Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Osiris REx skotið til Bennu - Heimsviðburður

Af því að Morgunblaðið hefur ekki ennþá sagt frá þessu þá má ég til með að gera það. Þann 8. september 2016 kl. 7:05 á ED tíma tókst NASA að skjóta upp Osiris REx geimflauginni á loft til móts við smástirnið Bennu þar sem ætlað er að safna sýnum sem gæti varpað ljósi á uppruna lífsins og hvernig Jörðin varð til eins og við þekkjum hana.

Osiris REx skotið sem heppnaðist

Skotið heppnaðist fullkomlega. Eldflaugin er mjög tæknilega vel búin í alla staði. Þekkingin kemur víða að úr heiminum þó verkinu sé stýrt af NASA.

Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.asteroidmission.org/

Osiris REx

NASA

Merki hér að ofan og upplýsingar eru eign NASA.


2016 QL44 - Loftsteinn - 17. september - Enginn heimsendir

Ég rakst á frétt á pressan.is þar sem fyrirsögnin er:

Risastór loftsteinn stefnir á jörðina – QL44 er væntanlegur 17. september

Það eru margir auðtrúa og lesa bara fyrirsagnir. Gera sér svo ekki grein fyrir hvað er satt og logið í þeim efnum. Man kannski bara eftir einhverri bíómynd, fræðslumynd eða bók um hvað drap risaeðlurnar og svo framvegis. Halda kannski að þetta sé allt saman eitt stórt samsæri sem yfirvöld vilja ekki láta okkur vita um.

Ég hef sérstakan áhuga á svona hlutum. Er ekki geimvísindamaður, stjörnufræðingur eða geimverufræðingur.

Ég gerði því smá könnun á þessu með aðstoð upplýsingavefs NASA.

  • Þessi loftsteinn verður næst jörðinni 17. september 2016 (í okkar parallel universe)
  • Útreiknuð nálægð hans verður í kringum 0,0098 AU
  • 0,0098 AU eru 1.466.059,13 km
  • Fjarlægð tunglsins frá jörðu er aðeins 384.400 km (þið vitið, það tungl sem veldur flóði og fjöru á jörðinni)
  • Sem sagt, þessi tiltekni loftsteinn er áætlaður í 3,81 lengri fjarlægð en tunglið er nálægt okkur.

2016 GL44

 

Miðað við massa jarðar og tunglsins þá eru engar líkur á því að þetta litla grey valdið einhverjum skaða þó það kæmist til jarðar. Það falla oft loftsteinar til jarðar og ég hef verið vitni að slíku hér á Íslandi. Þeir brenna upp í gufuhvolfinu og á fáeinum sekúndum, ef það er nótt, þá lýsist upp svört nótt eins og um dag væri að ræða. Þetta gerist svo hratt að fáir verða vitni af þessu.

Rússar fengu einn til sín fyrir fáeinum árum sem olli rúðuskemmdum í byggingum. Til gamans set ég inn myndband hér að neðan þar sem það er tekið saman (það er húmor í því).


Tengist loftsteinaregnið stóra smástirninu sem kemur í dag?

Sennilega er þetta óskemmtileg tilviljun en þetta loftsteinaregn er á sama sólarhring og 2012 DA14 kemur hvað næst jörðu, sem er sögulegur viðburður á sinn hátt.

2012 DA14 er um 50 metrar á lengd og fer í um það bil 27.700 km frá jörðu og tekur beygju á braut sinni vegna aðdráttarafls jarðar. Það eru engar líkur taldar á því að þetta smástirni lendi á jörðinni núna og litlar líkur eru taldar á því að það lendi á gervihnöttum sem eru umhverfis jörðina í um það bil 33.000 km hæð (frá jörðu).

Eftir um það bil hálfa öld þegar þetta smástirni á aftur leið framhjá jörðu og þá eru taldar um 0,000014% líkur á því að það rekist á jörðina.

Fræðilega er reiknað með því að hraðinn á smástirninu, ef það lenti á jörðu, yrði um 12,7 km á sekúndu. Ef smástirnið lenti á jörðinni þá mætti kalla það loftstein.

Ath. ég er búinn að vera fylgjast með þessu smástirni með aðstoð Internetsins (NASA o.fl.) í þó nokkurn tíma og upplýsingar virðast breytast með vissu millibili. Til að mynda er strax búið að minnast á loftsteinaregnið í morgun á Wikipedia síðu tengt smástirninu: http://en.wikipedia.org/wiki/2012_DA14

Hér má sjá eitt myndband af mörgum sem tekin voru í morgun:


mbl.is Yfir 250 slasaðir eftir loftsteinaregn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór loftsteinn "mjög" nálægt jörðu 15. febrúar

Þann 15. febrúar n.k. mun stór loftsteinn (u.þ.b. 50 metrar að lengd) fara mjög nálægt jörð, sem er frekar sjaldgæft. Hann er kallaður 2012 DA14 og fer framhjá jörðinni í minni "hæð" heldur en gervihnettir fara í kringum jörðina, þó töluvert fjær en alþjóðalega geimstöðin er.

Líkurnar á að hann rekist á jörðina eru taldar engar. Helsta hættan er að hann lendi á gervitungli. Hann verður svo nálægt jörðu að það væri hægt að fylgjast með honum í venjulegum "heimilis"-stjörnukíki, ef hraðinn á honum væri ekki svona mikill.

Hægt er að sjá stutt myndband um þennan loftstein hér að neðan:


Brakið lenti í Kyrrahafi

Nýjustu upplýsingar frá NASA eru á þá leið að brakið af gervitunglinu hafi lent í Kyrrahafið án þess að valda tjóni (nema kannski að hvalur hafi verið að anda og brak lent á honum eða eitthvað álíka).


mbl.is Gervitunglið lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er langt fyrir norðan hættusvæðið

Skilgreint hættusvæði fyrir þennan gervihnött er á milli N57° og S57° breiddargráða. Brakið getur dreifst á um 1.000 km langt svæði frá því að hnötturinn byrjar að brotna í sundur. Þyngsti hluturinn verður í mesta lagi um 150 kg við árekstur. Skotland er til dæmis á N57° breiddargráðu.

UARS

Ísland er langt fyrir utan þetta svæði enda er syðsti punktur Íslands, Surtsey, í breiddagráðu N63° sem er um 666 km norðan við skilgreint hættusvæði. Það þarf eitthvað algjörlega óvænt að eiga sér stað til þess að eitthvað gæti lent á Íslandi (til dæmis inngrip geimvera Grin ).

Helstu heimildir:

Það er hægt að finna ógrynni af upplýsingum um þetta á netinu og flestar eru samhljóma um hættusvæðið. Best er þó að byggja á upplýsingunum frá NASA.


mbl.is Gæti lent nánast hvar sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsendir þann 28. október 2011?

Ég er nú meira í gamni en af alvöru að skrifa þetta. Hins vegar heillast ég af alls konar samsæriskenningum sem hægt er að finna á netinu. Ekki eyðileggur að RÚV er búið að vera sýna sjónvarpsþætti um plánetur og hvernig segulsvið þeirra virkar. Mikið af kenningum sem eru í gangi, er að í lok október 2011 muni heimurinn farast. Sumir segja að hið raunverulega 12.12.2012 sé í raun október 2011 því Maya dagatalið er öðruvísi en nútíma dagatal.

Hins vegar fór ég aðeins að skoða þetta með segulsvið og legu pláneta. Síðasti heimsendir átti að vera nákvæmlega klukkan 18:00, 21. maí 2011 - einmitt þegar það gaus síðast í Grímsvötnum (miðað við GMT á Íslandi!). Þetta var víst fundið út frá legu pláneta í sólkerfinu okkar (hér er frétt frá einum)

Ég fann flotta síðu sem reiknar þetta allt saman út og sýnir með flottri grafík:

Þar fann ég út stöðu pláneta 28. október 2011 kl. 6:00. Um svipað leyti á víst Elenin "dvergstjarnan" að vera sem næst jörðu.

Hnattstaða 28. október 2011 - 06.00

Hugmyndin er sú að segulsvið frá öðrum plánetum hefur áhrif á Jörðina. Þann 21. maí síðast liðinn voru einmitt sumar plánetur í línu (þar með talin jörðin) en sólin var ekki í milli.

Ef þessir fræðingar sem maður hefur fylgist með á netinu hafa rétt fyrir sér þá getur verið spennandi að fylgjast með hvað gerist í lok október. Verður heimsendir? Verður eldgos? Jarðskjálfti? Eða höldum við bara áfram að vinna til þess að greiða skatta okkar?

P.s. enn og aftur vil ég undirstrika að þetta er bara sett fram af áhuga og einungis til gamans!


Réttari upplýsingar hjá NASA

Ég rakst á svipaða frétt hjá NASA 23. júní síðast liðinn og þar eru staðreyndirnar um Asteroid 2011 MD aðrar en í frétt Daily Telegraph.

  • Talið er að fjarlægðin verði ca. 12.000 km en ekki 17.703 km.
  • Þvermálið er talið 5-20 metrar en ekki 10-50 metrar.

Hins vegar er bara tiltölulega nýbúið að uppgötva þetta og menn eru ennþá að reyna að finna þetta nákvæmlega út.

Sjá nánar: http://neo.jpl.nasa.gov/news/news172.html

Hins vegar mun í október mánuði bæði Asteroid 2005 YU55 og Elenin koma "nálægt" jörðinni í stjarnfræðilegum skilningi. Sumir vilja meina það að þá verði heimsendir en NASA hefur sent frá sér fréttatilkynningu um að svo verði ekki (ég man bara ekki hvar ég las hana).

Fyrir þá sem hafa gaman af svona hlutum þá er ein síða sem býður uppá að reikna út afleiðingar fyrir mann á jörðinni við árekstur svona fyrirbæra. Þar stillir maður bara forsendur og fær upplýsingar um möguleg áhrif. Slóðin er: http://www.purdue.edu/IMPACTEARTH

Svo er önnur svipuð síða hér: http://simulator.down2earth.eu/


mbl.is Stærðarinnar smástirni skammt frá jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband