Þetta er nú hinn mesti útúrsnúningur

Á einn eða annan hátt er ríkisábyrgð á lífeyri allra landsmanna. Ríkið er skyldugt að sjá þegnum sínum fyrir grunnframfærslu - hvort viðkomandi hafi lífeyrissjóð eða ekki. Þetta vita lífeyrissjóðir. Ef þeir klikka á sínu þá vita þeir að ríkið er skyldugt að taka við.

Af hverju ekki hætta þessu rugli og viðurkenna að lífeyrissjóðir eru mafíufé sem færir fámenni klíku fé til umráða til að hagnast á persónulega?

Þeir lækka sitt framlag þegar þeir telja sig ekki greitt nógu mikið og láta ríkissjóð greiða á móti. Á móti njóta þeir verndar ríkisins til þess að innheimta fé í lífeyrissjóðina.

Eins og staðan er núna þá er meira fé að flæða inn í lífeyrissjóðina hvern dag en þeir greiða til öryrkja og ellilífeyrisþega. Allt í skjóli þess að þeir geti staðið við skuldbindingar eftir 50-60 ár. Af hverju ekki að standa við skuldbindingar í dag?

Mig langar að bæta við að eftir 50-60 ár þá verður olía af skornum skammti, sennilega munu heimsmarkaðir hrunið a.m.k. fimm sinnum, matvælaverð mun verða svimandi hátt og fleira í þeim dúr. Það sem ég er að benda á er að það er ekki hægt að níðast á fólki í dag vegna þess sem mun gerast eftir hálfa öld! Það er bara ekkert svo öruggt í veröldinni að svo sé hægt.


mbl.is Vilja afnema ríkisábyrgð á lífeyrisréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð ábending.. þetta vissi ég ekki

Óskar Þorkelsson, 18.3.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eftir ábendingar verð ég að leiðrétta að olían mun verða af skornum skammti mun fyrr. Eftir 20-30 ár verður hún á færi þeirra vel vopnuðustu og tæknisinnuðustu, síðustu droparnir verða háðir baráttur eftir ca. 40 ár.

Kjarni málsins er hinn sá sami - til eða frá 10-20 ár.

Sumarliði Einar Daðason, 18.3.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Kaupi með ánægju eftirfarandi frá þér:  Eins og staðan er núna þá er meira fé að flæða inn í lífeyrissjóðina hvern dag en þeir greiða til öryrkja og ellilífeyrisþega !  Skil ekki alveg ef rétt er, að lífeyrissj. eigi 1.800 milljarða, að Landsvirkjun þurfi að leita erlendra lána, nema vera skyldi fyrir vaxtamun.  En er ekki í lagi að hafa smávaxtamun ef hann er innanlands?

Hilmar Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 19:16

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hilmar, það er af því að mestu er fé bundið í öðrum fjárfestingum sem enginn fær að vita um. Það fé sem stendur á lausu er í íslenskum krónum. Landsvirkjun þarf á erlendu fé að halda til þess að kaupa aðföng erlendis frá - slíkt verður ekki greitt með íslenskum krómum því erlendis er hún talin verðlaus.
Lífeyrissjóðir mega að eiga eignir erlendis, að mig minnir 1/5 eða minna. Hins vegar er ekki það ekki sama að eiga eignir og að geta lánað út beinharða peninga.
Kjarni málsins er sá að það er sið- og ábyrgðarlausir einstaklingar sem fá allt þetta fé með lögvörðum hætti í fangið á sér og ver það eins og ormur á gulli í eigin þágu.

Sumarliði Einar Daðason, 18.3.2011 kl. 20:27

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Afsakið villurnar hér að ofan, er að skrifa þetta á meðan ég horfi á Útsvar

Sumarliði Einar Daðason, 18.3.2011 kl. 20:32

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

1.800 milljarðar í veðsöfnum sem tengjast sér íslensku vertryggingar aðferðinni. Professional fjarfestar mátu raunvirði svona safn 50% niður hjá bönkum. Eigum við ekki frekar að tal um óafskriðar verðbætur upp á 900 milljarða.

Staðreyndin er sú að 80% íbúðalán í USA frá 1920 eru 30 ára með föstum nafnvöxtum. Yfirleitt við athugun er heildarskuld H= 2L þar sem L er útborgað lán, svipuð upphæð eru nafnvextir.  Fræðingar þar segja Nafnvextina vera væntanlega raunvexti og ráðgera verðbólgu á lánstíma.  Verðbólga síðan 1920 hefur verið að meðaltali 3,0% á ári.

Það jafngildir því að verðbætur í Nafnvöxtum er um það bil 66%  og raunvextirnir um 33%.

Um  2008 voru gefin út svona lán fyrir lið í 1. og 2. tekjuþrepi með um 5,2 % nafnvöxtum  síðast þegar í ég tékkaði á þessu voru vextir 4,79% til 4,99%.

Þetta segir að 80% greindustu Íbúar USA mæla með svona lánsformi. Ég segi í framhaldi menn þurfa að mikið undir sér með að álíta þetta lið skorta fjárólæsi.

Veðsöfnin með föstum vöxtum skipt um nafnvexti í hverri útgáfu. En ef nafnvextir eru breytilegir þá eru þeir stilla á hverri greiðslu á lánunum.

Staðreyndin er að verðbótum er dreift hlutfallslega sem fyrst á á fastar greiðslur jafn háar að nafnvirði allan lánstímann, til að tryggja lánadrottinn á 1. veðrétti.

Lánið er bundið í upphafi við 80% af raunvirði miðað við nýbyggingarkostnað fasteignarinnar. Hinsvegar er heildar skuldin 160 % , Sá tími sem tekur að koma heildarskuld niður fyrir 80% kallast þroskunar tími.  Þá eru þess veðsöfn betri en gull og enginn selur þau eða veðsetur. Þar sem þau skila 2,0% raunávöxtun 100% öruggt  til eilífðar.  Það þýðir tvöföldun á raun virði á 30 árum.

Lánin léttast í greiðslubyrði á lánstíma  beran upp verðbólgu og spennu í launhækkanir: hinsvegar á móti eykst veðhæfi safnanna of lánshæfi  annarra lánasafna ef þetta er banki með skammtíma áhættu lánastarfsemi.

Félagslegir lífeyrissjóðið hér áður fyrir tóku við iðgjöldum til greiða beint til félaga, það sem vantaði upp á  var 2,0% raunvaxta hagnaðurinn af öruggum íbúalánum til félagsmanna.  Ef þeim hækkar sem taka lífeyri í samfélagi, þá er hægt að lækka greiðslur þeirra starfandi.  Þetta er líka frekar spurning um að lána aldrei meira í íbúðalán en kemur af eldri lánum. Hækka eða lækka lánsútborgun miðað að við verðbólgu síðustu 30 ár á hverju ári.   

Reynslan af þessu formi er mjög góð í minningu þeirra sem eru að deyja hér út. Hinsvegar mæla 80% Bandríka með Föstum vöxtum á hverju safni en 20 % vilja láta leiðrétta á hverri greiðslu. Engin vill skammtíma áhættu lán með hækkandi raunvöxtum á lánstíma í 30 ár sem er fjárlæs.

Ég lærði þetta um 2,0% raunvaxta prinsippið fyrir 6 ára aldur, en í Menntó þá heilþvoðist af Íslenska umhverfinu ég trúði að öll lánform væru eins í eðli og langtíma lán gætu því borið hærri kröfu.   Eftir hrun þá gerði ég mína eigin raunvirðis útreikna á lánsformum  og veðsöfnum og sannaði að öll þjóðin hefði verið heilþveginn.  Það er ekki hægt að rífast við stærðfræðilega útreikning sem eru í samræmi við og byggja á raunverleika og samanburðareynslu. 

Íslenska hugtakið verðtrygging miðað við neyslu vísitölu er þýtt hér opinberlega CPI indexed.  

Það þýðir um Veðlánasjóð N.B. að hann geri út svona alþjóðleg langtíma veðlánform til verðtryggingar.  Útstreymi sjóðsins í reiðfé fylgi neysluvístölu. 

Hinsvegar er formið hér nýfrjálshyggju tengt [linked] CPI, til fimm ára meðan veð eru að byggjast og verð að hækka.  Eða hjá íbúðalánsjóði USA 5 ára byrjunar lán fyrir þann 5 % hóp sem átti ekki fyrir útborgun,  með samningi við einkabanka um eðlilegt langtíma lá fyrir 80% í framhaldi, ef auminginn gat staðið í skilum í fimm ár.

Þetta er mjög alverleg meinsemd í Íslenska fjármálgeiranum. Að kunna ekki að verðtryggja með afskriftum milli veðsafna og lána. 

Stærðfræði er sérgáfa , hinsvegar hef ég margar sérgáfur og nota bæði heila helminga heilans.

Útlendingar skilja ekki bullið hér, það get ég skilið.  Allir brenna upp verðbólgu til að viðhalda stöðuleika.  Stelsjúkir verðtryggja ekki innlánfé almennings.  Það er verðtryggt erlendis með Prime veðlána sjóði hinsvegar skilar þetta ekki nema um 1,5% raunvöxtum . Þess vegna er 80% sala í bréfum í  UK, vsk. hlutafélega bréf. Í kauphöllinni hér er salan nánast eingöngu í húsbréfum almennings sem hefur tekjur sem geta ekki staðið undir tekjusköttum  nema ríkisjóður leggi til persónu afslátt. Hugmyndin með honum er að festa í sessi hér til lálaunasvæði og rugla tekjulega samburð samanburði, sér íslenskt fyrirbrygði. Skapa störf í óþarfa hagstjórn í erlendum samanburði. Launtekjuskattar erlendis eru samfélagsgjöld sem er bætt á tekjur í samræmi við virðingu fyrir störfum. Það er rekstur sem borgar þau. Hinsvegar hjá hinu opinbera er þessir skattar táknrænir settir á af sama atvinnuveitenda og teknir til baka aftur. Það væri engi vandi að fella niður tekjuskatta á tekjum opinberra starfsmanna.

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 20:48

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ekki illa meint Júlíus, en ég held að það borgi sig að stytta mál sitt, tala um kjarna málsins og vísa frekar í heimildir til rökstuðnings, hvort sem það er í þínar eigin eða annarra. Magn upplýsinga er yfirþyrmandi nú á dögum, sér í lagi fyrir þá sem hafa varla tíma til þess að renna yfir fréttirnar og blogg. Þeir sem vilja nákvæmari upplýsingar smella á heimildir (linka).

Sumarliði Einar Daðason, 18.3.2011 kl. 21:36

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimildinn er sá sem ritar nafn sitt undir, ekki illa meint.

Júlíus Björnsson, 18.3.2011 kl. 21:56

9 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sömu megin og þú Júlíus. Fyrir mér er hagfræði og stærðfræði hið argasta klám - ég skammaðist mín að fá tíu í þeim fögum sem því tengdist.

Í mínu tilfelli, ef einhver er með lengri texta en u.þ.b. 300 orð þá sleppi ég að lesa textann og bíð eftir því að einhver kommenti eitthvað athugavert sem fær mig svo til þess að lesa textann.

Það sem ég er að benda á er að þú nærð meiri árangri í málflutningi þínum með því að benda á hvað er í ólagi með stuttu máli. Ef einhver efast um það sem þú segir - þá vísar þú í langan rökstuðning.

Sumarliði Einar Daðason, 19.3.2011 kl. 13:42

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta miðað við heildar samhengið þykkir mjög stuttur úrdráttur. Ein lagagrein erlendis er oft 1% af tekstanum sem liggur að baki samningu hennar. Þess vegna þarf mikla þjálfun erlendis að lesa fræðitexta til skilja þá á sumum sviðum.  Ég veit að Íslendingar eru sérstakir geta skilið allt sem þeir lesa á Íslensku. Þetta er álit flestra betra mentamanna erlendis.  Óbeinar yrðingar og tilvísianir, skyrtar setningar, svi hlutir vísa út fyrir textann.

Júlíus Björnsson, 19.3.2011 kl. 13:52

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dæmi um lesskilning í betri skólum: Orðið skoðun.

Hæstaréttardómari hefur skoðun á máli sem varða hann. Þá þýðir skoðun  yfirleitt staðreynd. Þessa setningu má stytta. Hastréttardómarastaðreynd.

Jón Jónson hefur skoðun á málinu. Má stytta: Tilfinning Jón Jónssonar er,

Skilja er að skilja hvað orðin merkja hverju sinni.  Svona lesskilningur verður kenndur á einu námskeiði.  

Tilskipun 94 [einkavæðing] gerir þá skilningskröfu að öll lög Samningarinnar séu lesin fyrst og líka nefndar álit sem lágu henni til grundvallar. Til að skilja ein grein skal líka skilja allar aðra í samhengi.  

Sá sem uppfyllir þetta skilyrði, er eina mínútu að grein þegar ein grein er rætt hvort aðili hefur tilfinningu fyrir henni. Hafi hann tilfinningu. Þá er tilgangslaust og tímaeyðsla að lesa meira eftir hann. Það eru engar tilfinningar í lagtextum frakka, þjóðverja og Englendinga. Þetta eru ímyndanir þess sem les hlutlausan staðreynda texta.

Ef einhver efast um það sem þú segir - þá getur hann vísað í langan eða stuttan rökstuðning til að losna við sinn efa. 

Þegar ég efast um eitthvað, þá er það vegna þess að ég þekki ekki forsendur og skili ekki samhengið.   Þá get ég ef ég kynnt mér þær  ef ég veit hvar á leita.

Hinvegar ef ég þekki allar forsendur og skil samhengið þá ert þetta ekkert efa mál. Þetta er af viti eða vitleysa.

Trú er ekki parktísk í fjármálum, traust sem byggir á trú er fallavalt. Þegar traustið fer sprettur upp efi hjá sumum.   Fyrir hrun hef ég allta haft mínar efsemdir um fjármálagrunnin hér: Verðtrygging , persónuafsláttur og há raunávöxtunar krafa á langtíma veðlán. Tími gafst því miður ekki til kynna sér grunn forsendur á þessu fyrir en eftir hrun. Ég kynnt fann fjármálkennslubækur Glitnis á netinu. Ég las með skilning  Vandamála skýrslu AGS um veðmálstöðuna m.a á Íslandi þar er bent á hvað allt hér í grunni er ekki í samræmi við Norðurlönd , Frakkland, Þýskaland og USA. Hinvegar er það mitt svara spurningunni hversvegna.  

Svar: vegna þess að Íslenskir sérfræðingar í þessum málun eru svo sérstakir í samanburði er sannleiknum samkvæmt.

Hinsvegar gildir í fjármálum almennt að kerfi eða aðferð sem skilar mestum gróða á öllum tímum til langaframa er það sem allir taka upp eða apa eftir. 

Þá er ekki hægt að álykta annað að grunnur í kerfum Norðlanda, Þýskalands, Frakklands, USA sé sá sem hægt er að treysta.

Þá er ekki hægt að álykta annað en þeir vinna á öðrum grunni séu fávitar í samanburði við þá sem gera það ekki. Ég hef engar sjúkar ranghugmyndir um dómgreind þeirra sem ráða málum í ofangreindum Ríkjum, þetta eru snillingar.

Irving Fisher er einni besti hagfræðingur til að lesa. Franska samtektar útgáfa allra samninga og viðauka til grunvallar EU stjórnar og stjórnskipunarskrá  hef ég alla lesið með skilning án tilfinninga. Það er miklu meir en einn Íslenskur Hagfræðingur hefur vald á.   EU prinsipp eru grunnur allra hagvísinda EU, allt tilskipanna og reglugerða. 

Þetta eru nú aðal heimildir fyrir mínum ályktunum. 

Fjármálmaður í mér segir að sá sem ræður fjármálum í kerfi ræður öllu þegar upp er staðið og á hann hafa tilfinningar enginn áhrif, ef hann hefur líka Dómsvaldið og semur lögin og reglurnar: þá ræður hann öll og getur fengið öllu sínu framgengt.

Þeir sem tala um áhrif í krafti atkvæða eða þingsæta í mínum huga er ekki treystandi þar sem þetta er tilfinningleg áhrif.  

Júlíus Björnsson, 19.3.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband