Er Steingrímur ennþá í afneitun?

Það eina sem ég tel rétt það sem Steingrímur segir eitthvað af viti í þessu viðtali er eftirfarandi:

„Guð minn góður ég vildi ekki vera í þeirri stöðu sem þeir eru í,"

Ég er ekki besti hagfræðingur heims en ég hef nægilega þekkingu til þess að leggja dóm á að allt sem Steingrímur gerir varðandi "rústabjörgun" Íslands er þvert á eðlilegar aðgerðir. Hann slekkur eld með olíu.

Það sem kom fyrir Ísland á sér enga hliðstæðu í þróuðum ríkjum. Vandi Grikkja á sér dýpri rætur en svo að það sé bara Evran eða Evrópusambandið. Þar er vandinn aðallega sá að fólkið sem þar býr kemur sér ekki saman um lausn á sínum vanda. Styrkur okkar Íslendinga fellst í því að við erum fámenn, vel upplýst og reynum öll að standa saman þrátt fyrir fyrri erjur. Steingrímur er ennþá að reyna að kljúfa þjóðina. Steingrímur hefur sagt það opinberlega að hann styðji mannréttindabrot(sbr. nýfallinn dóm sem hann tjáði sig um).

Vandamálið með Íslensku krónuna er að það var of auðvelt að nota hana til þess að blekkja almenning. Jafnvel ennþá daginn í dag virðist enginn vita hver stjórnar genginu raunverulega. Það er alls ekki Seðlabankinn og 100% ekki Steingrímur.

Vandi þjóðarinnar verður ekki lagaður með túristagosferðum Steingríms, sjúklegum skattahækkunum, ábyrgðarleysi, morfísæfingum og styttum af Steingrími á hvert heimili.


mbl.is Steingrímur þakkar fyrir krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband