16.10.2018 | 13:05
Flugvélaeldsneyti frá árinu 2006 getur varla verið gott
Ég hjó eftir í fréttinni að flugvélaeldsneytið er allt frá árinu 2006. Venjulegt bensín fyrir bíla byrjar að rýrna eftir 6-12 mánuði og almennt er eldsneyti ekki talið nothæft eftir tvö ár.
Þetta fer hins vegar eftir því hvernig eldsneytið er geymt. Við fullkomnar aðstæður getur það varðveist í mörg ár.
Þarna er verið að tala um allt að 12 ára gamalt flugvélaeldsneyti til sölu. Það getur varla verið gott fyrir flugvélar þar sem öryggiskröfur eru miklar. En kannski er hægt að nýta það í eitthvað annað.
Hins vegar er tekið fram að Það er á ábyrgð kaupanda að meta og kanna gæðin [..]".
Ps. ég er ekki sérfræðingur í þessu, þetta er bara almenn þekking.
Gæslan auglýsir olíu til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumarliði. Þú ert meiri sérfræðingur en þú heldur. Garðsláttuvél á erfitt með að fara í gang á ársgömlu eldsneyti en það gufar illa upp. Það myndi engin kaupa þetta en það er venjulega komin gróður/fungus í flugvélaeldsneyti og meira ef þá sest fungusinn inn á FCU flow control Unit samanber carborotora svo t.d. olíu sölur taka ekki á móti svona aftur vegna þessa.
Valdimar Samúelsson, 16.10.2018 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.