19.8.2013 | 13:27
Stjórnvöld þurfa að vakna af værum blundi
Það líður varla sá dagur að maður sér í fréttum að lögreglan geti ekki sinnt sínu hlutverki vegna fjárskorts. Það er ótrúlegt að ítrekað skuli lögreglan þurfa að vega og meta hvaða verkefni kunni að vera mikilvægast. Oftar en ekki þarf hún að byggja þá ákvörðun af orðavali og ákveðni þess sem hringir inn og biður um aðstoð. Ástandið er orðið slæmt nú þegar og á sennilega eftir að versna miðað við sinnuleysi stjórnvalda.
Lögreglan á Íslandi er undirmönnuð. Það vantar hátt í 400 lögreglumenn á landsvísu. Samt gera stjórnvöld lítið sem ekkert til þess að laga það ástand.
Á sama tíma eru stjórnvöld að keyra meðvitað upp ferðamannastraum til Íslands sem eykur álag á lögreglu og aðra nauðsynlega þjónustu eins og sjúkrahús. Þó Landsbjörg sé gott starf þá mega stjórnmálamenn ekki stóla endalaust á þeirra sjálfboðavinnu - sem lögregla og landhelgisgæsla ættu að öllu jöfnu að sinna.
Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að tryggja öryggi borgara sinna. Síðan reisa minnisvarða um sig, fara í veislur og utanlandsferðir á kostnað ríkisins.
Þurftu að fara í annað útkall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.