23.2.2011 | 08:42
Skattarnir hafa lækkað!
Ef ég þekki yfirvöld og Steingrím fjármálaráðherra rétt þá verða þau fljót að snúa þessu í skattalækkun!
Sennilega verður sagt:
- Bensínskattar að nafnvirði frá 2008 hafa dregist saman miðað við áætlað framtíðarvirði 2015
- Miðað við VLF, þar sem öll önnur framleiðsla en álframleiðsla er dregin frá, hefur hlutfall á bensínsköttum dregist saman
- Skattar á eldsneyti hafa ekki fylgt launavísitölu dómara
- Skattar á eldsneyti eru alltof lágir á Íslandi því það er til a.m.k. eitt ríki í heiminum sem er með hærri skatta
- Heildartekjur af bensíni í ríkissjóð hafa lækkað í hlutfalli við verðmætasköpun í raforkuframleiðslu á Íslandi frá árinu 1995.
- ... og svo framvegis
Þetta eru auðvita allt kjánalegar staðreyndir en svona eru yfirvöld að reyna að plata hvern og einn daglega.
Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.