Fjölmargar stofnanir ríkisins stóðu í þeirri merkingu

Fyrst þegar ég heyrði af þessum orðrómi um að flugvél frá bandaríska flugflotanum væri að flytja sprengiefni á Akureyrarvöll fyrir Vaðlaheiðargöng, þá fannst mér það auðvita ótrúlegt. Það fer enginn að flytja sprengiefni með flugvél nema þá í hernaði. Aldrei of nálægt byggð nema það sé stríð - sérstaklega ekki á Íslandi.

Það má ekki einu sinni flytja notaða bílavarahluti, sem hafa komist í tæri við eldsneyti, með flugvél.

Fyrir utan það rökrétta í málinu þá hefði það aldrei rúmast innan kostnaðaráætlunar Vaðlaheiðarganga að flytja eitthvað með leiguflugi frá bandaríska flughernum - hvort sem það væri sprengiefni eða varahlutir. Smile

Það sem hins vegar slær mig við þessa frétt er þetta:

Fjölmargar stofnanir ríkisins stóðu í þeirri merkingu

Ef þetta er rétt sem stendur í fréttinni þá finnst mér sinnuleysið hjá þessum ríkisstofnunum vera umtalsvert. Hvaða stofnanir ætli þetta séu? Ég er nokkurn veginn viss um að það hafi ekki verið lögreglan, Almannavarnir eða slökkvilið. Ef þetta hefði verið raunin þá hefðu auðvita allt slökkviliðið verið í viðbragðsstöðu og sennilega flest allir viðbragðaðilar líka. Venjulega er mikið magn af sprengiefni ekki flutt nema í fylgd lögreglu - a.m.k. í þéttbýli.

Í alvöru, hverjum myndi detta í hug að flytja mikið magn af sprengjuefni með flugvél hér á landi?


mbl.is Herflugvél á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já bara bull og heimska. Sprengiefni og hvellhettur eru flutt með skipum. Og sprengiefnið í einu skipi og hvellhetturnar í öðru. Svo er þetta geymt aðskilið líka þegar það er komið á land.. Svo er Bandarískiflugherinn ekki stofnun sem stundar leiguflug fyrir vegavinnuna hér á landi. Heimskir mörlandar ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 16:55

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Já, þetta var auðvita bara bull.

Hins vegar flutti bandaríski flugherinn Keikó til Vestmannaeyja á sínum tíma, en ég veit ekki hvort flugherinn sé almennt að leigja út þjónustu sína (t.d. eins og Landhelgisgæsla Íslands gerir).

Sumarliði Einar Daðason, 29.9.2013 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband