Færsluflokkur: Spaugilegt

Er jörðin virkilega flöt?

Bandaríski rapparinn Bobby Ray Simmons Jr. virðist greinilega ekki hafa ferðast með flugvél, þar sem augljóslega má sjá að jörðin er í boga og Jörðin mjög líklega hnöttótt. Einnig nægir að vera í Reykjavík og horfa á Snæfellsjökul og aka svo þangað og sjá svo Snæfellsnesið við sjólínu. Þetta eru bara dæmi og einhver ætti að bjóða honum ferð til Íslands.

Hins vegar, ef maður ferðast lítið út fyrir sitt heimasvæði eða hverfi - og fær bara vitneskju frá miðlum eins og sjónvarpi, bókum og internetinu - þá á maður auðvita ekki að trúa öllu - því þetta er allt eitt stórt samsæri. Það eru alls konar lygar í gangi. Bíómyndir gefa til dæmis mjög oft skakka mynd af raunveruleikanum. Sum staðar er hægt að grafa upp síður á internetinu þar sem það er vísindalega sannað að geimferðir eru ekki til og menn hafa aldrei komist til Tunglsins. Geimverur eru í raun ekki til, heldur eru þær íslenskir álfar sem Sigur Rós stjórnar í samstarfi við hljómplötuútgefandann NASA. ISS er bara einkaréttafélag stjórnað af Sony.

(Ég varð að láta þessa vitleysu frá mér því ég hló svo mikið af þessari frétt.)

Bætt við 27.01.2016:
Þessi kenning Bobby Ray virðist hafa vakið athygli víða um heim. Hér er áhugaverð grein um flata Jörð (á ensku):

Bad Rap: Why B.o.B Is Wrong About a Flat Earth


mbl.is Segir milljónum að jörðin sé flöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skjaldamerki Akureyrar eitthvað minna merkilegt?

Ég teiknaði þessa mynd fyrir nokkrum vikum til þess að benda á misnotkun skjaldamerkis Akureyrar. Þetta er háðdeila á alla sem eiga að verja merkið. Myndir segja meira en 1000 orð. Skjaldamerki Akureyrar


mbl.is „Óheppileg notkun“ á skjaldarmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamennirnir þrettán - íslensku jólasveinarnir

Það er núna sem innbrotahrina jólasveinanna þrettán byrjar. Þar sem þetta er skipulögð og kerfisbundin glæpastarfsemi, á maður að tilkynna þetta til Ríkislögreglustjóra eða bara svæðisbundnar lögreglu?

Já, ég veit. Ég er árlega búinn að vara við þessum hryðjuverkamönnum með því að hringja í 112 en þar er mér alltaf sagt að sérsveitin er að reyna að hnitmiða staðsetningu þeirra út með aðstoð Landhelgisgæslunnar og Landsbjargar.

Á meðan aðrar þjóðir eru að glíma við sín vandamál þá erum við með langvarandi glæpagengi sem hrellir fullorðna jafnt sem börn, sem er jafnvel stýrt af mannætu sem sýður börnin okkar til áts ef við hlýðum ekki þeirra reglum.

Svo sýnist mér 13. jólasveinninn mun líklegri að vera með dýnamít heldur en kerti.

Það er augljóst að það vantar meira fjármagn til þess að finna þessa jólasveina og höfuðpaurinn - allt strandar þetta á Alþingi og fjárlaganefnd.

laughing


Vampírur og íslenskur prestur til varnar

Þetta getur ekki verið jákvætt. Það vita það allir að vampírur breyta sér í leðurblökur til þess að koma sér á milli staða. Þetta eru pottþétt ólöglegir innflytjendur sem hafa breytt um ham til þess að blekkja lögreglu og útlendingastofnun. Ég geri ráð fyrir að presturinn hafi skvett vígðu vatni yfir þær. Það ætti í það minnsta tefja þær frá markmiðum sínum. Ég mæli með því að þeir sem eiga líkkistur hugi að þeim og gangi úr skugga um að þær séu tómar. Spegill og kross er auðvita nauðsynlegt þar sem ekki verður endilega hægt að treysta eingöngu á lögreglu vegna niðurskurðar. Þeir sem eiga ekki litla meðfærilega spegla geta nýtt sér speglanir á rúður og jafnvel speglanir í venjulegum rigningarpollum. En það gæti gefið falskt öryggi því þessar óværur eru ávallt skrefinu á undan varðandi gáfur og líkamlega yfirburði.

Út af svona hlutum eigum við að segja okkur úr Schengen samkomulaginu og virkja Dyflinarsamkomulagið.

laughing


mbl.is Leðurblökur fundust á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband