4.2.2013 | 14:44
Þetta er ólíðandi staða
Lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og tryggir öryggi okkar eftir fremsta megni. Lögreglan kemur yfirleitt fyrst að slysum, hjálpar fólki í neyð og aðstoðar ógæfufólk að finna réttan farveg.
Miðað við ríkisfjárlög undanfarin 10 ár þá hafa framlög til lögreglu minnkað hvert einasta ár að raunvirði. Þessi niðurskurður tengist kreppunni ekkert. Að nafnvirði hafa framlög verið nokkurn vegin þau sömu ár eftir ár.
Á sama tíma hefur samfélagið breyst og það er orðin meiri harka í samfélaginu og það er mun meiri fjölbreytni í íbúasamsetningu. Í venjulegum samfélögum á maður að sjá einn og einn lögreglumann að labba um á meðal borgara. Það var þannig hér á Íslandi áður.
Nú hefur lögreglan engan tíma til neins nema sinna alvarlegum neyðarútköllum og einhverjum formlegum erindagjörðum embættismanna.
Viljum við samfélag þar sem hver og einn þarf að stóla á einkarekin öryggisfyrirtæki til þess eins að búa í þessu samfélagi?
Ég er ekki að tala um að fylla allar götur af lögreglumönnum, heldur að þjónustan sem lögreglumenn veita verði alla vega meiri en í þróunarlöndum. Þetta er allt í hendi alþingismanna og ráðherra. Það eru þeir sem forgangsraða hlutunum.
Þetta er vond staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2013 | 09:53
Stór loftsteinn "mjög" nálægt jörðu 15. febrúar
Þann 15. febrúar n.k. mun stór loftsteinn (u.þ.b. 50 metrar að lengd) fara mjög nálægt jörð, sem er frekar sjaldgæft. Hann er kallaður 2012 DA14 og fer framhjá jörðinni í minni "hæð" heldur en gervihnettir fara í kringum jörðina, þó töluvert fjær en alþjóðalega geimstöðin er.
Líkurnar á að hann rekist á jörðina eru taldar engar. Helsta hættan er að hann lendi á gervitungli. Hann verður svo nálægt jörðu að það væri hægt að fylgjast með honum í venjulegum "heimilis"-stjörnukíki, ef hraðinn á honum væri ekki svona mikill.
Hægt er að sjá stutt myndband um þennan loftstein hér að neðan:
9.1.2013 | 13:34
Þetta vekur upp ýmsar spurningar
Þyrlurnar og annar floti Landhelgisgæslunnar eru hjarta og lungu björgunarstarfs hér á Íslandi. Við búum á eyju þar sem allra veðra er von. Náttúruvá er okkar helsta ógn. Við það bætast svo við tíðar ferðir stórra skemmtiferðaskipa og mikil alþjóðleg flugumferð. Tali maður ekki um alla báta og skip sem eru á stöðugri ferð um allt land.
Floti Landhelgisgæslunnar þarf að vera hafinn yfir allan vafa og tækjabúnaður í lagi. Við höfum verið óheppin með Þór en það er vonandi allt yfirstaðið.
Það væri nær að efla Landhelgisgæsluna heldur en að dæla peningum í erlendar vaxtagreiðslur vegna klúðurs "einkaaðila" sem settu Ísland á hausinn.
Betra hefði verið að kaupa nokkrar þyrlur og skip heldur en að dæla peningum í eitthvað sem fáir skilja ... eða vita til hvers.
Mega fara út fyrir 12 mílurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 23:55
Hver ber ábyrgð á þessu klúðri?
Hvernig geta yfirvöld klúðrar jafn mikilvægu máli eins og þessu - að þyrlur Landhelgisgæslunnar mega ekki fljúga lengra en 12 mílur frá landi? Bara út af formgalla og tryggingamála.
Fyrir hvað fá þessir stjórnendur og ráðherrar eiginlega borgað?
Hvað ætla þeir að gera ef skip þarf þyrluaðstoð 13 mílur frá landi? Ætla þeir að segja í talstöðina:
"Því miður þá megum við ekki bjarga ykkur því við klúðrum skráningunni - hafið samband við Landhelgisgæsluna í Noregi!"
Þyrlubjörgun á hafi í uppnámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2012 | 09:58
Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum
Þetta er villandi frétt.
Bara ef súluritin eru skoðuð þá eru Noregur, Danmörk og Seychelles að skila hlutfallslega meiri tekjum miðað við afla. Við ættum að ná 25-100% meiri tekjum ef við tækjum þær þjóðir til fyrirmyndar.
Kannski er það vegna þess að stór hluti aflans á Íslandi er fluttur óunnin út.
Getur það verið að útgerðir hérlendis eru að selja sjálfum sér fiskinn erlendis og vinna hann þar til þess að komast fram hjá brengluðu efnahagslífi hér á íslandi?
Danir veiða lítið en margfalda verðmætin.
Ekkert ríki skapar jafn mikil verðmæti úr fiskveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2012 | 10:51
Íbúðalánasjóður í afneitun
Það er með ólíkindum að Íbúðalánasjóður skuli fyrst núna reyna að átta sig á því hvað er búið að vera í gangi síðustu ár eða áratug. Núna skal það vera rannsakað sem öllum er ljóst - nema Íbúðalánasjóði og stjórnvöldum.
Íbúðalánasjóður verður að átta sig á að vasar almennings eru ekki botnlausir. Það er ekki endalaust hægt að seilast í tóma vasa almennings til þess að bjarga bágum efnahagsreikningi og klaufalegri stjórn sjóðsins.
Íbúðalánasjóður hefur með markvissum hætti haldið uppi fasteignaverði og leiguverði til þess að verja þetta veika eignasafn sitt. Allt þetta hækkar verðbólgu sem hækkar verðtryggingu sem hækkar greiðslubyrði.
Kaupmáttur launa nær með engu móti að halda í við þetta rugl.
Dæmi:
Stjórnvöld hér á landi, bæði fyrri og núverandi, sem og Íbúðalánasjóður opna lúxus veitingahúsakeðju í hjálparbúðum Rauða krossins þar sem hungusneið ríkir, því þar er jú markaðurinn - hellingur af svöngu fólki.
Þau myndu ómögulega átta sig á því að markhópurinn á ekki pening. Þau myndu samt ekki gefast upp og setja af stað rannsókn: Af hverju vill þetta hungraða fólk ekki kaupa þennan fína mat sem við bjóðum þeim? Að lokum myndu þau komast að þeirri niðurstöðu að þetta hungraða fólk geti dreift greiðslu fyrir hverja máltíð yfir 12 mánuði ef það verslar þrisvar í viku.
Í dæminu er ég bara að benda á hvernig stjórnvöld og Íbúðalánasjóður vinna. Algjörlega úr takti við raunveruleikann.
Þess ber að geta að Íbúðalánasjóður er langt undir 5% lágmarki um eigið fé og ríkissjóður þarf að dæla í hann tugi milljarða. Það er auðvita gert með því að hækka skatta sem dregur enn meira úr greiðslugetu fólks til þess að borga af húsnæðislánum.
Um 500 ný heimili í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2012 | 09:02
Leiguokur Íbúðalánasjóðs?
Miðað við þessar forsendur þá sýnist mér Íbúðalánasjóður vera að stunda leiguokur og halda leiguverði uppi hér á Íslandi. Ef leigutekjur 880 íbúða ná að dekka rekstrakostnað 2.052 íbúða sem og skila framlegð upp í fjármagnskostnað þá er rukkuð leiga a.m.k. 50% of há ef miðað er við 10% arðsemi.
Þetta auðvita leyfir öðrum að hækka sína leigu "í takt við markaðinn".
Þetta er þvert á lögboðið hlutverk Íbúðalánasjóðs sem er að veita landsmönnum kost á húsnæði með sanngjörnum hætti, hvort sem það er í formi lána eða leigu.
Þetta er félagslegur sjóður en ekki banki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi, þó svo sjóðurinn eigi að vera sjálfbær.
Rúmur milljarður í leigutekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.8.2012 | 20:48
Hvernig erum við búin undir þetta?
Ég veit að ég er einn af þeim sem bendir fólki að vera með öryggisbelti þegar það fer út í umferðina - og fæ óþakkir fyrir að vera leiðinlegi maðurinn.
Fyrir skömmu þá benti ég á að ef hagvöxtur í Kína myndi minnka (http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1250805/) þá gæti það haft umtalsverð áhrif á okkur sem þjóð þar sem bara eitt prósent samdráttur í hagvexti í Kína er eins og landsframleiðsla Íslands margfaldað.
Þetta hefur einnig áhrif á öll hin viðskiptalöndin okkar sem við stólum á til þess að rétta úr kútnum.
Spurningin er sú, eru stjórnvöld Íslands eitthvað að pæla í því hvað gerist á næstum árum? Sumir erlendir fræðimenn og fréttamiðlar spá því að raunveruleg heimskreppa byrji ekki með fullum þunga fyrr en á næsta ári - og þá fyrir alvöru.
Kína orsakar lækkun í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2012 | 08:19
Er Ísland tilbúið fyrir heimskreppu?
Ég las á guardian.co.uk í gær að í UK er samdráttur sögulega dýpri (eða lengri) núna heldur en í kjölfar heimskreppunnar miklu 1929. Samdrátturinn er einhverju prósenti skárri en þá, en varir mun lengur og ekki sér fyrir endan á honum í bráð (ég efast um að Olympics hafi úrslitaáhrif þar). UK á víst að vera ein af helstu miðstöðvum peningaflæðis í heiminum.
Hvað þýskaland varðar, þá hef ég lesið um að það sé trausti kletturinn í EU. Nú eru að berast neikvæðar fréttir þaðan, sennilega vegna versnandi ástands víða í Evrópu sem og annars staðar í heiminum. Það þarf varla að eyða orðum í flest önnur ríki Evrópu, þ.e. hversu staðan þar er orðin alvarleg.
USA gerir ekkert annað en að safna skuldum og eyða peningum erlendis (sem það fær að láni). Það sambandsríki hefur aldrei staðið eins illa.
Kína er að horfa fram í minnkandi hagvöxt, en bara 1% minni hagvöxtur þar er stjarnfræðilega há tala miðað við flest öll önnur ríki í heiminum.
Vegna aukins hraða í samskiptum þá eru allir markaðir mun viðkvæmari fyrir breytingum hjá hvorum öðrum - ólíkt því sem var í fyrri hluta síðustu aldar, t.d. í heimskreppunni miklu. Auk þess sem að mestur hagnaður fyrirtækja í dag er sjaldan byggður á raunverulegri verðmætasköpun - heldur frekar huglægu mati sem á auðveldara með að rýrna.
Hér á Íslandi virðist allt vera komið í sama farið aftur og fáir hafa lært af bankahruninu. Það er bullandi þensla í húsnæðisverði, bullandi verðbólga, mikið falið atvinnuleysi, alltof mikil spilling og alltof mikill gervihagvöxtur, sem að mestu byggist á einkaneyslu og eyðslu á sparifé. Tekjur Landsvirkjunar byggjast á markaðsvirði áls, sem er stöðugt að lækka í verði. Íslenska ríkið dregur alltof mikið úr samneyslu á sama tíma og það hækkar alla skatta - en dælir fé í fáa útvalda með vænu tapi fyrir ríkissjóð.
Þess vegna er mér spurn hvort Ísland sé tilbúið í raunverulega heimskreppu, ef hún skellur á með fullum þunga? Það er til lítils að flytja út ál og fisk ef aðföng verða það dýr að lítill sem enginn virðisauki er til staðar.
Þetta eru auðvita bara vangaveltu um "hvað ef?".
Versnandi horfur sautján þýskra banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2011 | 07:38
Myndu göngin vera opin?
Það er ekkert nýtt að Víkurskarðið sé lokað og þar sé vörubíll fastur. Hann væri sennilega ekki fastur þarna ef það væru göng undir Vaðlaheiði.
Oftar en ekki þá er horft framhjá hlutum eins og þessum þegar rætt er um göng undir Vaðlaheiði, sem og á öðrum stöðum.
Þessi vörubíll er kannski að fara með nauðsynlega varahluti sem þarf að nota í fiskvinnslu þar sem 100 manns starfa. Eða matvöru fyrir byggðarlag. (Ég nefni þetta bara sem dæmi þar sem ég veit ekkert hvað hann er að flytja.)
Er gert ráð fyrir svona hlutum í arðsemisútreikningum?
Ófærð fyrir norðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 08:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)