Hvað veldur rakaskemmdum?

Ég er mjög hissa á að svona nýlegt hús skuli vera nánast ónothæft vegna rakaskemmda. Hvað er það sem veldur þessu? Er það lélegur frágangur eða léleg hönnun? Alltof mikill hraði á byggingartíma? Kannski ódýrir undirverktakar?

Ég hélt að tækniþekking í þessum geira væri það mikil að svona ætti ekki að koma upp.


mbl.is Tjón á húsi OR nemur 1,7 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég horfði á þátt um mygluskemmdir á "Hringbraut" um daginn.  Þar var fullyrt að þetta umhverfisverndaræði, sem er í gangi sé stór hluti af þessu vandamáli.  Gipsklæðningar sem eru vinsælar í dag og eru bara "fæði" fyrir myglu og þessi umhverfisvæna málning sem er notuð í dag og er helst þannig að það má víst éta hana án þess að það hafi nokkurn skaða í för fyrir viðkomandi er sömuleiðis fullkomin fæða fyrir mygluna.  Það er kannski svo að miki8ð af þessum mygluvandamálum eru heimatilbúinn vandi, en svoleiðis vandi er ekkert betri.  Svo var annað sem kom fram þarna en það eru til margar tegundir af myglu og ekki eru þær allar skaðlegar, það er of mikið um það að fólk fái "hland" fyrir hjartað þegar það sér svartan blett í gluggakistunni.

Jóhann Elíasson, 25.8.2017 kl. 16:16

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er hönnunargalli.  Þetta er þekkt vandamál í öllum "international style," "Art moderne" í það heila.  Art deco þjáist líka af þessu - en við höfum minnst af svoleiðis.  Og okkur vantar þau ekki.

Vandinn er að þakið hallar ekki - þetta veldur því að raki safnast fyrir og lekur bara niður inni í húsið.  Þá getur virst leka meðfram gluggum, þegar þetta í raun kemur allt af þakinu, gegnum steypuna.

Svo er alveg hugsanlegt að ofaná allt saman hafi verktakinn verið að spara sér eitthað eða verið að flýta sér - það lofar aldrei góðu.  Það kemur bara ofaná meingallaða hönnun.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2017 kl. 17:21

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég man þegar menn voru að byrja að byggja þessar byggingar með einangrun utaná þ.e. steinull og svo klæðingu þar næst þá var alveg á hreinu að vatn hafði beinan aðgang að ullinni. Það að byggingar-eftirlitið skuli hafa samþykkt þetta en nógu eru þeir strangir vegna smábygginga sem tilheyra almenna geiranum.

Frauðplast utan á stein er annað mál en steinull utan á stein eða grind er algjör heimska og eins allt sem hið opinbera kemur nálægt er byggt á heimsku og við munum sjá margar byggingar fara svona þar með niður við sjó og kannski Hörpuna líka.

Valdimar Samúelsson, 25.8.2017 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband