Er lögreglan gengin af göflunum?

Ég vil byrja að nefna það að ég þekki til hvorugra málanna sem virðast mest áberandi í fjölmiðlum í dag og eflaust eru margar hliðar á því.

Fyrst les maður um sérsveit sem handtekur 17 ára gamla meri og svo að hátt í tugur lögreglumanna handjárni tvær þrettán ára stelpur eftir háskalegan eltingarleik sem endar með slysi.

Það er sagt mismunandi frá þessu í flestum fjölmiðlum en bæði þessi mál vekja óneitanlega upp spurningar um hvort viðbrögð lögreglunnar hafi verið með viðeigandi hætti.

Í tilfelli hestamannsins með stafinn fyrir utan Stjórnarráðuneyti. Hefði ekki verið hægt að skoða manninn með sjónauka úr fjarlægð? Eða öryggismyndavél? Svo einfaldlega labba til hans og benda honum á að það væri illa séð að vera með hest og staf á þessum stað? Ef það myndi ekki ganga upp þá kalla til lögreglu? Ef venjuleg lögregla myndi ekki ráða við 17 ára gamla merina og bóndann með göngustafinn, þá yrði kölluð til sérsveit?

Í dæmi stúlknanna sem voru handjárnaðar. Hefði ekki bara verið hægt að veita þeim rólega eftirför þar til þær yrðu orkulausar, annað hvort þær sjálfar eða þegar hjólið væri orðið rafmagns- eða bensínlaust?

Þegar ég var krakki þá beitti lögreglan öðrum aðferðum við að ná til okkar. Ef maður "ók" til dæmis um á ljóslausu reiðhjóli þá var maður ekki eltur uppi heldur minntur á slysahættuna næst þegar náðist til manns og sagt frá slysum sem af því kunna hljótast. En maður var ekki settur í handjárn. Hér er ég í kaldhæðni að benda á öfga í þessu máli. Það er auðvita munur á því að vera á ljóslausu reiðhjóli og vera að reiða einhvern á vespu og jafnframt sinna ekki stöðvunarskyldu lögreglu. En þær eru langt frá því að teljast hættulegir meðlimir Hells Angels.

Lögreglan á að vera sérstaklega þjálfuð í því að bregðast við mismunandi aðstæðum og aldrei beita harðara úrræði en nauðsyn krefur. Það er kennt að bregðast öðruvísi við ógn frá 13 ára stúlkubarni eða sturluðum þrekvöxnum þekktum glæpamanni í dópvímu. Þetta er lykilatriði í starfi lögreglumannsins.

Það má segja að háttarlag lögreglunnar hafi hún stofnað lífi stúlknanna í hættu og það er mildi að ekki fór verr. Það má ekki gleyma því að sumir krakkar eru einfaldlega hræddir við lögregluna. Það rekst kannski á fréttir um lögregluofbeldi, bæði hérlendis og erlendis, eða sér í bíómyndum þar sem lögreglan er skúrkurinn. Sumir krakkar eru því kannski með ímyndaðan ótta gagnvart lögreglu.

Enn og aftur vil ég ítreka að ég þekki alls ekki til málanna og tengist þeim á engan hátt. Ég var bara hissa þegar ég las um þetta í fjölmiðlum og umsagnir á Internetinu. Eflaust er þetta litað með einhverjum hætti í fjölmiðlum og Internetið er auðvita bara eins og það er.

En ljósmyndirnar af handjárnuðum stúlkunum og öllum lögreglumönnunum ljúga ekki. Hún ein og sér er afar slæm fyrir ímynd lögreglunnar hér á Íslandi. Tali maður ekki um sálræna þáttinn í þessu fyrir stúlkurnar sem eru auðvita rétt að mótast fyrir komandi lífstíð. Bóndinn ætti hins vegar að vera ýmsu vanur, sem og 17 ára gamla merin.

Mun vægari mál hafa vakið athygli heimspressunnar.


mbl.is Börn veittust að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Ósammála þér.  Ruslapakk eins og þessar stelpur á einmitt að "díla við" með þessum hætti.  Kennir þeim kannski lexíu.  Maður veltir vöngum yfir uppeldinu.

Hvumpinn, 24.6.2013 kl. 17:24

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Bjarki Þór Arnarson · Reykjavík, Iceland

Ég varð vitni að þessari handtöku í gær og mér fannst lögreglan taka allt of vægt á þessu liði, stúlkurnar voru með dónaskap og mjög ógnandi framburði við lögregluna!
 

Rauða Ljónið, 24.6.2013 kl. 17:28

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ef ég er lögreglumaður og sé að 8 ára strákur sýnir mér dónaskap og ógnandi tilburði þegar ég bendi honum á að nota gangbraut sem hann gerir ekki - á ég þá bara að taka upp piparúðann og sprauta framan í barnið til þess að kenna því lexíu?
Hvar eru mörkin og hvernig verður þetta eftir 10 ár þegar lögreglan verður komin með rafbyssur?

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 17:36

4 identicon

Lögreglan er sem betur fer frekar að gera meir en ekki. Hvað sem hún lendir í, er alltaf einhverjum sem finnst að öðruvísi hefði mátt gera, þú veitst, Allaf auðveldara að vera vitur eftir á.

Í tilfelli hestamannsins við Stórnarráðið, Sá sem tilkynnti málið til lögreglu sýndist maðurinn vera vopnaður, og þar með fékk málið á sig mun alvarlegri aðgerðir, sem betur fer reyndust óþarfar.

Gefum okkur að maðurinn hefði verið vopnaður.

Lögreglan sendir bíl með kíki til að skoða manninn og sér þá að hann var með riffil. Þá er frekar seint að kalla út fleirra lið, ef maðurinn hefði ætlað að gera eitthvað, hefði lögreglumaður með kíki ekkert í hann að gera.

Og þá hefðu menn einsog þú bloggað yfir því að lögreglan sendi bara mann með kíki til að handtaka vopnaðan mann við stórnaráð.

Skiliru ?

Í tilfelli þessara stúlkna, þá vissi Lögreglan ekki að þetta voru 13 ára stúlkur, þá voru ekkert að stoppa og segja til sín, né veifa skilríkjum. Þær voru höndlaðar einog afbrot þeirra sögðu til (ætlaður þjófnaður á munum) og vegna mótþróa við handtöku voru þær réttilega settar í járn til að róa þær.

Ef þær hefðu ekki náðst þá hefði væntanlega þetta þýfi verið notað sem fé til að versla eitthvað.( ekki að ég viti það, en mjög algengt) Unglingar í dag eru margir ekki einsog fyir nokkrum árum, og einsog fjölmörg dæmi sýna, þá verður Lögreglan að vera við öllu búin.

Ef þú hefðir nú verið eigandi af þessari fartölvu og síma og Lögreglan hefði ekki náð þeim þá hefðir þú öruggleg orðið æfur og bloggað um allt að þeir væru einkins nýtir.

Lögreglan gerir frábæra hluti og held þú ætti bara að sækja um í Lögregluskólann ef þú telur þig geta bætt um betur.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 17:54

5 identicon

Hvernig átti lögreglan að vita aldur stelpnanna? Og á það að skipta máli hversu gamlar þær eru? Ég myndi telja ungan aldur ennþá ríkari ástæðu til að stöðva þær til þess að gera bifjhólið upptækt og gera barnaverndarnefnd viðvart. Þessar stelpur eiga ekkert erindi út á þessum tíma hvort sem er. Þær eru komnar langt fram yfir útivistartíma.

Hljómar það vel að leyfa börnum að leika sér á miðnætti á bifhjóli sem krefst réttinda til að aka? Ég veit ekki hvað taldist í lagi á þínum tíma en það er ekki í lagi í dag.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 17:59

6 Smámynd: Maelstrom

Það er alveg með ólíkindum hvað menn geta verið veruleikafirrtir.  "Róleg" eftirför sem mögulega hefði endað með alvarlegu umferðaslysi þegar "barnið" reyndi að komast undan.  Þá fyrst hefði lögreglan verðið tekin á teppið!! 

Og ertu virkilega að ætlast til þess að þegar ökumaður hlýðir ekki stöðvunarmerki lögreglunnar, að þá eigi lögreglan bara að sleppa því að elta/stöðva viðkomandi, því brotamaðurinn gæti mögulega verið barn?  Sleppa bara viðkomandi og vara hann við næst þegar hann sést? 

Næst þegar ég keyri í gegnum Blönduós, þá ætla ég að prófa að fara í gegnum bæinn á 150 km/klst.  Þegar lögreglan reynir að stoppa mig, þá læt ég mig síga niður í sætinu, þykist vera barn og þá fæ ég bara viðvörun næst þegar ég keyri þarna í gegn.  Þetta er algerlegt snilldarráð sem þú kemur með hérna.

Maelstrom, 24.6.2013 kl. 18:02

7 identicon

Sumarliði, ertu ekki að gleyma, að samkvæmt lögum á að stöðva og segja á sér deili ef Lögrega biður um.

Þeim bar að stöða, og með því að gera það ekki, sýndu þær að þær voru að fela eitthvað.

Frábær samliking hjá Birgi þarna.

Sammála því !

Markús Orri (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 18:03

8 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Dæmið þitt með 8 ára drengin er frekar öfgakennt, annars er svarið við þeirri pælingu: Nei, engum myndi detta það í hug að gera slíkt.

Það er rosalega auðvelt fyrir okkur að gagnrýna viðbrögð lögreglu eftirá, en á þessum tímapunkti í gær þegar lögreglan elti þær var ekki vitað að þær voru 13 ára, og það var ekki vitað hver átti töskuna sem farþegi losaði sig við í miðjum akstri - svona vespur eru heldur ekki að dóla sér á 15km/klst, þær komast á umtalsverðan hraða og drífa langt.

Settu þig nú í spor lögreglunnar, viðkomandi brunar um iðnaðarhverfi á vespu, sinnir engum stöðvunarskyldum frá lögreglu - ljós og læti, kastar einhverri tösku frá sér á miðri ferð, og þetta er að gerast á miðnætti. Þetta hlýtur að hringja öllum viðvörunarbjöllum að eitthvað sé að... og lokst þegar eltingarleik lýkur eftir árekstur við ljósastaur og þú ert að hlaupa að þeim úr lögreglubílnum, þá ertu líklega ekkert að pæla "rosalega eru þær unglegar, best að sleppa því að handtaka þær" - sér í lagi þegar þær byrja strax með ógnandi tilburði og dónaskap.

Gunnsteinn Þórisson, 24.6.2013 kl. 18:05

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er smeikur um að þú hafir fengið Lögregluskólann inn á síðuna hjá þér Sumarlið. En þér að segja þá er ég sammála þér.

Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 18:27

10 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Er lögreglan gengin af göflunum, spyrðu?

Já... kíkjum á málið. Númerslaus (þar af leiðandi ólöglegt) faratæki er á ferð á göngustíg (ólöglegt athæfi) og neitar að sinna stöðvunarskyldu lögreglu (stranglega bannað, samkvæmt Íslenskum lögum). Bifhjólið er með farþega (sem er ólöglegt fyrir þetta faratæki), sem hendir frá sér tösku við eftirför, sem reynist innihalda verðmæta tæknibúnaði (af hverju gerði einstaklingurinn það?).

Einstaklingar reynast svo vera undir lögráða, sem eru að ferðast utan löglegan útivistatíma (bannað) og sýna lögreglunni mótþróa (stranglega bannað).

Hvað er þessi lögregla eiginlega að hugsa?

Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 18:28

11 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Já, Magnús. Eina hugsanlega leiðin til að fólk geti verið ósammála þér og pistlahöfundi er að það sé hluti af þessari lögregluklíku. Þetta er mjög þroskuð og málefnaleg greining hjá þér.

Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 18:30

12 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Magnús (24.6.2013 kl. 18:27): Það er bara jákvætt. Þá er best að uppfræða þá áður en fylgja þessari hegðun eftir í framtíðinni.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 18:41

13 identicon

Einhvern vegin hélt ég að árið 2013 væri ekki til fólk sem styddu lögleysu einsog þeir Msgnús og Sumarliði.

Einsgott að Lögreglan sé öflug. Okkar hinna vegna.

AFB (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 18:49

14 identicon

"strax með ógnandi tilburði og dónaskap."

Guð minn góður, er einhver svo glær að trúa því að tvær 13 ára óvopnaðar stelpur ógni heilum hóp af vopnuðum lögregluþjónum? 

Það er eins gott að lögreglan er ekki með Taser, þá fyrst geta svona mál endað með skelfingu. 

símon (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 18:49

15 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Birgir Guðjónsson (24.6.2013 kl. 17:54):
Var það hesturinn eða stafurinn sem kom þessari atburðarás af stað? Ef maður með blindrastaf villist óvart á túnið fyrir framan Stjórnarráðuneytið á þá að kalla á sérsveitina? Eða kona með barnavagn sem mögulega gæti verið með sprengju í barnavagninum? Ég er á því að við eigum ekki að hlaupa til og handtaka alla sem hægt er að túlka sem mögulega ógn. Við erum ekki í Írak.
Það keyra oft krakkar á svona vespum framhjá mér þegar ég er að labba á göngustígum og eru stundum að reiða allt að tvo í einu sem eru án hjálma. Þetta er óþægilegt en ég er ekki að gera neitt sem getur fipað þau þannig að slys hljótist af.
 
Ég var einu sinni krakki og mín kynslóð var þá talin af eldra fólki miklu verri en þeirra kynslóð. Krakkar eru ekkert að úrkynjast í hættulega glæpamenn í dag. Það eru alltaf einhverjir sem fara aðeins á svig við tilmælum lögreglunnar en þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri af því að börn eru elt með þessum hætti og handjárnuð. 
 
Lögreglan á ekki að þurfa að haga gjörðum sínum vegna ótta við skammir frá fjölmiðlum vegna starfa sinna. Ég efast um að fjölmiðlar á Íslandi fari að ráðast á lögregluna þó hún nái ekki að stoppa alla glæpi eða voðaverk á Íslandi.
 
Ég þekki lögregluna hér á Íslandi bara af góðu. En störf hennar mega aldrei vera hafin yfir gagnrýni - bæði jákvæða og neikvæða. Ég þekki störf lögreglunnar of vel (verkefni sem þeir þurfa að sinna en rata ekki í fjölmiðla vegna eðli þeirra) og tel mig vera hamingjusamari í núverandi starfi. Það er ekki fyrir hvern sem er að endast andlega heill til æviloka innan lögreglunnar.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:12

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Helgi Heiðar Steinarsson (24.6.2013 kl. 17:59): Eflaust hefur verið erfitt að gera sér grein fyrir nákvæmum aldri stúlknanna. Hins vegar er undir eðlilegum kringumstæðum hægt að gera sér nokkurn veginn grein fyrir því hvort um börn eða fullorðna er að ræða.
Ef þú kemur að krakka upp í háum byggingakrana þá byrjar þú ekki á því að fæla hann enn lengra upp kranann til þess að bjarga lífi hans. Þú bakkar frekar og reynir að hafa stjórn á aðstæðum.
 
Ps. þegar við krakkarnir vorum úti eftir útivistartíma og lögreglan kom að okkur þá spjallaði hún bara við okkur á rólegum nótunum og öðlaðist vináttu og traust við alla. Næst þegar við "brutum lög" þá var bara nóg fyrir hana að veifa og allir vissu stöðuna. Það var enginn handjárnaður - ekki einu sinni þegar lögreglubílarnir voru teikaðir (sem er auðvita stórhættulegt).

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:22

17 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Markús Orri (24.6.2013 kl. 18:03): Það er ýmislegt sem gerist á hverjum degi þar sem lög eru brotin og lögreglan mun aldrei geta stoppað það. Ég hef komið að umferðarslysum þar sem jafnvel fótbrotið fólk hleypur af slysastað í losti þó það hafi ekkert gert af sér. Þetta á sérstaklega við um krakka og yngri unglinga. En enginn beitti handjárnum á það.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:27

18 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Gunnsteinn Þórisson, 24.6.2013 kl. 18:05: Ég skil hvað þú átt við. Ég íhugaði einmitt vandlega hlið lögreglunnar rétt áður en ég skrifaði þetta. Enda tók ég skýrt fram í upphafi að það eru margar hliðar á þessu máli. Ég var aðallega að leggja áherslu á það hvernig þetta birtist í fjölmiðlum og lítur illa út fyrir lögregluna. Ég veit það fyrir víst að lögreglan er á fullu að öðlast traust innan samfélagsins eftir það sem gerðist í kringum hrunið.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:31

19 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Maelstrom, (24.6.2013 kl. 18:02): Það er nú þannig að lögreglan er núorðið sérþjálfuð í eftirför og stöðvun ökutækja miðað við það sem áður var. Eitt af lykilatriðum þess er að forða slysum á fólki og ná stjórn á aðstæðum. Að keyra á 150 km hraða innanbæjar er stórhættulegt og í mínum jafngildir það því að einhver færi fullur með sjálfvirk skotvopn í Kringlunni á miðjum degi. Mér finnst réttlætanlegt að handtaka slíkt fólk og koma fram við það eins og hörðustu glæpamenn. En að sjálfsögðu gera það undir stjórnuðum kringumstæðum svo engin slys hljótist af.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:38

20 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Einar Örn Gissurarson, (24.6.2013 kl. 18:28): Ég setti fyrirsögnina fram til þess að varpa fram spurningu. Ég fullyrti ekki að lögreglan væri gengin af göflunum.
Eðlilega átti lögreglan að hafa afskipti af þessum börnum. Þetta er spurning um aðferðina. Lögreglan býr yfir kraftmiklum lögreglubílum með mjög öflugan fjarskiptabúnað og upplýsingakerfi. Það flýr enginn á vespu undan lögreglunni. Oft nægir bara fyrir lögregluna að hefja eftirför með bláu ljósin og hætta svo. Krakkarnir verða þá svo hræddir að þeir gera svona aldrei aftur. En ég þekki þetta mál ekki. Ég er bara að benda á hvernig þetta lítur illa út á við.
Það voru tveir lögreglumenn sem settu ungling í handjárn í USA nýlega og það gekk eins og eldur um sinu um allan heim - sem lögregluofbeldi.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 19:47

21 identicon

Sumarliði.

Þetta eru svo léleg rök og dæmi hjá þér. Maður með staf, Kona með barnavagn.

Lögreglan bregst við eftir aðstæðum hverju sinni. Það er það sem við ætlumst af henni. (allavega flest okkar)

Þar VAR tilkynnt til Lögreglu að það væri maður á hestbaki HUGSANLEGA vopnaður. Á þeim tímapunti er ekkert minnst á staf eða neitt svoleiðis. Lögregla bregst við á hárréttan hátt.

Ef tilkynnt er um rán í verslun og sagt að þar sé maður með byssu, og Lögregla bregst réttilega við með útkalli á sérsveit og auka liði. Svo kemur í ljós að byssa var úr plast. Þá er ekki hægt að segja að Lögreglan hafi brugðist við með offorsi eða sé gengin af göflunum.

Þú hlýur að fatta þetta, þar sem þú ert skólagenginn maður.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 19:50

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er sem ég segi Sumarliði, þú ert kominn í Lögregluskólann.

Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 20:06

23 identicon

"Það er sem ég segi Sumarliði, þú ert kominn í Lögregluskólann.

Magnús Sigurðsson, 24.6.2013 kl. 20:06"

Magnús. Sýndu þroska. Þín vegna.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 20:11

24 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Birgir,

Lestu þetta vandlega yfir aftur:

Í tilfelli hestamannsins með stafinn fyrir utan Stjórnarráðuneyti. Hefði ekki verið hægt að skoða manninn með sjónauka úr fjarlægð? Eða öryggismyndavél? Svo einfaldlega labba til hans og benda honum á að það væri illa séð að vera með hest og staf á þessum stað? Ef það myndi ekki ganga upp þá kalla til lögreglu?

Þarna er ég að gagnrýna starfshætti áður en lögregla er kölluð til. Ég vil hafa viðbúnað lögreglu góðan þegar hún er kölluð til vegna vopnaðra einstaklinga sem og við aðrar kringumstæður.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 20:12

25 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

"Þarna er ég að gagnrýna starfshætti áður en lögregla er kölluð til. Ég vil hafa viðbúnað lögreglu góðan þegar hún er kölluð til vegna vopnaðra einstaklinga sem og við aðrar kringumstæður."

Semsagt... þú ert að gagnrýna ákvörðun einstaklingsins, sem kallaði út lögregluna og gaf þeim misvísandi skilaboð, ekki lögregluna sjálfa.

Hvers vegna valdirðu þá svona rosalega misvísandi fyrirsögn?

Einar Örn Gissurarson, 24.6.2013 kl. 20:27

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Löggunni mistókst ítrekað að hefta för tveggja þrettán ára stúlkna á vespu.

Hvað gerist ef upp koma alvarlegir glæpir sem þarf að hindra?

Mér sýnist að þá verði, allavega þessi lögregla, vitagagnslaus.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2013 kl. 20:30

27 identicon

Birgir segir, "Svo kemur í ljós að byssa var úr plast. Þá er ekki hægt að segja að Lögreglan hafi brugðist við með offorsi eða sé gengin af göflunum."

Vont dæmi Birgir.

Það er ekkert skrítið að fólk hafi áhyggjur af lögreglunni á Íslandi, því sérsveitin hefur verið send til þess að yfirbuga meintan glæpamann með byssu, sem reyndist svo vera 12 ára barn með plastbyssu. Íslenska sérsveitin snéri samt barnið niður og handtók með stælum.

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/sersveitin-yfirbugadi-tolf-ara-strak-sem-lek-ser-med-leikfangabyssu

Þarna er fársjúkt og stórhættulegt fólk á ferðinni, án eftirlits.

símon (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 20:30

28 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Hvaða skoðun sem hver og einn kann að hafa á þessum atburði þá eru til lög í þessu landi um hvernig má meðhöndla börn. Eins skítt og lögreglu og fleirum kann að finnast það þá skal lögregla fara að þeim lögum. Frelsissvipting, handtaka og handjárn er eitthvað sem alltaf er umdeilanlegt að beita börn. Um leið og slíkt er gert þarf að tilkynna það barnaverndaryfirvöldum og forráðamanni til að annar hvor aðilinn (eða báðir) sé viðstaddur til að leiðbeina barninu um lagalegan rétt sinn (og skyldur).

Baldvin Björgvinsson, 24.6.2013 kl. 21:06

29 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Einar Örn Gissurarson, (24.6.2013 kl. 20:27):
Ég fjalla um hvernig lögreglan kemur við sögu í tveimur sérstökum málum og hvernig þessi mál birtast í fjölmiðlum. Ég hef strax fyrirvara í pistlinum. Fyrirsögnin er vel við hæfi. Þetta er eins og fyrirsögnin: "Er líf á Mars?". Með því er ekki verið að fullyrða að það sé líf á Mars alveg eins og ég var ekki að fullyrða að lögreglan væri gengin af göflunum.
Auðvita geta allir haft mismunandi skoðun á því hvernig eigi að skrifa um hlutina og það er misjafnt hvernig menn túlka hlutina sem þeir lesa.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 21:38

30 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Birgir Guðjónsson, 24.6.2013 kl. 19:50: Það var eitt sem ég gleymdi að minnast á þar sem ég nefndi konu með barnavagninn sem mögulega sprengjuógn. Það er ekki svo fjarri lagi. Ég var einu sinni í neðanjarðarlest í París að koma úr Euro Disney. Allt leit eðlilega út í lestinni. Fyrir tilviljun fór ég og fólkið út, einni stoppistöð fyrr, til þess að labba í góða veðrinu að hótelinu. Á næstu stoppistöð (okkar) sprakk svo lestin og tugir létust eða misstu útlimi. Það var allt út í blóði og ringulreið út um allt - fólk sem maður var að horfa á augnabliki fyrr í lestinni. Þrátt fyrir það lærði maður að lifa með því að það er ekki sprengja eða ógn í hverju horni.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2013 kl. 22:01

31 identicon

Greinilegt að löggan er farinn að fjölmenna hér á bloggið, en hvað sem hverju líður þá á að vera alger óþarfi að handjárna 13 ára stúlkur. Hvað með það þó einhver sé á hægfara vespu óskráðri. Mikill hluti af vespunum hérna heima eru undanskildar tryggingum. Ég hefði skilið það ef að tilkynnt hefði verið um einhvern glæp en að fara í svaka eltingaleik sem endar á staur og setja börn í handjárn lítur bara alls ekki vel út.

maggi220 (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 22:19

32 identicon

Haha - Börn veittust að lögreglu :) , mér kemur til huga eitt atriði úr vinsælum amerískum sjónvarpsþætti..

http://www.youtube.com/watch?v=a2436_3BRlA

maggi220 (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 23:13

33 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Það hefði verið ágætt ef lögreglan hefði sýnt nú eitthvað af þessari ákefð og dugnaði þegar á hana var kallað nokkrum klukkutímum áður, vegna ofbeldis sem nágrannar urðu fyrir, en kjallarabúinn í Stórholtinu sprengdi og kveikti í húsinu núna um helgina...

En þeir voru einungis fjórir sem mættu og viðkomandi var 150-180 kg... Sem sagt betra að finna sér eitthvað annað að gera á vaktinni...!

Sævar Óli Helgason, 24.6.2013 kl. 23:15

34 identicon

Þetta finnst mér bara lýsandi fyrir lögregluna. Þetta embætti þyrfti virkilega að taka í gegn. Hvernig er eiginlega forgangsröðunin hjá þeim? Þessi 2 dæmi, þá sérstaklega þarna þar sem börn eiga í hlut sýna virkilega óvönduð vinnubrögð. Lögregluþjónar eru vinna með fólk allan daginn en margir virðast bara kunna að beita einhverjum fautaskap. Þeir virðast voðalega uppteknir af því að eltast við vímuefni en reynast svo oftast gagnslausir til að vernda borgara fyrir hættulegu fólki. Hvar voru þeir þegar játning Karls Vignis var send til þeirra?

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 23:44

35 identicon

Djöfull er fólk ordid heilathvegid.
Thegar meirihluti fólks stydur hverskonar adgerdir sem er ad hálfu lögreglunnar, thá erum vid farin ad nálgast hid fullkomna fasistaríki thar sem yfirvöld eru Gud og bestu thegnarnir sjálfskipadir lögregluthjónar.

Ég er EKKI ad gagnrýna lögguna í thessu tilviki heldur fólkid sem er ad kommenta hérna og væri fyrst til ad taka sér stödu pyntandi fangavarda í fasistaparadísinni.

Hölli Vals (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 10:03

36 identicon

"Ég er EKKI ad gagnrýna lögguna í thessu tilviki heldur fólkid sem er ad kommenta hérna"

- Held það séu nú aðalega löggur og þeirra aðstandendur sem eru að kommenta hér og standa með lögreglunni..

- En já annars skil ég hvað þú ert að segja, það er til ákveðinn hópur af fólki sem stendur alltaf með þeim sem valdið hefur, einhversskonar hjarðdýr.

maggi220 (IP-tala skráð) 25.6.2013 kl. 19:31

37 identicon

Þarna er fársjúkt og stórhættulegt fólk á ferðinni, án eftirlits:

 Lögreglumaðurinn sem fékk á sig barnaníðskærurnar var hins vegar á síðasta áratug dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi og umferðarlagabrot. Honum var gefið að sök að hafa ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerð lögreglu til að stöðva ætlaðan hraðakstur ökumanns bifhjóls. Heimildir DV herma að skömmu eftir dómurinn féll hafi lögreglumaðurinn verið gerður að varðstjóra.

símon (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:20

38 identicon

brot í opinberu starfi; umferðalagabrot; sakaður oft og mörgum sinnum um barnaníð = hækkaður í tign

Bara svo að fólk átti sig á því hvað fólk meinar þegar sagt er að "fársjúkt og stórhættulegt fólk" sé í lögreglunni.

símon (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:28

39 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég var löngu hætt að nenna að lesa og entist tæplega niður að miðju athugasemda, en vildi bara leggja smávegis til málanna. Að sjálfsögðu gerði lögreglan athugasemd við akstur vespunnar á gangstétt-þ.e. ef hún er bensínknúin. Eins varð hún að bregðast við því að stöðvunarskyldu var ekki sinnt. En framhaldið var klúðurslegt, fannst mér. Ég veit svosem ekki hvað lögreglan túlkar sem ógnandi tilburði hjá 13 ára stúlkubörnum -og það gagnvart hópi fullorðinna lögreglumanna, sem að auki voru vel útbúnir kylfum og e.t.v. einhverju öðru. Þegar í ljós kom að um börn var að ræða, áttu þeir alls ekki að halda sínu striki eins og um harðsvíraða glæpona væri að ræða, jafnvel þó börnin væru óþekk. Það var út í hött að handjárna þau, enda ýmis önnur úrræði til þegar krakkar fremja axarsköft.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.6.2013 kl. 00:32

40 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þegar ég skrifaði mitt upphaflega blog þá ætlaði ég bara á benda á ímynd lögreglunnar en ekki fjalla um málin sem slík. Hins vegar hefur umræðan hér dálítið að þróast í umræðuna um hvað var rétt og rangt í tilfelli 13 ára stúlknanna. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis óskað eftir öllum gögnum varðandi það mál til þess að skoða. Það er fremur sérstakt því slíkt er sjaldan gert nema að búið sé að reyna öll úrræði fyrst. Kannski er það merki um hversu alvarlegt mál þetta er.

Settur umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afhendi sér öll gögn sem liggja fyrir um atvik sem átti sér stað aðfaranótt 24. júní sl. þegar lögregla veitti tveimur þrettán ára stúlkum á léttu bifhjóli eftirför, stöðvaði akstur þeirra og færði þær í handjárn, sem og þá rannsókn sem fór fram á atvikinu af hálfu lögreglu.  
Upplýsinganna er óskað til þess að settur umboðsmaður geti metið hvort ástæða sé til að taka atvikið til frekari athugunar að eigin frumkvæði.

Sumarliði Einar Daðason, 27.6.2013 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband