Hlutverk stjórnvalda er að tryggja öryggi borgara - fyrst og fremst

Miðað við hvernig tekið er á starfsmannamálum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra innan heilbrigðisgeirans þá mætti halda að ríkisstjórnin búi á annarri plánetu. Ég hef til dæmis ekki heyrt neitt annað en að það eigi að byggja hátæknisjúkrahús. En hvers virði er slíkt sjúkrahús ef það eru engir læknar eða hjúkrunarfræðingar til staðar?

Þetta er eins og að kaupa sér brennivín en eiga ekki fyrir mat. En slík hugsun er ekkert ný á nálinni hjá íslenskum stjórnmálamönnum.

Sömu sögu er að segja varðandi löggæslu. Lögregla getur ekki sinnt sínu starfi fullkomlega vegna fjárskorts.

Samt eru til peningar í alls konar rugl og gæluverkefni ríkisstjórnar. Núna verða stjórnmálamenn að opna augun og átta sig á hvað það er sem skiptir máli. Hvert raunverulegt hlutverk stjórnvalda er: það er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgaranna!

Viðurkenningar, vinsældir og óþarfa ríkisstarfsmenn með engan tilgang á ekki að vera efst á forgangslistanum.

Þessir tugir milljarðar sem ríkisstjórnin er búin að eyða í að bjarga einhverjum vonlausum sjóðum til þess að bjarga "vinum" er enn eitt dæmið um hversu vitlaus forgangsröðunin er hjá stjórnvöldum og hvað spillingin er mikil hér á landi.


mbl.is Allir deildarlæknar hafa sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég sammála þér í öllu...

Hvað er Ríkisstjórnin að spá eiginlega, eru þau ekki að fá hverja launahækkunina sjálf á fætur annari á meðan  allt er að fara til fjandans...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.2.2013 kl. 08:20

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Í mínum huga snýst þetta ekki bara um peninga. Þetta snýst um lágmarks lífsskilyrði og öryggi. Til hvers á fólk að leggja líf sitt og heilsu að veði út á sjó eða í verksmiðjum, iðnaði eða í umferð ef það veit að ef eitthvað kemur fyrir þá eru sjúkrahúsin lokuð!

Þá er ég bara að tala um slys en ekki almenna heilsugæslu sem er ekki síður mikilvæg.

Án sjúkrahúsa og heilsugæslu er alveg eins hægt að loka Íslandi.

Sumarliði Einar Daðason, 6.2.2013 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband