Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sú eina sem lærir af mistökum?

Í framhaldi af síðasta pistli og það sem er búið að gerast á þessu ári varðandi samskipti borgara við lögreglu. Þá hef ég tekið eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að taka sig alvarlega.

Þetta er ekki bara vinna á milli 18:00 og 06:00 -> heldur markmið að gera lífið betra fyrir alla.

Ég á vin sem er alltaf að rakka lögregluna niður og það finnst mér ósanngjarnt. Það eru ekki allir lögreglumenn glæpamenn. Ég held að 97,9837% lögreglumanna séu meiri lögreglumenn heldur en lögreglan sjálf.

Hins vegar er alltaf erfitt fyrir alla að líta vel út þegar einhver þarf að fást við fjölmiðla og fjölda fólks - sérstaklega á sama tíma. Jafnvel í rauntíma þegar það eru slys, áflog eða ótímabær andlát í heimahúsum.

Hins vegar ætti á milli stríða að gefast góður tími til þess að rækta tengslin við "viðskiptavini".

Ég tók hér nokkur dæmi hvernig sum lögregluembætti nálgast samfélagið í gegnum Facebook. Lögreglan í Reykjavík byggir sína nálgun á fræðslu og samfélag en hin á ótta og yfirburði lögreglu (með byggingum og tækjakosti).

 Facbook lögga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband