12.10.2013 | 15:27
Flugvellir í þéttbýli: Ronald Reagan Washington flugvöllur vs. Reykjavíkurflugvöllur
Þar sem oft er verið að gera samanburð á erlendum flugvöllum innan þéttbýlis og borga þá er ágætt að gera raunhæfan samanburð (1:1). Hér tek ég Ronald Reagan Washington flugvöll sem dæmi og miða við Reykjavíkurflugvöll.
Almennt er leitast við að setja ekki öll eggin í sömu körfu þegar kemur að þjóðaröryggi, en hér á Íslandi er öllu hrúgað á sama stað vegna íhalds- og þægindasjónarmiða.
Það dytti fáum þjóðum í hug að hafa bæði forseta, ráðherra og alþingismenn á brautarenda alþjóðlegs flugvallar. Hvað gerðist ef Boeing 757 þyrfti að nauðlenda úr norðri þegar það væri þingsetning?
Svo er sjaldgæft að eina "alvöru" sjúkrahús landsins sé svona nálægt alþjóðlegum flugvelli. Þar fyrir utan gæti sjúkrahúsið sennilega ekki sinnt stóru flugslysi með góðu móti vegna vanbúnaðar. Það skiptir engu máli hvar á landinu stór alvarleg flugslys yrðu - sjúkrahúsin hafa enga burði til þess að sinna slíku - þau hafa ekki einu sinni burði til þess að sinna þjónustu við borgara miðað við það sem hefur komið fram opinberlega undanfarið.
Ég hélt að það væri liðin tíð að smíða stór skemmtiferðaskip og hafa alltof fáa björgunarbáta um borð eins og frægt varð með Titanic slysið fyrir 101 ári síðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.