfesta í fyrirtækjum hingað og þangað sem eru í andstöðu við fyrirtæki í samkeppni. Lífeyrissjóðir eru í beinni samkeppni við atvinnulífið og skerða samkeppnishæfni fyrirtækja eða einyrkja sem starfa á eðlilegum forsendum.

Þar fyrir utan eru þeir að safna peningum í ávaxtakröfum sem atvinnulífið nær ekki að keppa við.

Ég er á því að þetta skekkir allt eðlilegt viðskiptalíf.

Þetta er ekkert annað en skattur í skjóli yfirvalda, nema með réttindum eftir því hvað þú borgar mikið í skatt. Þess ber að geta að greiðsla í þessa sjóði er bundið með lögum og því hægt að færa fyrir því rök að það er verið að mismuna fólki eftir efnahagi samkvæmt lögum. Það er beinlínis bannað að mismuna fólki í lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sumarliði, góð áminning.

þetta "sér" íslenska kerfi hefur margsannað sig sem lögbundinn þjófnaður byggður á "ólögum". Það er rétt að kalla hlutina réttum nöfnum.

Magnús Sigurðsson, 10.10.2018 kl. 16:28

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Góð  grein hjá þér. Að borga í lífeyrissjóð er í sjálfu sér skattur. Það eru aðeins lægri skattar á Íslandi en í nágrannalöndunum . Sá reiknaði munur myndi minnka ef
lífeyrissjóða gjaldið yrði reiknað inn sem skattur. Sem það er að töluverðu leiti,eins og margir kannast við.

Hörður Halldórsson, 10.10.2018 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband