23.8.2013 | 13:28
Landvirkjun að tapa fé?
Þegar ég heyri að fyrirtæki eins og Landsvirkjun sé að tapa peningum þá sperri ég eyrun. Tæknilega eiga svona fyrirtæki ekki að geta sýnt tap nema t.d. það eiga sér stað náttúruhamfarir, hryðjuverk eða eitthvað álíka óvænt áfall.
Nema auðvita að þau fari fram úr sjálfu sér í offjárfestingu.
En það kemur fram í fréttinni að þetta er vegna afleiðuviðskipta tengt álverði. Fyrst að svo er má þá ekki spyrja sig hvort Landsvirkjun er orðin of háð þessum álfyrirtækjum? Til dæmis með lélegum samningum?
Það eru engin teikn á lofti um að það verði viðsnúningum í heimsmálum á næstu misserum. Nema auðvita það brjótist út stórt stríð einhverstaðar. Það mun eflaust hækka álverðið og bæta afkomu Landsvirkjunar. Ég er á móti stríðum og er bara að benda á kaldhæðnina í þessu.
Fyrirtæki eins og Landsvirkjun eiga að mala gull.
Landsvirkjun tapar 6 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2013 | 13:27
Stjórnvöld þurfa að vakna af værum blundi
Það líður varla sá dagur að maður sér í fréttum að lögreglan geti ekki sinnt sínu hlutverki vegna fjárskorts. Það er ótrúlegt að ítrekað skuli lögreglan þurfa að vega og meta hvaða verkefni kunni að vera mikilvægast. Oftar en ekki þarf hún að byggja þá ákvörðun af orðavali og ákveðni þess sem hringir inn og biður um aðstoð. Ástandið er orðið slæmt nú þegar og á sennilega eftir að versna miðað við sinnuleysi stjórnvalda.
Lögreglan á Íslandi er undirmönnuð. Það vantar hátt í 400 lögreglumenn á landsvísu. Samt gera stjórnvöld lítið sem ekkert til þess að laga það ástand.
Á sama tíma eru stjórnvöld að keyra meðvitað upp ferðamannastraum til Íslands sem eykur álag á lögreglu og aðra nauðsynlega þjónustu eins og sjúkrahús. Þó Landsbjörg sé gott starf þá mega stjórnmálamenn ekki stóla endalaust á þeirra sjálfboðavinnu - sem lögregla og landhelgisgæsla ættu að öllu jöfnu að sinna.
Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgara sinna. Síðan reisa minnisvarða um sig, fara í veislur og utanlandsferðir á kostnað ríkisins.
Þurftu að fara í annað útkall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2013 | 17:00
Er lögreglan gengin af göflunum?
Ég vil byrja að nefna það að ég þekki til hvorugra málanna sem virðast mest áberandi í fjölmiðlum í dag og eflaust eru margar hliðar á því.
Fyrst les maður um sérsveit sem handtekur 17 ára gamla meri og svo að hátt í tugur lögreglumanna handjárni tvær þrettán ára stelpur eftir háskalegan eltingarleik sem endar með slysi.
Það er sagt mismunandi frá þessu í flestum fjölmiðlum en bæði þessi mál vekja óneitanlega upp spurningar um hvort viðbrögð lögreglunnar hafi verið með viðeigandi hætti.
Í tilfelli hestamannsins með stafinn fyrir utan Stjórnarráðuneyti. Hefði ekki verið hægt að skoða manninn með sjónauka úr fjarlægð? Eða öryggismyndavél? Svo einfaldlega labba til hans og benda honum á að það væri illa séð að vera með hest og staf á þessum stað? Ef það myndi ekki ganga upp þá kalla til lögreglu? Ef venjuleg lögregla myndi ekki ráða við 17 ára gamla merina og bóndann með göngustafinn, þá yrði kölluð til sérsveit?
Í dæmi stúlknanna sem voru handjárnaðar. Hefði ekki bara verið hægt að veita þeim rólega eftirför þar til þær yrðu orkulausar, annað hvort þær sjálfar eða þegar hjólið væri orðið rafmagns- eða bensínlaust?
Þegar ég var krakki þá beitti lögreglan öðrum aðferðum við að ná til okkar. Ef maður "ók" til dæmis um á ljóslausu reiðhjóli þá var maður ekki eltur uppi heldur minntur á slysahættuna næst þegar náðist til manns og sagt frá slysum sem af því kunna hljótast. En maður var ekki settur í handjárn. Hér er ég í kaldhæðni að benda á öfga í þessu máli. Það er auðvita munur á því að vera á ljóslausu reiðhjóli og vera að reiða einhvern á vespu og jafnframt sinna ekki stöðvunarskyldu lögreglu. En þær eru langt frá því að teljast hættulegir meðlimir Hells Angels.
Lögreglan á að vera sérstaklega þjálfuð í því að bregðast við mismunandi aðstæðum og aldrei beita harðara úrræði en nauðsyn krefur. Það er kennt að bregðast öðruvísi við ógn frá 13 ára stúlkubarni eða sturluðum þrekvöxnum þekktum glæpamanni í dópvímu. Þetta er lykilatriði í starfi lögreglumannsins.
Það má segja að háttarlag lögreglunnar hafi hún stofnað lífi stúlknanna í hættu og það er mildi að ekki fór verr. Það má ekki gleyma því að sumir krakkar eru einfaldlega hræddir við lögregluna. Það rekst kannski á fréttir um lögregluofbeldi, bæði hérlendis og erlendis, eða sér í bíómyndum þar sem lögreglan er skúrkurinn. Sumir krakkar eru því kannski með ímyndaðan ótta gagnvart lögreglu.
Enn og aftur vil ég ítreka að ég þekki alls ekki til málanna og tengist þeim á engan hátt. Ég var bara hissa þegar ég las um þetta í fjölmiðlum og umsagnir á Internetinu. Eflaust er þetta litað með einhverjum hætti í fjölmiðlum og Internetið er auðvita bara eins og það er.
En ljósmyndirnar af handjárnuðum stúlkunum og öllum lögreglumönnunum ljúga ekki. Hún ein og sér er afar slæm fyrir ímynd lögreglunnar hér á Íslandi. Tali maður ekki um sálræna þáttinn í þessu fyrir stúlkurnar sem eru auðvita rétt að mótast fyrir komandi lífstíð. Bóndinn ætti hins vegar að vera ýmsu vanur, sem og 17 ára gamla merin.
Mun vægari mál hafa vakið athygli heimspressunnar.
Börn veittust að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
28.5.2013 | 09:46
Dettifoss og Goðafoss eru ekki íslensk skip
Bæði Dettifoss og Goðafoss eru skráð erlendis. Þau eru bæði skráð í Antigua & Barbuda sem er pínulítil eyja í Karabíska hafinu. Þar af leiðandi eru þetta erlend skip og koma skipaflota Íslands ekkert við frekar en skipið "Adventure of the Seas".
Eflaust eru meiri líkur á því að það séu fleiri íslendingar um borð í Adventure of the Seas heldur en flutningaskipunum sem rangt var farið með sem íslensk skip.
Í reynd er sorglegt að segja frá því að það er ekkert flutningaskip skráð á Íslandi. Samt er Ísland eyja á miðju Atlantshafi og algjörlega háð flutningum á sjó. Þetta væri svipað kjánalegt og það væri ekki til neitt fiskveiðiskip til á Íslandi.
Mér skilst að þetta sé vegna ofurskattheimtu hins opinbera hérlendis. Það vita allir af þessu en enginn tekur á málunum.
Saint John, Antigua and Barbuda, heimahöfn Goðafoss og Dettifoss
Eitthvað segir mér að hvorki Goðafoss né Dettifoss geti athafnað sig með góðu móti í eigin heimahöfn, hvað þá leggst að bryggju.
(Myndin efst til hægri er af heimasíðu Eimskip.is en þar má jafnframt finna nánari upplýsingar um skipin sem þeir notast við. Myndin af höfninni er tekin úr Google Maps.)
Farþegaskip á stærð við tíu Dettifossa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 29.5.2013 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.4.2013 | 03:08
Að stinga höfðinu í sand
Ég persónulega er búinn að fá leið á því að ný frjálsir fangar geti bara valsað um frjálsir og hótað mér og fjölskyldu minni. Það er vitað mál að fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri. Dópdreifing í fangelsum er ekkert minni en í miðbæ Reykjavíkur og net- og símanotkun (til þess að taka þátt í fyrri hegðun) er algengari en krakkar í grunnskólum komast upp með (ég er að benda á að aginn er meiri í grunnskólum).
Það líða oft misseri áður en glæpamenn eru vistaðir í fangelsum hér á landi frá því að þeir voru dæmdir. Á undan því þá voru kannski mál þeirra að velkjast um í kerfinu næstum því út fyrningarfrest á lögbrotinu.
Ég er ekki afbrotasérfræðingur en ég veit það allavega að fangelsiskerfið hér á Íslandi hefur engan fælingarmátt varðandi glæpamenn sem almenningur á að fá frið fyrir.
Auðvita eru sumir sem þurfa að taka út refsinguna sína samkvæmt lögum og læra af því. Ég er ekki að halla á þá einstaklinga.
En svo eru það hinir sem eru reglulegir fastagestir og fyrir þeim er þetta bara frí. Fangelsismál hér á Íslandi eru í ólestri og stjórnvöld bera ábyrgð á því. Það væri ágætis byrjun á því að banna fíkniefni í fangelsum og banna notkun nets og farsíma. Ef fangelsisstofnun tækist það bara í tvo daga eða svo þá myndu sumir fangar kannski upplifa fangelsi sem ávísun á að það væri kominn tími til þess að hugsa sín mál.
Ég get ómögulega talist blóðþyrstur því ég hef oft verið tekinn fyrir sem lögreglumaður af "ný-frjálsum" föngum þar sem á ekki bara að berja mig í tætlur heldur líka nauðga dóttur minni: og ég sem er ekki einu sinni lögreglumaður né á dóttir!
Hvernig er eiginlega lífið hjá raunverulegum lögreglumönnum?
Gegnsýrt af hatri og heift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 01:32
5,3 á Richter sem fannst vel á Akureyri um eitt leytið
Fylgjast með skjálftum í tölvunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2013 | 10:01
Það er gáfulegra að kaupa þyrlurnar
Einn ráðherra sagði eitt sinn við mig að "það væri dýrt að vera fátækur", þegar ég bar undir hann kjánaskap þess að leigja þyrlurnar í stað þess að kaupa.
Hins vegar er það ekki eins dýrt að vera fátækur þegar kemur að öðrum ónauðsynlegum útgjöldum í samfélaginu. Til dæmis ónauðsynlegar utanlandsferðir ráðamanna eða óþarfa sendiráð um um allan heim. Tali maður ekki um alla milljarðana sem hafa farið í rugl EFTIR bankahrunið til þess að bjarga einhverju sem kom neyð okkar ekkert við.
Þyrlur á Íslandi eru jafn nauðsynlegar og sjúkrabílar. Við vitum að við þurfum á þyrlum að halda næstu áratugina. Það að eyða fé skattborgara í leigu á slíkum þyrlum í stað þess að kaupa þær er í besta falli heimskulegt. Talið er að 3-4 ár í leigu kosti það sama og að kaupa þyrluna. Þegar leiguverð er svona hátt þá er þetta ekki spurning um að kaupa í stað þess að leigja.
Þyrlur bjarga mannslífum!
Nýtt útboð á þyrlum til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2013 | 08:25
Tengist loftsteinaregnið stóra smástirninu sem kemur í dag?
Sennilega er þetta óskemmtileg tilviljun en þetta loftsteinaregn er á sama sólarhring og 2012 DA14 kemur hvað næst jörðu, sem er sögulegur viðburður á sinn hátt.
2012 DA14 er um 50 metrar á lengd og fer í um það bil 27.700 km frá jörðu og tekur beygju á braut sinni vegna aðdráttarafls jarðar. Það eru engar líkur taldar á því að þetta smástirni lendi á jörðinni núna og litlar líkur eru taldar á því að það lendi á gervihnöttum sem eru umhverfis jörðina í um það bil 33.000 km hæð (frá jörðu).
Eftir um það bil hálfa öld þegar þetta smástirni á aftur leið framhjá jörðu og þá eru taldar um 0,000014% líkur á því að það rekist á jörðina.
Fræðilega er reiknað með því að hraðinn á smástirninu, ef það lenti á jörðu, yrði um 12,7 km á sekúndu. Ef smástirnið lenti á jörðinni þá mætti kalla það loftstein.
Ath. ég er búinn að vera fylgjast með þessu smástirni með aðstoð Internetsins (NASA o.fl.) í þó nokkurn tíma og upplýsingar virðast breytast með vissu millibili. Til að mynda er strax búið að minnast á loftsteinaregnið í morgun á Wikipedia síðu tengt smástirninu: http://en.wikipedia.org/wiki/2012_DA14
Hér má sjá eitt myndband af mörgum sem tekin voru í morgun:
Yfir 250 slasaðir eftir loftsteinaregn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2013 | 08:42
Látum fólk deyja og höldum flotta tónleika í Hörpu
Ég er einn af þeim sem hef litið upp til Katrínar Júlíusdóttur. En kannski er það vegna þess að hún hefur ekki gert neitt af sér fyrr en nú. Hún heldur því fram að það sé ekki hægt að gera neitt meira af hálfu ríkisstjórnar til þess að halda sjúkrahúsum opnum.
Á sama tíma er ríkisstjórnin að ausa milljónum og milljörðum í listir og menningu - og tugum milljörðum í einkavina-spillingu.
Það er eitthvað meira og minna bilað með þetta lið sem situr í ríkisstjórn. Þó ég sé ekki skoðanabróðir Steingríms J. Sigfússonar þá ætti hann að sjá sóma sinn og reyna að koma vit fyrir hina í ríkisstjórninni í þessum málum. Þjóðin á það skilið miðað við öll mistökin sem hún hefur þurft að þola af hans hálfu.
Án sjúkrahúsa, slökkviliðs, landhelgisgæslu og lögreglu verður ekkert Ísland. Þessar stoðir hefur tekið um öld að þróa og það má ekki eyðileggja þetta því það þarf að stofna einkavinaklúbb í Hörpu.
Stjórnvöld geta ekki boðið meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2013 | 08:07
Hlutverk stjórnvalda er að tryggja öryggi borgara - fyrst og fremst
Miðað við hvernig tekið er á starfsmannamálum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra innan heilbrigðisgeirans þá mætti halda að ríkisstjórnin búi á annarri plánetu. Ég hef til dæmis ekki heyrt neitt annað en að það eigi að byggja hátæknisjúkrahús. En hvers virði er slíkt sjúkrahús ef það eru engir læknar eða hjúkrunarfræðingar til staðar?
Þetta er eins og að kaupa sér brennivín en eiga ekki fyrir mat. En slík hugsun er ekkert ný á nálinni hjá íslenskum stjórnmálamönnum.
Sömu sögu er að segja varðandi löggæslu. Lögregla getur ekki sinnt sínu starfi fullkomlega vegna fjárskorts.
Samt eru til peningar í alls konar rugl og gæluverkefni ríkisstjórnar. Núna verða stjórnmálamenn að opna augun og átta sig á hvað það er sem skiptir máli. Hvert raunverulegt hlutverk stjórnvalda er: það er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgaranna!
Viðurkenningar, vinsældir og óþarfa ríkisstarfsmenn með engan tilgang á ekki að vera efst á forgangslistanum.
Þessir tugir milljarðar sem ríkisstjórnin er búin að eyða í að bjarga einhverjum vonlausum sjóðum til þess að bjarga "vinum" er enn eitt dæmið um hversu vitlaus forgangsröðunin er hjá stjórnvöldum og hvað spillingin er mikil hér á landi.
Allir deildarlæknar hafa sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)