12.5.2011 | 14:13
Þetta er því miður satt
Ég tek undir það sem Ragnar Árnason segir. Núverandi ríkisstjórn er svo langt frá því að vera að leiða þjóðina úr kreppu að það er sorglegt að horfa uppá það. Þeim tekst að gera allt öfugt miðað við það sem telst eðlilegt hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum við svipaðar aðstæður.
Ef núverandi ríkisstjórn ætlaði að bjarga drukknandi manni úr sjó þá myndi hún henda steðja til viðkomandi og stofna síðan nefnd til þess að ræða hvort steðjinn hefði átt að vera svartur eða grár. Umræða um björgunarhring myndi aldrei komast að.
Dýrkeypt efnahagsstefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Sumarliði, það sem verra er að þetta sá flest fólkið í landinu fyrir áður en farið var út í þessar arfavitlausu skattahækkanir en stjórnmála menn og hagfræðingar ákváðu að halda sér á launaskrá í samvinnu við AGS og láta þjóðina sökkva.
Magnús Sigurðsson, 12.5.2011 kl. 14:21
Ég veit ekki hvort þið áttið ykkur á stöðu ríkissjóðs þá sérstaklega þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum. Hallinn var rúmmir 200 milljarðar (14% plús af landsframleiðslu sem var heimsmet). Þrátt fyrir mikinn niðurskurð og skattahækkanir þá er hann enn 37 milljarðar. Eða 2.5% af landsframleiðslu.
Erlendir hagfræðingar og nóbelsverðlaunahafar hafa hrósað ríkisstjórninni fyrir góðann árangur. Það hefur ekki neinn hagfræðingur sem ekki er undir hælnum á viðskiptaráði, LÍÚ eða stjórnarandstöðu haldið öðru fram.
Breitt hagvaxtarspá kom eftir Icesafe neitun og sögðu menn að hún myndi hægja á hagvexti, þá er bara spurning hvort það reynist rétt. Fyrsti ársfjórðungur birtist 8 júní og svo annar 8 sept.
Ragnar Árnason er því miður fenginn sérstaklega til að tala fyrir hönd ofangreindra aðila þ.e. viðskiptaráð, LÍÚ og Sjálfstæðisflokks og því ber að taka öllu sem hann segir með þeim fyrirvara. Hann studdi allt sem hrunverjar tóku sér fyrir hendur þegar það óráð varaði.
Andrés Kristjánsson, 12.5.2011 kl. 15:04
Andrés, það er engum blöðum um það að fletta að ríkisstjórnir fyrir núverandi voru með þeim verstu og hættulegustu þjóð sinni - svo að tekið var eftir út um allan heim. Hins vegar gefur það núverandi ríkisstjórn ekki afsökun fyrir því að ganga frá þjóðinni endanlega í efnahagslegum skilningi.
Það væri gaman að sjá lista yfir erlenda hagfræðinga og Nóbelsverðlaunahafa sem hrósa núverandi ríkisstjórn og þá fyrir hvað.
Skuldsetning ríkisins hefur aðeins verið til þess að bjarga fámennum hópi einstaklinga en ekki til þess að rétta þjóðarskútuna af (t.d. með framkvæmdum, lækkun skatta o.s.frv.).
Sumarliði Einar Daðason, 12.5.2011 kl. 16:01
Ég held að þú gerir þér heldur ekki grein fyrir því Andrés að það eina sem þessi ríkisstjórn hefur gert er að fá alla upp á móti sér. Bæði innanborðs og utan.
Ef helsta ætlunarverk hennar hefði tekist væri hallinn ekki 200 milljarðar heldur einhver tala sem er komin út fyrir skilning flestra á því hvað tölur þýða.
Að halda því fram að ríkisstjórn sú sem sat 2008 og setti neyðarlögin á sínum tíma hafi sett allt á hausinn er í samræmi við heilaþvottinn sem er í gangi.
Sindri Karl Sigurðsson, 12.5.2011 kl. 19:13
Andrés . Maður veltir auðvitað fyrir sér hvort landið sé ekki gjaldþrota þegar maður sér þessar tölur, er ísland í raun gjaldþrota ?
GunniS, 13.5.2011 kl. 19:42
Ísland byggir á miðalda hinsegin efnhagsgrunni grunni það skýri líka ýmislegt í dag.
Júlíus Björnsson, 18.5.2011 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.